Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 14:54 Guðni ávarpaði fjölmiðla að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Formenn stjórnarflokkanna funda enn og hafa ekki greint þjóðinni frá hver muni taka við ráðherrastól Katrínar. Þó tjáðu þeir forsetanum að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Guðni segist skilja á máli formannanna þriggja að von sé á að skamman tíma muni taka að mynda ríkisstjórn. „Við skulum bara sjá til,“ segir hann spurður að því hversu lengi hann leyfi formönnunum að ræða saman áður en hann tekur í taumana. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaða verður hjá þeim flokkum sem ræða saman framhaldið. Ég hef leitað upplýsinga á hvernig þetta gengur og ég er mjög bjartsýn á það að þetta skýrist innan skamms,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum.“ Katrín segist samt sem áður munu segja af sér þingmennskunni á morgun þrátt fyrir að hún muni sitja áfram sem forsætisráðherra. Því gæti sú staða komið upp á teninginn ef stjórnarflokkarnir komast ekki að niðurstöðu fyrir morgundaginn að sitjandi forsætisráðherra sitji ekki á þingi. Yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna funda enn og hafa ekki greint þjóðinni frá hver muni taka við ráðherrastól Katrínar. Þó tjáðu þeir forsetanum að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Guðni segist skilja á máli formannanna þriggja að von sé á að skamman tíma muni taka að mynda ríkisstjórn. „Við skulum bara sjá til,“ segir hann spurður að því hversu lengi hann leyfi formönnunum að ræða saman áður en hann tekur í taumana. „Nú liggur þessi staða fyrir og þá liggur beinast við að við bíðum eftir því hver niðurstaða verður hjá þeim flokkum sem ræða saman framhaldið. Ég hef leitað upplýsinga á hvernig þetta gengur og ég er mjög bjartsýn á það að þetta skýrist innan skamms,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég á von á því að línur muni skýrast á allra næstu dögum.“ Katrín segist samt sem áður munu segja af sér þingmennskunni á morgun þrátt fyrir að hún muni sitja áfram sem forsætisráðherra. Því gæti sú staða komið upp á teninginn ef stjórnarflokkarnir komast ekki að niðurstöðu fyrir morgundaginn að sitjandi forsætisráðherra sitji ekki á þingi. Yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður.
Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga aðild að núverandi ríkisstjórn hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að senn komi í ljós hver það verður.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira