Þjóðin geti krafist þess að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 12:08 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir þjóðina geta sett þá kröfu á leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag. Hann telur líklegast að formaður Framsóknarflokksins taki við embættinu. Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira