Lífið

Glæsi­legt rað­hús Ragn­heiðar til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir var valin maður ársins 2021.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir var valin maður ársins 2021. Vísir/Vilhelm

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 

Um er að ræða mikið endurnýjað 216 fermetra raðhús á pöllum sem var byggt árið 1969. Ásett verð fyrir eignina er 174,9 milljónir.

Fasteignaljósmyndun

Heimili hjónanna er fallega innréttað þar sem dökkir litatónar og hlýleiki umvefur rýmin á heillandi máta. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Í eldhúsi er svört innrétting með stórri eyju og stein á borðum. Stofa og borðstofa er í samliggjandi, rúmgóðu og opnu rými með fallegu útsýni yfir Fossvoginn. Hrár reclaimed-viður í loftum flæðir milli rýma og setur skemmtilegan svip á heildarmyndina. 

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Maður ársins 2021

Ragnheiður leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við sýnatökur og að bólusetja nær alla þjóðina gegn Covid-19. Hún var valin maður ársins árið 2021 fyrir störf sín. 

Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Ragnheiðar á heimili hennar í júní 2021 þar sem hann fékk að skyggnast inn í daglegt líf konunnar bak við bóluefnin.

Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×