„Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. janúar 2025 22:19 Gísli Örn Garðarsson líkti síðustu sýningu Frosts við ljúfsáran skilnað kærleiksríkra hjóna. Vísir/Stöð 2 Lokasýning söngleiksins Frost fór fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er ein vinsælasta sýningin í sögu leikhússins. Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús. Leikhús Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Söngleikurinn var sýndur rúmlega hundrað sinnum og náði Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, tali af þeim Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra söngleiksins, og Magnúsi Geir Þórðarsyni, Þjóðleikhússtjóra. Þetta eru ágætis viðtökur sem sýningin hefur fengið? „Þetta hefur verið vonum framar, búið að vera frábært hjá okkur hérna í Þjóðleikhúsinu með þessa sýningu. Búið að ganga það vel að þetta er eins og að kveðja kærleiksríkt hjónaband, þegar þú vilt ekki skilja en verður að skilja. Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag,“ sagði Gísli. Mér skilst að það hafi verið nánast uppselt á hverja einustu sýningu. Bjóstu við þessu þegar þú lagðir af stað í þetta? „Maður getur aldrei búist við neinu en maður getur svona vonað innst inni í hjartanu og sú ósk rættist núna,“ sagði Gísli. Nýr söngleikur frumsýndur á næstunni Síðasta sýningin af Frosti, Magnús. Hvað tekur við hérna í Þjóðleikhúsinu? „Hér er stútfullt hús af spennandi sýningum. Það er auðvitað mjög sérstakt að kveðja þessa dásamlegu sýningu sem hefur verið að troðfylla húsið hérna í heilt ár. Nú erum við í raun að rýma til fyrir næsta stóra söngleik sem heitir Stormur og verður frumsýndur eftir mánuð. Það er nýr söngleikur eftir Unu Torfa og Unni Ösp. Þannig það er svona næsta stóra en svo er fullt framundan sem kemur inn í vor og á næsta hausti,“ sagði Magnús Geir. Gæti Frost snúið aftur upp á svið? „Það er erfitt að koma því við því sýningin er einfaldlega svo stór að leikmyndin er fyrirferðarmikil og þetta er mjög mannmargt þannig það er erfitt að trekkja svona vél í gang aftur. Því miður er ég hræddur um að þessi sýning geti ekki snúið aftur en það er fullt af öðrum dásamlegum konfektmolum sem bíða,“ sagði Magnús.
Leikhús Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira