„Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2025 08:00 Ragnar var á staðnum þegar þyrlan kom frá Reykjavík, með læknana Ólaf og Magnús innanborðs. Stöð 2 „Það var eiginlega bara sekúnduspursmál hvenær það myndi kvikna í,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem árið 1979 varð vitni að þyrluslysi á Mosfellsheiði, því seinna af tveimur með fárra klukkustunda millibili. Ragnar var staddur á slysstað á vegum Morgunblaðsins, þar sem hann starfaði sem fréttaljósmyndari, en endaði á því að ganga í björgunarstörf. Ellefu manns slösuðust í tveimur flugslysum sem urðu með fárra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði þann 18. desember árið 1979. Fyrra slysið var um kl. 15:20 er flugvél af gerðinni Cessna 172 fórst. Voru í henni flugmaðurinn. sem er franskur, Nýsjálendingur og tvær finnskar stúlkur, sjúkraþjálfarar á Reykjalundi, sem hlutu talsverð meiðsli. Síðara slysið var kl. 19:13 þegar björgunarþyrla frá Varnarliðinu hrapaði. Hafði hún flutt einn hinna slösuðu til Reykjavíkur og var þyrlan nýlögð upp frá slysstaðnum í annað sinn með hina þrjá slösuðu úr fyrra slysinu, tvo lækna og fimm manna áhöfn þegar hún hrapaði skyndilega um 200 metra frá fyrri slysstaðnum. Slösuðust allir og hlutu sumir opin beinbrot. Í nýjasta þætti Útkalls er rætt við Ragnar, og jafnframt er rætt við Ólaf Kjartansson lækni. Ólafur var um borð í þyrlunni sem hrapaði og veigraði sér ekki við að hlúa að hinum farþegunum sem slösuðust, þrátt fyrir að vera talsvert slasaður sjálfur. Þáttinn í heild sinni má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Voru greinilega kvalin Ólafur var á þessum tíma 29 ára aðstoðarlæknir á slysadeild Borgarspítalans. Tilkynning barst um að þyrla varnarliðsins væri að fara að lenda á Reykjavíkurflugvelli, með þrjá til fjóra slasaða innanborðs. „Það var ákveðið að ég og Magnús Guðmundsson sem var með mér á slysadeildinni, og Hjörtur Sigurðsson sem var aðstoðarlæknir á skurðdeildinni, myndum fara út á flugvöll og taka á móti þessu fólki sem var að koma. Og svo lenti þyrlan og þá er bara einn maður, það er að segja einn slasaður þar um borð, sem var þá með talsverð andlitsmeiðsl. Magnús og Hjörtur fór að töluðu við hann og ég fór að tala við áhöfnina og þá kom í ljós að þetta var þyrla á æfingaflugi sem var beðin um að hjálpa til að finna vélina sem hafði hrapað, og var engan veginn undirbúin til að fara í björgunarleiðangur,“ rifjar Ólafur upp í þættinum. Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangiStöð 2 Úr varð að Ólafur og Magnús fóru með þyrlunni, aftur á slysstaðinn til að sækja fólkið. Þegar þangað kom mætti þeim flugmaðurinn sem reyndist að sögn Ólafs sæmilega hress en með nokkur andlitsmeiðsl. Ólafur og Magnús fóru síðan að hlúa að finnsku stúlkunum tveimur, sem voru inni í vélinni. Á þessum tíma var Ragnar Axelsson starfandi sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu. Þegar honum var tjáð að vélin, TF- EKK væri týnd, slóst hann í för með Sigurði Blöndal blaðamanni og flugbjörgunarsveitarmanni út á flugvöll og fékk síðan far með björgunarsveitarbílnum upp á heiði. Í þættinum rifjar Ragnar upp sjónina sem blasti við þegar hann og félagar hans komu á slysstaðinn og sáu flugvélarflakið á hvolfi. „Maður sá að þau voru í lagi, en maður vissi náttúrlega ekki hversu mikið slösuð þau voru. Það var greinilegt að þeim leið ekki vel, það var kalt og aðstæður ekki góðar en þau voru greinilega kvalin.“ Ragnar var á staðnum þegar þyrlan kom frá Reykjavík, með læknana Ólaf og Magnús innanborðs. Ragnari tókst að smella af nokkrum myndum en var þó hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Heyrði brothljóð Þyrlan lagði síðan upp aftur um sjö leytið þetta kvöld. „Við erum komin á loft og ég man alveg eftir því að ég hugsaði: „Jæja, nú er þessu að ljúka,“ rifjar Ólafur upp. Þyrlan hafði aðeins flogið örfáar mínútur þegar hún hrapaði. „Síðan verður allt svona svolítið óljóst; sennilega hef ég fengið mjög slæmt höfuðhögg þegar þyrlan byrjaði að falla, svo ég er eiginlega ekki til frásagnar um það. Það næsta sem ég man er að ég tekst á loft og heyri rosalegt brothljóð. Þá áttaði ég mig á því að eitthvað hafði gerst. Svo skell ég niður aftur og þegar ég fer að ranka betur við mér þá ligg ég á maganum á afturhleranum á vélinni,“ segir Ólafur. Aðspurður segist hann hafa áttað sig á að vélin var í hættu á þessum tímapunkti. „Og ég held að það hafi verið svona drífandinn í því að að fara að koma sér út, það var eini möguleikinn, að reyna að koma fólkinu út.“ Hélt að vélin myndi enda í björtu báli Ragnar rifjar upp sjokkið sem hann upplifði á þessari stundu, þegar hann varð vitni að slysinu. Hann átti allt eins von á því að vélin myndi enda í björtu báli. „Maður beið eftir að sjá eldsúlu eða eitthvað slíkt. Þegar svona flikki hrapar þá náttúrlega fer allt í sundur, leiðslur og annað og það er rafmagn á öllu. Þannig að maður bjóst við hinu versta.“ Hér má sjá eina af myndunum sem Ragnar tók á slysstað.RAX Ólafur var ringlaður og með höfuðverk. Hann kom auga á Magnús og stúlkurnar þar sem þau lágu rétt fyrir aftan hann. Magnús, sem lá hálfpartinn undir stúlkunum tveimur, kallaði til Ólafs og sagðist vera bakbrotinn. „Það var mikil olíu og bensínstybba inni í vélinni og það var aldimmt, burtséð frá tveimur neyðarljósum sem voru þarna inni. Þannig að allar aðstæður voru mjög slæmar og þau voru þarna í kuðli fyrir framan mig og hinir þar fyrir framan.“ Ragnar segir frá því í þættinum hvernig 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Lét vaða Ragnar gekk hiklaust í björgunarstörf. „Ég gat náttúrulega ekki horft upp á kvalið fólk, grátandi fólk án þess að hjálpa því. Ég hafði ekkert annað að gera. Ég hefði aldrei fyrirgefið sjálfum mér það, hefði ég ekki hjálpað til.“ Á þessum tíma var dóttir Ragnars nýfædd. „Ég hugsaði til þess eitt augnablik, ef eitthvað myndi gerast; myndi ég sjá hana aftur? En stundum er betra að hugsa ekki mikið, bara láta vaða. Og það var það sem menn gerðu. Af því að þarna var fólk í bráðri lífshættu og bara í neyð, þannig að það var ekkert um mikið annað að ræða en að að fórna öllu í það.“ Fólk reyndist vera mjög slasað. Þrátt fyrir eigin meiðsl fór Ólafur að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Ragnar segist ekki hafa séð annan kost í stöðunni en að láta vaða og ganga til liðs við björgunarstörf á slysstað.Stöð 2 Fólk bað bænir Ragnar rifjar upp hvernig fólkið reyndi með mismunandi hætti að komast út úr vélinni, skríða eða klifra. „Það er náttúrlega ekkert á hverjum degi sem menn lenda í tveimur flugslysum nokkra klukkutíma á millibili en maður heyrði að þarna var greinilega kvalið og það stundi. Einhverjir fóru með bænir. Allt umhverfið gerði mann svolítið viðkvæman, en um leið líka einbeittann í því að hjálpa.“ Ólafur tekur undir með því að það hafi verið ansi hreint sérstakar aðstæður fyrir hann sem hann sem lækni, að hjúkra fólki á meðan hann var sjálfur slasaður. „En ég má þakka fyrir það að ég var fær um það, að ég gat gert það. Og ég held líka að ég hafi lagt svona eitthvað á vogarskálarnar þarna. Þetta var svona sameiginlegur ferill í gegnum þetta, menn gengu alveg ótrúlega einarðir að verkum og þetta gekk alveg ótrúlega.“ Í þættinum hrósar Ragnar jafnframt Ólafi í hástert. „Arnold Schwarzenegger hefði ekki gert þetta betur. Þetta var alveg stórkostlegt að sjá; hvernig hann fór um, og hvernig þeir unnu þetta allir saman,“ segir hann en bætir síðan við: „En þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár. Og alltaf þegar það verða flugslys þá fær maður svona högg náttúrulega. Maður þekkir þennan heim, flugmenn og aðra, þannig að það er alltaf svolítið högg.“ Þá segir Ólafur að með hliðsjón af aðstæðum sé það með hreinum ólíkindum að allir hafi komist lífs af. Hann hrósar sérstaklega Ingvari Valdimarssyni björgunarsveitarmanni, og Hallgrími Skúla Karlssyni. Hallgrímur lést árið 2020. Hann var á sínum tíma heiðraður fyrir hugrekki með því að slökkva á aðalrofa þyrlunnar. „Þetta var gríðarlegt hugrekki og fórnfýsi.“ Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Sjá meira
Ellefu manns slösuðust í tveimur flugslysum sem urðu með fárra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði þann 18. desember árið 1979. Fyrra slysið var um kl. 15:20 er flugvél af gerðinni Cessna 172 fórst. Voru í henni flugmaðurinn. sem er franskur, Nýsjálendingur og tvær finnskar stúlkur, sjúkraþjálfarar á Reykjalundi, sem hlutu talsverð meiðsli. Síðara slysið var kl. 19:13 þegar björgunarþyrla frá Varnarliðinu hrapaði. Hafði hún flutt einn hinna slösuðu til Reykjavíkur og var þyrlan nýlögð upp frá slysstaðnum í annað sinn með hina þrjá slösuðu úr fyrra slysinu, tvo lækna og fimm manna áhöfn þegar hún hrapaði skyndilega um 200 metra frá fyrri slysstaðnum. Slösuðust allir og hlutu sumir opin beinbrot. Í nýjasta þætti Útkalls er rætt við Ragnar, og jafnframt er rætt við Ólaf Kjartansson lækni. Ólafur var um borð í þyrlunni sem hrapaði og veigraði sér ekki við að hlúa að hinum farþegunum sem slösuðust, þrátt fyrir að vera talsvert slasaður sjálfur. Þáttinn í heild sinni má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Voru greinilega kvalin Ólafur var á þessum tíma 29 ára aðstoðarlæknir á slysadeild Borgarspítalans. Tilkynning barst um að þyrla varnarliðsins væri að fara að lenda á Reykjavíkurflugvelli, með þrjá til fjóra slasaða innanborðs. „Það var ákveðið að ég og Magnús Guðmundsson sem var með mér á slysadeildinni, og Hjörtur Sigurðsson sem var aðstoðarlæknir á skurðdeildinni, myndum fara út á flugvöll og taka á móti þessu fólki sem var að koma. Og svo lenti þyrlan og þá er bara einn maður, það er að segja einn slasaður þar um borð, sem var þá með talsverð andlitsmeiðsl. Magnús og Hjörtur fór að töluðu við hann og ég fór að tala við áhöfnina og þá kom í ljós að þetta var þyrla á æfingaflugi sem var beðin um að hjálpa til að finna vélina sem hafði hrapað, og var engan veginn undirbúin til að fara í björgunarleiðangur,“ rifjar Ólafur upp í þættinum. Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangiStöð 2 Úr varð að Ólafur og Magnús fóru með þyrlunni, aftur á slysstaðinn til að sækja fólkið. Þegar þangað kom mætti þeim flugmaðurinn sem reyndist að sögn Ólafs sæmilega hress en með nokkur andlitsmeiðsl. Ólafur og Magnús fóru síðan að hlúa að finnsku stúlkunum tveimur, sem voru inni í vélinni. Á þessum tíma var Ragnar Axelsson starfandi sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu. Þegar honum var tjáð að vélin, TF- EKK væri týnd, slóst hann í för með Sigurði Blöndal blaðamanni og flugbjörgunarsveitarmanni út á flugvöll og fékk síðan far með björgunarsveitarbílnum upp á heiði. Í þættinum rifjar Ragnar upp sjónina sem blasti við þegar hann og félagar hans komu á slysstaðinn og sáu flugvélarflakið á hvolfi. „Maður sá að þau voru í lagi, en maður vissi náttúrlega ekki hversu mikið slösuð þau voru. Það var greinilegt að þeim leið ekki vel, það var kalt og aðstæður ekki góðar en þau voru greinilega kvalin.“ Ragnar var á staðnum þegar þyrlan kom frá Reykjavík, með læknana Ólaf og Magnús innanborðs. Ragnari tókst að smella af nokkrum myndum en var þó hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Heyrði brothljóð Þyrlan lagði síðan upp aftur um sjö leytið þetta kvöld. „Við erum komin á loft og ég man alveg eftir því að ég hugsaði: „Jæja, nú er þessu að ljúka,“ rifjar Ólafur upp. Þyrlan hafði aðeins flogið örfáar mínútur þegar hún hrapaði. „Síðan verður allt svona svolítið óljóst; sennilega hef ég fengið mjög slæmt höfuðhögg þegar þyrlan byrjaði að falla, svo ég er eiginlega ekki til frásagnar um það. Það næsta sem ég man er að ég tekst á loft og heyri rosalegt brothljóð. Þá áttaði ég mig á því að eitthvað hafði gerst. Svo skell ég niður aftur og þegar ég fer að ranka betur við mér þá ligg ég á maganum á afturhleranum á vélinni,“ segir Ólafur. Aðspurður segist hann hafa áttað sig á að vélin var í hættu á þessum tímapunkti. „Og ég held að það hafi verið svona drífandinn í því að að fara að koma sér út, það var eini möguleikinn, að reyna að koma fólkinu út.“ Hélt að vélin myndi enda í björtu báli Ragnar rifjar upp sjokkið sem hann upplifði á þessari stundu, þegar hann varð vitni að slysinu. Hann átti allt eins von á því að vélin myndi enda í björtu báli. „Maður beið eftir að sjá eldsúlu eða eitthvað slíkt. Þegar svona flikki hrapar þá náttúrlega fer allt í sundur, leiðslur og annað og það er rafmagn á öllu. Þannig að maður bjóst við hinu versta.“ Hér má sjá eina af myndunum sem Ragnar tók á slysstað.RAX Ólafur var ringlaður og með höfuðverk. Hann kom auga á Magnús og stúlkurnar þar sem þau lágu rétt fyrir aftan hann. Magnús, sem lá hálfpartinn undir stúlkunum tveimur, kallaði til Ólafs og sagðist vera bakbrotinn. „Það var mikil olíu og bensínstybba inni í vélinni og það var aldimmt, burtséð frá tveimur neyðarljósum sem voru þarna inni. Þannig að allar aðstæður voru mjög slæmar og þau voru þarna í kuðli fyrir framan mig og hinir þar fyrir framan.“ Ragnar segir frá því í þættinum hvernig 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Lét vaða Ragnar gekk hiklaust í björgunarstörf. „Ég gat náttúrulega ekki horft upp á kvalið fólk, grátandi fólk án þess að hjálpa því. Ég hafði ekkert annað að gera. Ég hefði aldrei fyrirgefið sjálfum mér það, hefði ég ekki hjálpað til.“ Á þessum tíma var dóttir Ragnars nýfædd. „Ég hugsaði til þess eitt augnablik, ef eitthvað myndi gerast; myndi ég sjá hana aftur? En stundum er betra að hugsa ekki mikið, bara láta vaða. Og það var það sem menn gerðu. Af því að þarna var fólk í bráðri lífshættu og bara í neyð, þannig að það var ekkert um mikið annað að ræða en að að fórna öllu í það.“ Fólk reyndist vera mjög slasað. Þrátt fyrir eigin meiðsl fór Ólafur að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Ragnar segist ekki hafa séð annan kost í stöðunni en að láta vaða og ganga til liðs við björgunarstörf á slysstað.Stöð 2 Fólk bað bænir Ragnar rifjar upp hvernig fólkið reyndi með mismunandi hætti að komast út úr vélinni, skríða eða klifra. „Það er náttúrlega ekkert á hverjum degi sem menn lenda í tveimur flugslysum nokkra klukkutíma á millibili en maður heyrði að þarna var greinilega kvalið og það stundi. Einhverjir fóru með bænir. Allt umhverfið gerði mann svolítið viðkvæman, en um leið líka einbeittann í því að hjálpa.“ Ólafur tekur undir með því að það hafi verið ansi hreint sérstakar aðstæður fyrir hann sem hann sem lækni, að hjúkra fólki á meðan hann var sjálfur slasaður. „En ég má þakka fyrir það að ég var fær um það, að ég gat gert það. Og ég held líka að ég hafi lagt svona eitthvað á vogarskálarnar þarna. Þetta var svona sameiginlegur ferill í gegnum þetta, menn gengu alveg ótrúlega einarðir að verkum og þetta gekk alveg ótrúlega.“ Í þættinum hrósar Ragnar jafnframt Ólafi í hástert. „Arnold Schwarzenegger hefði ekki gert þetta betur. Þetta var alveg stórkostlegt að sjá; hvernig hann fór um, og hvernig þeir unnu þetta allir saman,“ segir hann en bætir síðan við: „En þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár. Og alltaf þegar það verða flugslys þá fær maður svona högg náttúrulega. Maður þekkir þennan heim, flugmenn og aðra, þannig að það er alltaf svolítið högg.“ Þá segir Ólafur að með hliðsjón af aðstæðum sé það með hreinum ólíkindum að allir hafi komist lífs af. Hann hrósar sérstaklega Ingvari Valdimarssyni björgunarsveitarmanni, og Hallgrími Skúla Karlssyni. Hallgrímur lést árið 2020. Hann var á sínum tíma heiðraður fyrir hugrekki með því að slökkva á aðalrofa þyrlunnar. „Þetta var gríðarlegt hugrekki og fórnfýsi.“
Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp