Lífið

Myndaveisla: Fjöl­mennt í ní­ræðis­af­mæli skákgoðsagnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Friðrik heilsar góðri vinkonu á afmælinu í dag.
Friðrik heilsar góðri vinkonu á afmælinu í dag. RAX

Fjölmennt var í níræðisafmæli skákgoðsagnarinnar Friðriks Ólafssonar í Hörpu í dag. Ýmsir skákmeistarar létu sjá sig semog núverandi seðlabankastjóri.

Friðrik Ólafsson, einn áhrifamesti skákmaður Íslandssögunnar, fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935 og fagnar því níutíu ára afmæli í dag. Hann var heiðraður með opnu húsi í Eyri í Hörpu í dag

Friðrik varð sex sinnum Íslandsmeistari í skák, fyrst árið 1952. Þá varð hann Norðurlandameistari í skák 1953 og 1971, alþjóðlegur skákmeistari 1956 og fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák árið 1958. Friðrik var forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) frá 1978-1982, ritstjóri Lagasafns Íslands frá 1982-1983 og skrifstofustjóri Alþingis frá 1984-2005.

Vísir ræddi ítarlega við Friðrik um ævina og þennan stóráfanga í vikunni.

Fjöldi fólks mætti í Hörpu í dag eins og sjá má á myndunum hér að neðan sem RAX, ljósmyndari Vísis, tók.

Feðgarnir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna, röbbuðu við afmælisbarnið.RAX
Arkady Dvorkovich, forseti Alþjóðaskáksambandsins, mætti í afmælið og hélt ræðu.RAX
Jóhann Hjartason stórmeistari ræðir við Friðrik með Björn Inga Hrafnsson í bakgrunni.RAX
Fjöldi fólks mætti í Hörpuna til að heiðra Friðrik.RAX
Fulltrúi yngstu kynslóðarinnar lét sig ekki vanta.RAX
Fjöldi fólks fagnaði níræðisafmælinu með Friðriki í dag.RAX
Jóhann Hjartarson skákmeistari var einn þeirra sem flutti ræðu í dag.RAX





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.