„Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð sköllóttur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2024 13:01 Pedri þarf líklega litlar áhyggjur að hafa af hármissi. Líklegra virðist að hann raki sjálfur makkann af. Getty Spænska ungstirnið Pedri hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir stórkostlegt ár hans árið 2021. Meiðsli hafa strítt unga manninum sem er þess þó viss að hann verði enn að eftir áratug. Hann virðist þá ekki hræðast hármissi. Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi. Spænski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi.
Spænski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira