Xavi kærir tvo menn fyrir meiðyrði Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. mars 2024 07:00 Xavi lætur ekki ljúga upp á sig. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Xavi, fyrrum leikmaður og núverandi þjálfari Barcelona, hefur stefnt tveimur fjölmiðlamönnum fyrir meiðyrði. Marca greindi frá málinu. Fjölmiðlamennirnir sem Xavi kærir eru Manuel Jabois, sem starfar hjá dagblaðinu El Pais og útvarpstöðinni Cadena Ser, og Javier Miguel sem er sjálfstætt starfandi. Manuel Jabois sagði frá því í útvarpsþætti, sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, að Xavi hafi reiðst honum og sent óviðeigandi skilaboð. Jabois leiðrétti sjálfan sig svo og sagði Xavi ekki hafa sent beint á sig heldur á sameiginlegan kunningja þeirra sem áframsendi skilaboðin á Jabois. 🚨 😱 @manueljabois desvela que a él también le mandó un mensaje Xavi Hernández después de que no le gustase un artículo suyo ⚠️📲 "Fue a través de unos mensajes privados y fue una cosa bastante sucia..."#⃣ #ElSanedrínIlustrado de @ElLarguero 📻 pic.twitter.com/2VJ5CodqSd— El Larguero (@ellarguero) March 15, 2024 Xavi hefur neitað allri sök og segist hvorki þekkja né hafa nokkurn tímann tjáð sig um Jabois. Javier Miguel kom fram og sakaði Xavi um ókurteisi og yfirgang í samskiptum við undirmenn sína. Hann sagði Xavi hafa þvingað starfsfólk til að láta farsíma af hendi eftir að upplýsingar láku úr herbúðum Barcelona, eitthvað sem Xavi hefur einnig harðlega neitað. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Ég átta mig á minni stöðu og skil gagnrýni upp að vissu marki en ég mun ekki þola lygar og tilbúning“ sagði Xavi um ákvörðunina að leggja fram kæru. Ekki hefur komið fram hvers hann krefst til skaðabóta. Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Marca greindi frá málinu. Fjölmiðlamennirnir sem Xavi kærir eru Manuel Jabois, sem starfar hjá dagblaðinu El Pais og útvarpstöðinni Cadena Ser, og Javier Miguel sem er sjálfstætt starfandi. Manuel Jabois sagði frá því í útvarpsþætti, sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, að Xavi hafi reiðst honum og sent óviðeigandi skilaboð. Jabois leiðrétti sjálfan sig svo og sagði Xavi ekki hafa sent beint á sig heldur á sameiginlegan kunningja þeirra sem áframsendi skilaboðin á Jabois. 🚨 😱 @manueljabois desvela que a él también le mandó un mensaje Xavi Hernández después de que no le gustase un artículo suyo ⚠️📲 "Fue a través de unos mensajes privados y fue una cosa bastante sucia..."#⃣ #ElSanedrínIlustrado de @ElLarguero 📻 pic.twitter.com/2VJ5CodqSd— El Larguero (@ellarguero) March 15, 2024 Xavi hefur neitað allri sök og segist hvorki þekkja né hafa nokkurn tímann tjáð sig um Jabois. Javier Miguel kom fram og sakaði Xavi um ókurteisi og yfirgang í samskiptum við undirmenn sína. Hann sagði Xavi hafa þvingað starfsfólk til að láta farsíma af hendi eftir að upplýsingar láku úr herbúðum Barcelona, eitthvað sem Xavi hefur einnig harðlega neitað. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Ég átta mig á minni stöðu og skil gagnrýni upp að vissu marki en ég mun ekki þola lygar og tilbúning“ sagði Xavi um ákvörðunina að leggja fram kæru. Ekki hefur komið fram hvers hann krefst til skaðabóta.
Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira