Messi: Ég hætti þegar ég get ekki lengur hjálpað mínum liðsfélögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 15:30 Lionel Messi lyftir heimsbikarnum í Katar í desember 2022. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi segir að aldur hans muni ekki hafa úrslitaáhrif þegar kemur því að ákveða að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hann segist muni vita það sjálfur þegar rétti tíminn er kominn. Argentínski landsliðsfyrirliðinn er orðinn 36 ára gamall og samningur hans við Inter Miami nær til desember 2025. Hann hefur ekkert rætt um það opinberlega hvenær hann muni kveðja fótboltann. „Ég veit að rétti tímapunkturinn verður þegar ég er ekki að skila mínu til liðsins. Ef ég er ekki að njóta mín eða að hjálpa liðsfélögunum þá mun ég hætta,“ sagði Lionel Messi við MBC hlaðvarpið Big Time Podcast. ESPN segir frá. „Ég er sjálfsgagnrýninn. Ég veit hvenær ég er að standa mig vel og hvenær ég spila illa. Þegar ég finn það á sjálfum mér að það sé kominn tími til að taka þetta skref þá mun ég taka það án þess að pæla í því hvað ég er gamall. Ef mér líður vel þá mun ég alltaf reyna að halda áfram að keppa því það er það sem ég hef gaman af og það er eitthvað sem ég kann,“ sagði Messi. Messi vann áttunda Gullhnöttinn sinn á síðasta ári og leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils í desember 2022. Það er búist við því að hann spili með Argentínu í Copa America í sumar. „Hefðu hlutirnir ekki farið eins og þeir fóru á HM þá hefði ég hætt í landsliðinu,“ sagði Messi. Hann er að glíma við tognun í læri og var því ekki með argentínska landsliðinu í tveimur leikjum í þessum landsleikjaglugga. Messi y su futuro a nivel deportivo Big Time Podcast pic.twitter.com/mKLSsiyDDU— Diario Olé (@DiarioOle) March 27, 2024 Argentína Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Argentínski landsliðsfyrirliðinn er orðinn 36 ára gamall og samningur hans við Inter Miami nær til desember 2025. Hann hefur ekkert rætt um það opinberlega hvenær hann muni kveðja fótboltann. „Ég veit að rétti tímapunkturinn verður þegar ég er ekki að skila mínu til liðsins. Ef ég er ekki að njóta mín eða að hjálpa liðsfélögunum þá mun ég hætta,“ sagði Lionel Messi við MBC hlaðvarpið Big Time Podcast. ESPN segir frá. „Ég er sjálfsgagnrýninn. Ég veit hvenær ég er að standa mig vel og hvenær ég spila illa. Þegar ég finn það á sjálfum mér að það sé kominn tími til að taka þetta skref þá mun ég taka það án þess að pæla í því hvað ég er gamall. Ef mér líður vel þá mun ég alltaf reyna að halda áfram að keppa því það er það sem ég hef gaman af og það er eitthvað sem ég kann,“ sagði Messi. Messi vann áttunda Gullhnöttinn sinn á síðasta ári og leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils í desember 2022. Það er búist við því að hann spili með Argentínu í Copa America í sumar. „Hefðu hlutirnir ekki farið eins og þeir fóru á HM þá hefði ég hætt í landsliðinu,“ sagði Messi. Hann er að glíma við tognun í læri og var því ekki með argentínska landsliðinu í tveimur leikjum í þessum landsleikjaglugga. Messi y su futuro a nivel deportivo Big Time Podcast pic.twitter.com/mKLSsiyDDU— Diario Olé (@DiarioOle) March 27, 2024
Argentína Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira