Messi: Ég hætti þegar ég get ekki lengur hjálpað mínum liðsfélögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 15:30 Lionel Messi lyftir heimsbikarnum í Katar í desember 2022. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi segir að aldur hans muni ekki hafa úrslitaáhrif þegar kemur því að ákveða að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hann segist muni vita það sjálfur þegar rétti tíminn er kominn. Argentínski landsliðsfyrirliðinn er orðinn 36 ára gamall og samningur hans við Inter Miami nær til desember 2025. Hann hefur ekkert rætt um það opinberlega hvenær hann muni kveðja fótboltann. „Ég veit að rétti tímapunkturinn verður þegar ég er ekki að skila mínu til liðsins. Ef ég er ekki að njóta mín eða að hjálpa liðsfélögunum þá mun ég hætta,“ sagði Lionel Messi við MBC hlaðvarpið Big Time Podcast. ESPN segir frá. „Ég er sjálfsgagnrýninn. Ég veit hvenær ég er að standa mig vel og hvenær ég spila illa. Þegar ég finn það á sjálfum mér að það sé kominn tími til að taka þetta skref þá mun ég taka það án þess að pæla í því hvað ég er gamall. Ef mér líður vel þá mun ég alltaf reyna að halda áfram að keppa því það er það sem ég hef gaman af og það er eitthvað sem ég kann,“ sagði Messi. Messi vann áttunda Gullhnöttinn sinn á síðasta ári og leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils í desember 2022. Það er búist við því að hann spili með Argentínu í Copa America í sumar. „Hefðu hlutirnir ekki farið eins og þeir fóru á HM þá hefði ég hætt í landsliðinu,“ sagði Messi. Hann er að glíma við tognun í læri og var því ekki með argentínska landsliðinu í tveimur leikjum í þessum landsleikjaglugga. Messi y su futuro a nivel deportivo Big Time Podcast pic.twitter.com/mKLSsiyDDU— Diario Olé (@DiarioOle) March 27, 2024 Argentína Mest lesið Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Sjáðu fyrsta níu pílna leikinn á HM Sport Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Enski boltinn Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Sjá meira
Argentínski landsliðsfyrirliðinn er orðinn 36 ára gamall og samningur hans við Inter Miami nær til desember 2025. Hann hefur ekkert rætt um það opinberlega hvenær hann muni kveðja fótboltann. „Ég veit að rétti tímapunkturinn verður þegar ég er ekki að skila mínu til liðsins. Ef ég er ekki að njóta mín eða að hjálpa liðsfélögunum þá mun ég hætta,“ sagði Lionel Messi við MBC hlaðvarpið Big Time Podcast. ESPN segir frá. „Ég er sjálfsgagnrýninn. Ég veit hvenær ég er að standa mig vel og hvenær ég spila illa. Þegar ég finn það á sjálfum mér að það sé kominn tími til að taka þetta skref þá mun ég taka það án þess að pæla í því hvað ég er gamall. Ef mér líður vel þá mun ég alltaf reyna að halda áfram að keppa því það er það sem ég hef gaman af og það er eitthvað sem ég kann,“ sagði Messi. Messi vann áttunda Gullhnöttinn sinn á síðasta ári og leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils í desember 2022. Það er búist við því að hann spili með Argentínu í Copa America í sumar. „Hefðu hlutirnir ekki farið eins og þeir fóru á HM þá hefði ég hætt í landsliðinu,“ sagði Messi. Hann er að glíma við tognun í læri og var því ekki með argentínska landsliðinu í tveimur leikjum í þessum landsleikjaglugga. Messi y su futuro a nivel deportivo Big Time Podcast pic.twitter.com/mKLSsiyDDU— Diario Olé (@DiarioOle) March 27, 2024
Argentína Mest lesið Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Sjáðu fyrsta níu pílna leikinn á HM Sport Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Enski boltinn Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks „Vissi hvað ég var að fara út í“ Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Sjá meira