Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Árni Sæberg skrifar 26. mars 2024 12:15 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. Vísitala neysluverðs hækkaði umfram allar opinberar spár og spár greinenda. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hækkunina þó ekki endilega koma á óvart. „Það sem gerðist í millitíðinni var að það kom mæling á þróun íbúðaverðs frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem sýndi að íbúðaverð hækkaði meira á milli mánaða heldur en við og aðrir höfðum gert ráð fyrir. Íbúðaverð hefur töluverð áhrif á á verðbólgumælinguna eins og við þekkjum úr umræðunni og frávikið frá okkar spá, við spáðum 0,5 prósenta hækkun, reyndin var 0,8 prósent milli mánaða, skýrist nær eingöngu af þessum mun. Aðrir liðir voru í stórum dráttum að hegða sér með líku lagi og við gerðum ráð fyrir.“ Nýja vísitalan átti ekki að hafa áhrif Fyrir viku var greint frá því að ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hafði hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá HMS var áréttað að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefði ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar væru byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS. Halda húsnæðisliðnum inni en breyta útreikningi Í tilkynningu Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs í morgun var tilkynnt um að frá og með júní verði hætt að nota íbúðaverð sem grunn fyrir útreikning á húsnæðislið vísitölunnar. Frekar verði stuðst við leiguverð. Í greinargerð um innleiðingu á nýrri aðferðarfræði segir að Hagstofa Íslands hafi um nokkurt skeið unnið að endurskoðun á húsnæðislið fyrir vísitölu neysluverðs. Aðferð einfalds notendakostnaðar, sem notuð hefur verið til að meta reiknaða húsaleigu, hafi í grundvallaratriðum reynst vel þegar litið er til lengri tíma þróunar. Til skamms tíma hafi hins vegar komið fram frávik sem yfirleitt hafi mátt rekja til þróunar á fjármálamarkaði sem hafi haft veruleg áhrif á reiknuðu húsaleiguna. Það sé mat Hagstofunnar að þessi frávik séu of mikil til þess að hægt sé að réttlæta óbreytta aðferð. Ítarleg gögn um leigumarkaðinn geri það að verkum að hægt er að byggja líkan fyrir reiknaða húsaleigu á þann hátt að það nái til alls íbúðarhúsnæðis sem er í eigin notkun. Með slíku líkani megi meta verðbreytingu á reiknaðri húsalegu þannig að samræmi sé tryggt milli verðþróunar á leigumarkaði og notkunar eigin húsnæðis, óháð skammtímasveiflum á fjármálamarkaði. Jákvæð breyting „Þetta þýðir vonandi og væntanlega að sveiflur í þessum lið verða minni heldur en þær hafa verið á. Hann verður fyrirsjáanlegri, það verður auðveldara að skilja hann og líklega mun hækkunin af hans völdum verða minni þegar kemur fram á árið heldur en hefði orðið. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt að sú breyting sé framundan í júní,“ segir Jón Bjarki. Býst áfram við stýrivaxtalækkunum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í síðustu viku að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Margir höfðu kallað eftir því að vextir yrðu lækkaðir og ýmsir greinendur spáð því að vaxtalækkunarferlið hæfist, þar á meðal Jón Bjarki. Seðlabankastjóri sagði hins vegar verðbólguna enn of mikla. Jón Bjarki segir þráláta verðbólgu og háar verðbólguvæntingar vissulega gild rök fyrir því að halda stýrivöxtum óbreyttum og tíðindi dagsins séu lóð á þá vogarskál, allavega tímabundið. „Það breytir ekki því að eftir sem áður virðist okkur sem verðbólga muni halda áfram að hjaðna, þrátt fyrir þetta skammvinna bakslag, þegar lenga kemur fram á árið. Það samfara því að hagkerfið er að kólna hratt eru á endanum, allavega að mínu mati, gildari rök fyrir því að lækka vexti. Vonandi og væntanlega mun koma að því fyrr en seinna.“ Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Íslandsbanki Tengdar fréttir Verðbólga eykst á ný Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina. 26. mars 2024 09:13 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði umfram allar opinberar spár og spár greinenda. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hækkunina þó ekki endilega koma á óvart. „Það sem gerðist í millitíðinni var að það kom mæling á þróun íbúðaverðs frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem sýndi að íbúðaverð hækkaði meira á milli mánaða heldur en við og aðrir höfðum gert ráð fyrir. Íbúðaverð hefur töluverð áhrif á á verðbólgumælinguna eins og við þekkjum úr umræðunni og frávikið frá okkar spá, við spáðum 0,5 prósenta hækkun, reyndin var 0,8 prósent milli mánaða, skýrist nær eingöngu af þessum mun. Aðrir liðir voru í stórum dráttum að hegða sér með líku lagi og við gerðum ráð fyrir.“ Nýja vísitalan átti ekki að hafa áhrif Fyrir viku var greint frá því að ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hafði hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá HMS var áréttað að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefði ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar væru byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS. Halda húsnæðisliðnum inni en breyta útreikningi Í tilkynningu Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs í morgun var tilkynnt um að frá og með júní verði hætt að nota íbúðaverð sem grunn fyrir útreikning á húsnæðislið vísitölunnar. Frekar verði stuðst við leiguverð. Í greinargerð um innleiðingu á nýrri aðferðarfræði segir að Hagstofa Íslands hafi um nokkurt skeið unnið að endurskoðun á húsnæðislið fyrir vísitölu neysluverðs. Aðferð einfalds notendakostnaðar, sem notuð hefur verið til að meta reiknaða húsaleigu, hafi í grundvallaratriðum reynst vel þegar litið er til lengri tíma þróunar. Til skamms tíma hafi hins vegar komið fram frávik sem yfirleitt hafi mátt rekja til þróunar á fjármálamarkaði sem hafi haft veruleg áhrif á reiknuðu húsaleiguna. Það sé mat Hagstofunnar að þessi frávik séu of mikil til þess að hægt sé að réttlæta óbreytta aðferð. Ítarleg gögn um leigumarkaðinn geri það að verkum að hægt er að byggja líkan fyrir reiknaða húsaleigu á þann hátt að það nái til alls íbúðarhúsnæðis sem er í eigin notkun. Með slíku líkani megi meta verðbreytingu á reiknaðri húsalegu þannig að samræmi sé tryggt milli verðþróunar á leigumarkaði og notkunar eigin húsnæðis, óháð skammtímasveiflum á fjármálamarkaði. Jákvæð breyting „Þetta þýðir vonandi og væntanlega að sveiflur í þessum lið verða minni heldur en þær hafa verið á. Hann verður fyrirsjáanlegri, það verður auðveldara að skilja hann og líklega mun hækkunin af hans völdum verða minni þegar kemur fram á árið heldur en hefði orðið. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt að sú breyting sé framundan í júní,“ segir Jón Bjarki. Býst áfram við stýrivaxtalækkunum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í síðustu viku að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Margir höfðu kallað eftir því að vextir yrðu lækkaðir og ýmsir greinendur spáð því að vaxtalækkunarferlið hæfist, þar á meðal Jón Bjarki. Seðlabankastjóri sagði hins vegar verðbólguna enn of mikla. Jón Bjarki segir þráláta verðbólgu og háar verðbólguvæntingar vissulega gild rök fyrir því að halda stýrivöxtum óbreyttum og tíðindi dagsins séu lóð á þá vogarskál, allavega tímabundið. „Það breytir ekki því að eftir sem áður virðist okkur sem verðbólga muni halda áfram að hjaðna, þrátt fyrir þetta skammvinna bakslag, þegar lenga kemur fram á árið. Það samfara því að hagkerfið er að kólna hratt eru á endanum, allavega að mínu mati, gildari rök fyrir því að lækka vexti. Vonandi og væntanlega mun koma að því fyrr en seinna.“
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Íslandsbanki Tengdar fréttir Verðbólga eykst á ný Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina. 26. mars 2024 09:13 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Verðbólga eykst á ný Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina. 26. mars 2024 09:13