Fótbolti

Kjartan vildi ekki sýna þjóðinni puttann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var létt í Stefáni og Kjartani á leikdegi.
Það var létt í Stefáni og Kjartani á leikdegi.

Það er leikdagur í Wroclaw. Þessi er af stærri gerðinni. Það er farmiði á EM í boði fyrir liðið sem vinnur leik Íslands og Úkraínu í kvöld.

Okkar menn í Wroclaw, Stefán Árni Pálsson og Kjartan Henry Finnbogason, hafa fylgt landsliðinu eftir síðustu daga. Þeir settust niður með kaffibolla og spáðu í spilin fyrir kvöldið. Þeir ræddu meðal annars putta Kjartans í lok þáttar sem var sérstakt.

Ísland er að mæta mun sterkara liði en Ísrael og það verður líklega á brattann að sækja gegn sterku liði Úkraínu. Það er reyndar staða sem íslenska liðið þekkir vel og hefur oft gengið vel að glíma við sterk lið þegar allt er undir.

Klippa: Leikdagur í Wroclaw

Nokkur hundruð Íslendingar verða á vellinum í kvöld en þeir mega sín örugglega lítils gegn um 20 þúsund Úkraínumönnum sem eru væntanlegir á svæðið. Þeir gætu reyndar hæglega orðið mun fleiri.

Horfa má á þáttinn hér að ofan en einnig hlusta á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum á hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu.

Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 19.45 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.


Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×