Erlent

ISIS birtir hryllingsmyndbönd af á­rásinni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Enn er leitað að fólki innan um rústir tónleikahússins.
Enn er leitað að fólki innan um rústir tónleikahússins. getty

Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina.

Fréttaveita sem tengist íslamska ríkinu, Amaq, birti myndböndin sem sýna upptöku árásarmannanna sjálfra, þegar þeir réðust til atlögu inni í tónleikahöllinni. Mennirnir gengu á eftir tónleikagestum, bæði inni í sal og í anddyri, og skutu á þá af stuttu færi. Á einum tímapunkti heyrist í einum þeirra skipa öðrum fyrir um að „skjóta fólkið og sýna enga miskunn“.

Þjóðarsorg ríkir í Rússlandi vegna árásarinnar, sem er sú skæðasta á tveimur áratugum. Auk hinna látnu eru um 154 særðir. Búist er við því að tala látinna hækki vegna þeirra sem eru í lífshættu eftir árásina.

Margir hafa lagt leið sína að tónleikahöllinni með blóm til að minnast þeirra látnu. Á meðan leita viðbragðsaðilar enn hinna látnu innan um rústir tónleikahússins. 

Sendiráð í Moskvu hafa sent Rússum samúðarkveðjur og lækkað fána sína að húni til minningar um fórnarlömb árásarinnar. 

Pútín Rússlandsforseti gaf það út í gær að 11 manns hefðu verið handteknir, þar á meðal fjórir menn sem grunaðir eru um að hafa framkvæmt árásina. Hann hélt því einnig fram, án þess að færa fyrir því nokkrar sönnur, að mennirnir hafi ætlað sér að flýja beinustu leið til Úkraínu. 


Tengdar fréttir

Minnst 133 látnir og fjórir grunaðir handteknir

Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið ellefu í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi. Fjórir þeirra handteknu eru grunaðir um aðild að árásinni, en í henni létust að minnsta kosti 133. 

Minnst 133 látnir og fjórir grunaðir handteknir

Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið ellefu í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi. Fjórir þeirra handteknu eru grunaðir um aðild að árásinni, en í henni létust að minnsta kosti 133. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×