Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 13:43 Flugvél með merkjum Ernis á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Vísir/Vilhelm Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“ Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“
Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38