Býður viðskiptavinum upp á klippingu í algerri þögn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2024 19:41 Styrmir Sigurðsson, hárgreiðslumaður á Space hárstofu í Kópavogi, býður viðskiptavinum sínum upp á þá nýjung að fá klippingu án nokkurs einasta kurteisishjals. Hann segir marga njóta þess að láta dekra við sig í algerri þögn. Þótt Styrmir sé góður í þögninni þá er hann líka mjög skemmtilegur og spjallaralegur en hann leyfir viðskiptavinum sínum að stjórna ferðinni. Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“ Hár og förðun Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“
Hár og förðun Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira