Býður viðskiptavinum upp á klippingu í algerri þögn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2024 19:41 Styrmir Sigurðsson, hárgreiðslumaður á Space hárstofu í Kópavogi, býður viðskiptavinum sínum upp á þá nýjung að fá klippingu án nokkurs einasta kurteisishjals. Hann segir marga njóta þess að láta dekra við sig í algerri þögn. Þótt Styrmir sé góður í þögninni þá er hann líka mjög skemmtilegur og spjallaralegur en hann leyfir viðskiptavinum sínum að stjórna ferðinni. Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“ Hár og förðun Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“
Hár og förðun Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira