Albert dró verulega úr áhyggjum UEFA Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 11:01 Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael og fagnar hér frábæru aukaspyrnumarki með Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Getty/David Balogh Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá til þess í gærkvöld að Ísrael muni ekki spila í lokakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Það einfaldar verulega skipulag öryggisgæslu á mótinu. Þökk sé þrennu og stórleik Alberts Guðmundssonar þá vann Ísland 4-1 sigur gegn Ísrael í Búdapest í gærkvöld, í undanúrslitum EM-umspilsins, og tryggði sér úrslitaleik við Úkraínu í Póllandi á þriðjudaginn. Íþróttamiðillinn virti ESPN hefur eftir heimildamanni hjá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) að hefði Ísrael komist inn á EM þá hefði það „gjörbreytt flækjustiginu varðandi skipulag öryggisgæslu“, í ljósi stríðsins á Gasa-svæðinu. Ísland hafi hins vegar séð til þess að þessar áhyggjur plagi menn ekki lengur í höfuðstöðvum UEFA. Aflýstu leiknum við Bosníu Til stóð að tapliðin í undanúrslitum EM-umspilsins myndu mætast á þriðjudaginn í vináttulandsleik. Þannig hefði Bosnía tekið á móti Ísrael í vináttulandsleik í Sarajevo. Eftir úrslit leikjanna í gær og vegna ótryggs ástands var hins vegar ákveðið að aflýsa þeim leik, segir í frétt One í Ísrael. Shino Zoertz, formaður ísraelska knattspyrnusambandsins, staðfesti þetta: „Vegna þrúgandi aðstæðna þá hafði UEFA samband við mig eftir að úrslitin lágu fyrir og spurði hvort við værum til í að hætta við leikinn við Bosníu, sem var í raun orðinn óþarfur fyrir bæði lið. Það er leitt því ég er viss um að bosníska sambandið hefði orðið góður gestgjafi en vegna aðstæðna þá samþykkti ég þetta.“ Í heimaleikjabanni en mega spila Leikur Íslands og Ísraels í gærkvöld fór fram í Ungverjalandi en ekki í Ísrael, vegna stríðsins, en ísraelska landsliðið hefur fengið að hafa Búdapest sem sitt annað heimili frá því að stríðið hófst í október. UEFA hefur bannað öllum liðum Ísraels, bæði félags- og landsliðum, að spila í Ísrael og var leikurinn við Ísland þriðji „heimaleikur“ þjóðarinnar í ungversku höfuðborginni. Félagslið Ísraels eru í sömu stöðu. Maccabi Tel Aviv náði að mæta Breiðabliki í Ísrael í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 21. september, áður en stríðið hófst, en hefur síðan spilað heimaleiki sína í Serbíu og féll þar úr keppni fyrir rúmri viku, gegn Olympiacos, þrátt fyrir að hafa unnið útileikinn 4-1. Heimaleikur liðsins fór einnig 4-1 og Olympiacos vann í framlengingu. Ísrael hefur verið aðili að Knattspyrnusambandi Evrópu síðustu þrjá áratugi, þrátt fyrir að landið sé utan Evrópu, eftir að liðinu var meinuð þátttaka í keppnum Knattspyrnusambands Asíu. Nokkrar þjóðir, þar á meðal Kúvæt og Norður-Kórea, höfðu þá neitað að spila gegn Ísraelum. Knattspyrnusamband Vestur-Asíu, sem telur tólf þjóðir, krafðist þess í opnu bréfi til FIFA og UEFA fyrir tveimur mánuðum að ísraelsk lið yrðu bönnuð frá allri keppni. Að sambandinu eiga meðal annars aðild Jórdanía, Palestína, Katar, Sádi Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Theodore Theodoridis, aðalritari UEFA, hefur hins vegar sagt að enginn vilji sé hjá stjórn UEFA til að setja Ísraela í keppnisbann, líkt og gert var við Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Sagði hann um tvö gjörólík tilvik að ræða. Möguleiki Ísraela á að spila á EM var því galopinn þar til að liðið tapaði fyrir Íslandi í gærkvöld. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Albert fyrstur til að skora tvær þrennur fyrir Ísland Albert Guðmundsson varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í fótbolta sem nær að skora tvær þrennur fyrir Ísland. 22. mars 2024 10:01 Ungstirnið brjálað eftir tapið gegn Íslandi og ljót hróp rannsökuð Hinn 19 ára gamli Oscar Gloukh, vonarstjarna Ísraela og leikmaður RB Salzburg, var vægast sagt illur eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Hann strunsaði inn til búningsklefa og lét ljót orð falla í leikmannagöngunum. 22. mars 2024 09:31 Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Þökk sé þrennu og stórleik Alberts Guðmundssonar þá vann Ísland 4-1 sigur gegn Ísrael í Búdapest í gærkvöld, í undanúrslitum EM-umspilsins, og tryggði sér úrslitaleik við Úkraínu í Póllandi á þriðjudaginn. Íþróttamiðillinn virti ESPN hefur eftir heimildamanni hjá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) að hefði Ísrael komist inn á EM þá hefði það „gjörbreytt flækjustiginu varðandi skipulag öryggisgæslu“, í ljósi stríðsins á Gasa-svæðinu. Ísland hafi hins vegar séð til þess að þessar áhyggjur plagi menn ekki lengur í höfuðstöðvum UEFA. Aflýstu leiknum við Bosníu Til stóð að tapliðin í undanúrslitum EM-umspilsins myndu mætast á þriðjudaginn í vináttulandsleik. Þannig hefði Bosnía tekið á móti Ísrael í vináttulandsleik í Sarajevo. Eftir úrslit leikjanna í gær og vegna ótryggs ástands var hins vegar ákveðið að aflýsa þeim leik, segir í frétt One í Ísrael. Shino Zoertz, formaður ísraelska knattspyrnusambandsins, staðfesti þetta: „Vegna þrúgandi aðstæðna þá hafði UEFA samband við mig eftir að úrslitin lágu fyrir og spurði hvort við værum til í að hætta við leikinn við Bosníu, sem var í raun orðinn óþarfur fyrir bæði lið. Það er leitt því ég er viss um að bosníska sambandið hefði orðið góður gestgjafi en vegna aðstæðna þá samþykkti ég þetta.“ Í heimaleikjabanni en mega spila Leikur Íslands og Ísraels í gærkvöld fór fram í Ungverjalandi en ekki í Ísrael, vegna stríðsins, en ísraelska landsliðið hefur fengið að hafa Búdapest sem sitt annað heimili frá því að stríðið hófst í október. UEFA hefur bannað öllum liðum Ísraels, bæði félags- og landsliðum, að spila í Ísrael og var leikurinn við Ísland þriðji „heimaleikur“ þjóðarinnar í ungversku höfuðborginni. Félagslið Ísraels eru í sömu stöðu. Maccabi Tel Aviv náði að mæta Breiðabliki í Ísrael í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu 21. september, áður en stríðið hófst, en hefur síðan spilað heimaleiki sína í Serbíu og féll þar úr keppni fyrir rúmri viku, gegn Olympiacos, þrátt fyrir að hafa unnið útileikinn 4-1. Heimaleikur liðsins fór einnig 4-1 og Olympiacos vann í framlengingu. Ísrael hefur verið aðili að Knattspyrnusambandi Evrópu síðustu þrjá áratugi, þrátt fyrir að landið sé utan Evrópu, eftir að liðinu var meinuð þátttaka í keppnum Knattspyrnusambands Asíu. Nokkrar þjóðir, þar á meðal Kúvæt og Norður-Kórea, höfðu þá neitað að spila gegn Ísraelum. Knattspyrnusamband Vestur-Asíu, sem telur tólf þjóðir, krafðist þess í opnu bréfi til FIFA og UEFA fyrir tveimur mánuðum að ísraelsk lið yrðu bönnuð frá allri keppni. Að sambandinu eiga meðal annars aðild Jórdanía, Palestína, Katar, Sádi Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Theodore Theodoridis, aðalritari UEFA, hefur hins vegar sagt að enginn vilji sé hjá stjórn UEFA til að setja Ísraela í keppnisbann, líkt og gert var við Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Sagði hann um tvö gjörólík tilvik að ræða. Möguleiki Ísraela á að spila á EM var því galopinn þar til að liðið tapaði fyrir Íslandi í gærkvöld. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Albert fyrstur til að skora tvær þrennur fyrir Ísland Albert Guðmundsson varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í fótbolta sem nær að skora tvær þrennur fyrir Ísland. 22. mars 2024 10:01 Ungstirnið brjálað eftir tapið gegn Íslandi og ljót hróp rannsökuð Hinn 19 ára gamli Oscar Gloukh, vonarstjarna Ísraela og leikmaður RB Salzburg, var vægast sagt illur eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Hann strunsaði inn til búningsklefa og lét ljót orð falla í leikmannagöngunum. 22. mars 2024 09:31 Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Albert fyrstur til að skora tvær þrennur fyrir Ísland Albert Guðmundsson varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í fótbolta sem nær að skora tvær þrennur fyrir Ísland. 22. mars 2024 10:01
Ungstirnið brjálað eftir tapið gegn Íslandi og ljót hróp rannsökuð Hinn 19 ára gamli Oscar Gloukh, vonarstjarna Ísraela og leikmaður RB Salzburg, var vægast sagt illur eftir tapið gegn Íslandi í gærkvöld. Hann strunsaði inn til búningsklefa og lét ljót orð falla í leikmannagöngunum. 22. mars 2024 09:31
Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42
Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 22:12