Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 07:00 Davíð sagðist endurtekið myndu hætta að bjóða upp á heitan mat á Pho Vietnamese enda aðeins með leyfi fyrir kaffihúsi Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. Eigandinn Davíð Viðarsson er á meðal sex sem sæta gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintu vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi. Rauði þráðurinn í rannsókninni eru þrifafyrirtækið Vy-þrif, veitingastaðirnir Pho Vietnam og Wok On auk umfangsmikilla fasteignaviðskipta Davíðs. Fréttastofa hefur undir höndum skýrslur úr endurteknum eftirlitsferðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á Pho Vietnamese Restaurant á Laugavegi 27 á árunum 2016 til 2019. Davíð Viðarsson, áður Quang Le, keypti fasteignina í kjallara hússins og fékk leyfi fyrir rekstur á kaffihúsi. Heilbrigðiseftirlitið mætti í heimsókn í kjallarann á Laugavegi 27, þar sem Vínstúkan er rekin í dag, þar 5. ágúst 2016 en um reglubundið eftirlit var að ræða. Davíð Viðarsson var á staðnum sem hafði fengið leyfi fyrir einföldum veitingum í mat og drykk þar sem aðaláherslan var á kaffiveitingar. Sá fyrir sér rekstur veitingahúss Fram kom að húsnæðið væri ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Lager og starfsmannaaðstaða var í öðru húsnæði í bakrými og loftræstingu var ábótavant. Í ljós kom að Davíð hafði hug á að breyta rekstrinum í veitingahús með fjölbreyttar veitingar. Þrátt fyrir það var ylvolg umsagnarbeiðni frá sýslumanni sem sýndi að um kaffihús yrði að ræða. Eftirlitsfulltrúi vakti athygli á því að vegna nábýlis við íbúðir og rekstur á efri hæðum hússins væri hætta á því að matarlykt bærist upp í íbúðirnar og myndu valda ónæði. Því þyrfti Davíð að sýna fram á hvernig tryggt væri að ólykt bærist ekki yfir í nærliggjandi húsakynni. Því var óskað eftir því að byggingarfulltrúi myndi kanna hvort húsnæðið væri í samræmi við samþykkt byggingarfulltrúa og gæfi svo umsögn svo eftirlitið geti metið hvort hægt væri að samþykkja starfsleyfi fyrir veitingahús. Kvartanir fóru að berast Nokkrum vikum síðar fór að bera á kvörtunum til heilbrigðiseftirlitsins á þá leið að verið væri að reka veitingahús í kjallaranum á Laugavegi þrátt fyrir að aðeins væri leyfi fyrir kaffihúsi. Í þremur heimsóknum eftirlitsins í október og nóvember 2016 voru slíkar kvartanir staðfestar. Var fólki á staðnum afhent eftirlitsskýrsla frá ágúst ásamt yfirlýsingu frá Davíð Viðarssyni um að aðeins yrði starfrækt kaffihús á staðnum. Var þetta ítrekað á veitingastaðnum og krafist að bætt yrði úr án tafar. Eldun á núðlum í fullum gangi Eftirlitið mætti í heimsókn milli jóla og nýárs 2016 vegna ítrekaðra kvartana frá íbúum hússins vegna lyktarmengunar, hávaða og að byrjað væri að elda á staðnum sem væri óheimilt. Aðeins væri leyfi fyrir léttum veitingum á borð við smurðar samlokur, tertur og kökur ásamt drykkjarvörum. Þetta hafði verið ítrekað á veitingastaðnum rúmum mánuði fyrr. Davíð Viðarsson var á staðnum á meðan eftirlitið skoðaði aðstöðuna. Þegar eftirlitsfólkið mætti á staðinn var ekki verið að baka tertur heldur var eldun á núðlum í fullum gangi. Þá var ýmis hrávara ætluð til eldunar á staðnum, svo sem humar, rækjur og nautakjöt. „Ljóst er að staðurinn er rekinn sem veitingahús með eldun þrátt fyrir að slíkt sé óheimilt,“ segir í skýrslu eftirlitsins. Þá kannaði eftirlitið ítrekað kvartanir vegna lyktarmengunar. Loftrás frá eldun var ekki samþykkt af byggingafulltrúa, loftop var beint úr eldhúsi úti í port í bakgarði sem jók þannig á lyktarmengun og ólykt fyrir nágranna. Þá hafði verið kvartað undan slæmri umgengni um sorp í bakgarði og var sú kvörtun staðfest. Ekki var hægt að staðfesta kvörtun um hávaða. Meðferð matvæla verulega ábótavant Eftirlitið gerði fjölmargar athugasemdir. Meðal annars allur búnaður til eldunar, sem væri ekki heimil, þar á meðal pottar fyrir hrísgrjón og djúpsteikingu. Fyrrnefndur háfur og hrávara. Engin rekjanleiki var á matvælum í kælum og Davíð gat ekki lagt fram nein skjöl varðandi viðskipti með matvæli. Engar dagsetningar voru á matvælum og umbúðir í kringum þau ekki í öllum tilfellum viðurkennd matvælasnertiefni. Davíð hafði engin skjöl varðandi umbúðirnar. Þá var meðferð matvæla verulega ábótavant. Borðbúnaðarvaskur var notaður sem matvælavaskur, handlaug einnig nýtt til að skola matvæli, matvörur og áhöld geymd á gólfi og tuskur lágu ofan á skornu grænmeti. Þá voru persónulegir munir í eldhúsi og afgreiðslu en þeir eiga að vera í starfsmannaaðstöðu. Þá gat Davíð ekki gert grein fyrir sorpílátum veitingastaðarins og kvaðst ekki vera með lykla að læstum sorpílátum í bakgarði. Þar var umgengni sömuleiðis ábótavant. Eftirlitið krafðist fjölmargra úrbóta tafarlaust og áætlunar þar um. Lofaði enn bót og betrun Davíð tilkynnti eftirlitsfólkinu aftur að hann ætlaði að hætta allri eldun á staðnum og bjóða einungis upp á smurðar samlokur, tertur og kökur ásamt drykkjarvörum. Davíð sagðist líka ætla að fjarlægja allar eldunargræjur af staðnum. Davíð ítrekaði að hann ætlaði að hætta allri eldun og fjarlægja græjur til þess. Starfsmaður Pho Vietnamese staðfesti við eftirlitið að hafa látið Davíð vita af fyrri athugasemdum eftirlitsins tveimur mánuðum fyrr. Hótaði eftirlitið því að yrði ekki farið að fyrirmælum yrði staðnum lokað. Höfðu selt heita rétti á síðasta sólarhring Daginn eftir mætti eftirlitið aftur í heimsókn til að fylgja eftir heimsókninni daginn áður. Það kom eftirlitsfólkinu í opna skjöldu að heitir réttir höfðu verið afgreiddir á staðnum eftir að eftirlitsfólkið yfirgaf Pho Vietnamese daginn á undan. Matvæli sem fyrirmæli höfðu verið gerð um að farga voru enn á staðnum. Eldunartæki sömuleiðis. Hrátt nautakjöt og rækjur væru enn að finna og engar rekjanleika- og geymsluþolsupplýsingar á matvælum í kælum. Ástand í eldhúsinu var svipað hvað varðaði þrif, þ.e. ekki nógu gott. Tveir kvenkyns starfsmenn kaffihússins voru viðstaddir sem töluðu enga íslensku og svo til enga ensku. Þær gátu lítið upplýst um rekstur staðarins, vissu ekki hvar sorpgeymslur væri að finna og voru ekki með lykla að geymslu í bakhúsi. Matvæli án rekjanleika Eftirlitsfólkið óskaði eftir því að Davíð kæmi á staðinn til að taka við bréfi um fyrirhugaða lokun staðarins og til að opna geymslu í bakgarði. Hann sagðist ekki vita um lyklana. Eftir að heilbrigðisfulltrúi hringdi í lásasmið og Davíð gerð grein fyrir því tókst honum að finna lyklana. Starfsmaður af Pho Vietnamese á Suðurlandsbraut væri á leiðinni með lykla og myndi opna bakhúsið. Davíð mætti á staðinn tveimur klukkustundum eftir að eftirlitsheimsóknin hófst og var honum afhent bréf um fyrirhugaða lokun staðarins. Sömuleiðis eftirlitsskýrslan frá deginum áður og afrit af yfirlýsingu Davíðs sjálfs um að ætla aðeins að reiða fram léttar veitingar á staðnum. Í bakhúsi kom í ljós mikið magn matvæla í kælum og frystum, öll meira og minna án rekjanleikaupplýsinga og geymsluþolsupplýsinga. Þá voru á staðnum ýmis tæki til eldunar og framleiðslu matvæla. Húsnæðið var ekki skráð sem hluti af matvælafyrirtækinu og var ólöglegur matvælalager. Matvælaöryggi væri því ekki tryggt. Aðstöðunni var lokað og hún innsigluð af eftirlitinu. Veitingastaðnum var einnig lokað og hann innsiglaður þar sem mikið vantaði upp á að matvælaöryggi væri tryggt á staðnum. Koma þurfi upp virku innra eftirliti -matvælaöryggiskerfi, starfsemina þurfi að laga að skilyrðum starfsleyfis, koma þurfi upp meindýravörnum og gera samning við sorphirðufyrirtæki. Tilteknar voru fjölmargar úrbætur sem þyrfti að gera tafarlaust. Eftirfarandi úrbætur þarf að gera tafarlaust: Á staðnum skal ekki vera nein hrávara til eldunar þar sem ekki er heimilt að elda á staðnum. Farga þarf öllum matvælum sem ekki uppfylla kröfur matvælalöggjafarinnar þar sem ekki liggja fyrir rekjanleika- og geymsluþolsupplýsingar. Fjarlægja skal eldunarbúnað frá staðnum sem og hrísgrjónapott. Þessi búnaður hefur ítrekað verið notaður í leyfisleysi. Samlokugrill er leyfilegt að hafa. Fjarlægja skal allt á veitingastað sem tilheyrir heitum mat. Öll matvæli í kælum eru ómerkt og er rekjanleiki matvæla því ekki tryggður. Þrifum er ábótavant. Fjarlægja skal alla persónulega muni úr eldhúsi. Þeir skulu vera í starfsmannaaðstöðu. Koma þarf upp innra eftirliti (þrifa- og hitastigsskráningum) og tryggja skal fræðslu og þjálfun starfsfólks í meðferð matvæla. Meindýravarnir eru ekki til staðar. Eigandi þarf að senda Heilbrigðiseftirlitinu afrit af samningi við sorpþjónustufyrirtæki. Bæta þarf umgengni í bakgarði. Eftirfarandi úrbætur þurfa m.a. að vera á úrbótaáætlun: Gera þarf áætlun um uppsetningu á öllum þáttum innra eftirlits. Gera þarf grein fyrir hvernig rekjanleiki matvæla er tryggður. Útvega þarf samræmisyfirlýsingar fyrir matvælasnertiefni úr plasti. Setja þarf hlífar yfir ljós í eldhúsi. Munaskápa vantar í fataskiptaaðstöðu. Matvælum úr bakhúsi fargað Tæpum tveimur vikum síðar mætti eftirlitið aftur á staðinn og rauf innsigli á bæði bakhúsi og kaffihúsinu. Matvælum í bakhúsi var fargað nema fimm kössum af rækjum sem voru merktar í lokuðum umbúðum frá framleiðanda. Davíð gat sýnt fram á uppruna þeirra með nótum úr bókhaldi fyrirtækis hans. Þá fylgdist eftirlitið með förgun matvæla hjá Sorpu. Kaffihúsinu var áfram lokað og vísað til fjölmargra krafna um úrbætur áður en það fengist opnað á nýjan leik. Skriflega heimild heilbrigðisfulltrúa þyrfti að liggja fyrir til þess að svo yrði. Daginn eftir var kominn nýr matseðill fyrir staðinn þar sem eingöngu var um að ræða kaffihús af einföldustu gerð. Búið var að taka til og þrífa, komin áætlun um þjálfun starfsfólks og meindýraeyðir var kynntur til leiks sem gerður yrði samningur við. Þá var kominn samningur við Vy-þrif um losun sorps frá staðnum. Í ljósi þessa gaf eftirlitið leyfi fyrir því að kaffihúsið yrði opnað á nýjan leik og starfsemi hafin. Þetta er í ársbyrjun 2017. Enn var matur eldaður Í júlí 2017 mætti eftirlitið enn á ný í heimsókn. Tilefnið var ítrekaðar kvartanir frá íbúum hússins vegna lyktarmengunar. Byrjað væri að elda á staðnum á nýjan leik. Við eftirlit kom í ljós að samkvæmt kassakvittunum á staðnum höfðu súpa og heitir réttir verið afgreiddir dagana 1. til 4. júlí. Hvorki bókari Pho Vietnamese né tveir starfsmenn gátu gefið haldbærar skýringar á því. Þá var samkvæmt kassakvittunum verið að selja matvæli á annarri kennitölu en þeirri sem hefði starfsleyfi í kjallaranum. Bókarinn sagði um mistök að ræða í bókhaldskerfinu og krafðist eftirlitið gögnum sem útskýrðu þetta. Staðinn mætti ekki opna á nýjan leik án skriflegs leyfis heilbrigðiseftirlitsins. Enn var á staðnum búnaður til að elda og sömuleiðis matseðlar fyrir heitum mat og súpum. Ýmir hrávara var á staðnum en mjög lítið af vöru fyrir samlokugerð. Litlar rekjanleikaupplýsingar voru á matvælum í kælum og starfsmenn gátu ekki lagt fram nein viðskiptaskjöl. Umbúðir utan um matvæli voru ekki í öllum tilfellum viðurkennd matvælasnertiefni og í eldhúsi og afgreiðslu var enn að finna persónulega muni. Bót og betrun enn lofað Bókarinn tilkynnti aftur, fyrir hönd Davíðs, að hann ætlaði að hætta allri eldun á staðnum, enn á ný. Aðeins yrði boðið upp á smurðar samlokur, tertur og kökur ásamt drykkjarvörum. Þá ætlaði hann að fjarlægja allar eldunargræjur. Þá benti eftirlitið á að Davíð hefði ítrekað verið gert grein fyrir því að starfsleyfi hans næði ekki til eldunar á staðnum eða reksturs veitingahúss. Hann hefði sjálfur lýst því yfir skriflega að aðeins yrði kaffihús rekið á staðnum. Þá staðfesti Berglind Ó. Þorsteinsdóttir, þáverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Pho, að Davíð hefði verið gerð grein fyrir því að eldun á staðnum væri óheimil í lok október. Enn fremur fyrir gildissviði starfsleyfisins sex sinnum vikurnar á undan. Var þeim tilkynnt að staðinn mætti ekki opna á ný nema með skriflegum leyfi eftirlitsins. Opnað án leyfis Tveimur dögum síðar var eftirlitið aftur mætt á Laugaveg 27. Kvörtun hafði borist því búið væri að opna staðinn og selja matvæli. Svo reyndist vera. Samlokur og drykkir voru til sölu án skriflegs leyfis eftirlitsins. Tvær konur voru á vaktinni og var óskað eftir því að Davíð eigandi mætti á svæðið sem hann gerði. Samkvæmt kassakvittunum hafði sala hafist daginn á undan. Enn var óljóst á hvaða kennitölu salan væri því á einni stæði Viatnemese Restaurant en á kortakvittunum Vietnamese Cuisine. Hráefni í frystikistu í bakhúsi höfðu verið fjarlægð en að örðu leyti var staðan í bakhúsi óbreytt. Matseðlar með heitum mat voru enn á staðnum. Súpuskeiðar og súpuskálar voru enn í bakhúsi. Miðað við kassakvittanir höfðu aðeins samlokur verið seldar á staðnum. Engar meindýravarnir væru til staðar. Fór svo að Heilbrigðiseftirlitið Reykjavíkur lokaði staðnum vegna ítrekaðra brota á starfsleyfi, starfsleyfisskilyrðum og fyrirmælum opinbers eftirlitsaðila. Óheimilt væri að opna staðinn á ný án skriflegs leyfis. Davíð var enn á ný gerð grein fyrir alvarleika brota hans sem og að þau gætu leitt til afturköllunar á starfsleyfi. Þá var hann upplýstur um að kæmi til fleiri brota yrði staðurinn innsiglaður af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og brotin kærð til lögreglu. Davíð sagðist ekki myndu opna á ný en þyrfti mögulega að leyfa hugsanlegum kaupendum að skoða staðinn en kaffihúsið væri til sölu. Nýr matseðill klár Í ágúst 2017 mætti eftirlitið svo í heimsókn en þá var búið að samþykkja nýjar teikningar hjá byggingafulltrúa þar sem starfsmannaaðstaða og lager var kominn í bakhús. Við hliðina var lagerrými og ræstiaðstaða. Var kominn nýr matseðill sem takmarkaðist við rekstur á kaffihúsi. Gaf eftirlitið grænt ljós á að staðurinn opnaði aftur með þeim skilyrðum að farið yrði í öllu eftir tilmælum úr fyrri skýrslum og bréfum og jákvæð umsögn byggingarfulltrúa lægi fyrir. Enn í nóvember reyndi Davíð að fá að opna staðinn. Framkvæmdastjóri Pho Vietnamese var á vettvangi á Laugavegi en í ljós kom að enn átti eftir að fá grænt ljós frá byggingafulltrúa. Enn þurfti að gera fleiri úrbætur áður en Davíð fengi að opna staðinn. Þrír í einkunn Einu og hálfu ári síðar, eða í apríl 2019, fór eftirlitið næst í heimsókn á Laugaveg 27. Þá virðist sem staðnum hafi fyrir einhverju síðan tekist að verða sér úti um leyfi til veitingahússrekturs. Fram kemur að veitingastaðurinn sé lítill þar sem allt hráefni komi tilbúið á staðinn. Einungis sé því um samsetningu og upphitun að ræða. Framkvæmdastjóri staðarins upplýsti að til stæði að hætta rekstri á staðnum og flytja í annað húsnæði á Laugaveginum. Eftirlitið tók staðinn út og fékk hann þrjá af fimm mögulegum í heildareinkunn. Honum var síðar lokað og opnaður á ný á Laugavegi 3 þar sem hann var rekinn allt þar til öllum stöðunum var lokað í aðgerðum lögreglu fyrir rúmum tveimur vikum. Fjölskylda og viðskiptafélagar undir grun Davíð er sem fyrr segir meðal sex sem sæta gæsluvarðhaldi fram í næstu viku vegna lögreglurannsóknar sem náði hámarki með húsleit á 25 stöðum og handtökum þriðjudaginn 5. mars. Maki Davíðs til margra ára er einnig í varðhaldi, bróðir Davíðs og eiginkona bróðurins auk bókara og föður hennar. Davíð, lengst til hægri, við hlið bróður síns Min Tuan Le og foreldranna Van Dung Le og An Thi Vu. Bræðurnir sæta gæsluvarðhaldi og foreldrarnir eru á meðal sakborninga. Þrír til viðbótar eru með stöðu sakbornings; foreldrar Davíðs og fyrrverandi eigandi Wok On - Kristján Ólafur Sigríðarson sem seldi Wok On til Davíðs í upphafi árs. Hann hefur ekki viljað tjá sig um viðskiptin við Davíð. Meðal þess sem Davíð og hin átta eru grunuð um er aðild að vinnumansali. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólkið er talið hafa greitt Davíð sjö til átta milljónir fyrir að fá útvegað dvalarleyfi á Íslandi. Það hafi svo unnið mun lengri vinnudaga og fleiri daga en fram kom í starfsmannasamningi. Þá hafi fólkið greitt hluta af lágum launum sínum aftur til Davíðs í reiðufé. Málið hefur verið á forsíðum fjölmiðla síðan í byrjun október þegar í ljós kom að fleiri tonn af matvælum hefðu fundist í ólöglegum matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni í Reykjavík. Dauðar rottur og rottuskítur voru í geymslunni þegar heilbrigðiseftirlitið mætti óvænt til að kynna sér málið. Starfsfólk hvarf á hlaupum og reyndi svo við förgun matvæla að koma þeim undan. Á lagernum voru vísbendingar um að fólk hefði gist þar en dýnur og uppsett tjald var í geymslunni. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Heilbrigðiseftirlit Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 14. mars 2024 21:22 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Eigandinn Davíð Viðarsson er á meðal sex sem sæta gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintu vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi. Rauði þráðurinn í rannsókninni eru þrifafyrirtækið Vy-þrif, veitingastaðirnir Pho Vietnam og Wok On auk umfangsmikilla fasteignaviðskipta Davíðs. Fréttastofa hefur undir höndum skýrslur úr endurteknum eftirlitsferðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á Pho Vietnamese Restaurant á Laugavegi 27 á árunum 2016 til 2019. Davíð Viðarsson, áður Quang Le, keypti fasteignina í kjallara hússins og fékk leyfi fyrir rekstur á kaffihúsi. Heilbrigðiseftirlitið mætti í heimsókn í kjallarann á Laugavegi 27, þar sem Vínstúkan er rekin í dag, þar 5. ágúst 2016 en um reglubundið eftirlit var að ræða. Davíð Viðarsson var á staðnum sem hafði fengið leyfi fyrir einföldum veitingum í mat og drykk þar sem aðaláherslan var á kaffiveitingar. Sá fyrir sér rekstur veitingahúss Fram kom að húsnæðið væri ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Lager og starfsmannaaðstaða var í öðru húsnæði í bakrými og loftræstingu var ábótavant. Í ljós kom að Davíð hafði hug á að breyta rekstrinum í veitingahús með fjölbreyttar veitingar. Þrátt fyrir það var ylvolg umsagnarbeiðni frá sýslumanni sem sýndi að um kaffihús yrði að ræða. Eftirlitsfulltrúi vakti athygli á því að vegna nábýlis við íbúðir og rekstur á efri hæðum hússins væri hætta á því að matarlykt bærist upp í íbúðirnar og myndu valda ónæði. Því þyrfti Davíð að sýna fram á hvernig tryggt væri að ólykt bærist ekki yfir í nærliggjandi húsakynni. Því var óskað eftir því að byggingarfulltrúi myndi kanna hvort húsnæðið væri í samræmi við samþykkt byggingarfulltrúa og gæfi svo umsögn svo eftirlitið geti metið hvort hægt væri að samþykkja starfsleyfi fyrir veitingahús. Kvartanir fóru að berast Nokkrum vikum síðar fór að bera á kvörtunum til heilbrigðiseftirlitsins á þá leið að verið væri að reka veitingahús í kjallaranum á Laugavegi þrátt fyrir að aðeins væri leyfi fyrir kaffihúsi. Í þremur heimsóknum eftirlitsins í október og nóvember 2016 voru slíkar kvartanir staðfestar. Var fólki á staðnum afhent eftirlitsskýrsla frá ágúst ásamt yfirlýsingu frá Davíð Viðarssyni um að aðeins yrði starfrækt kaffihús á staðnum. Var þetta ítrekað á veitingastaðnum og krafist að bætt yrði úr án tafar. Eldun á núðlum í fullum gangi Eftirlitið mætti í heimsókn milli jóla og nýárs 2016 vegna ítrekaðra kvartana frá íbúum hússins vegna lyktarmengunar, hávaða og að byrjað væri að elda á staðnum sem væri óheimilt. Aðeins væri leyfi fyrir léttum veitingum á borð við smurðar samlokur, tertur og kökur ásamt drykkjarvörum. Þetta hafði verið ítrekað á veitingastaðnum rúmum mánuði fyrr. Davíð Viðarsson var á staðnum á meðan eftirlitið skoðaði aðstöðuna. Þegar eftirlitsfólkið mætti á staðinn var ekki verið að baka tertur heldur var eldun á núðlum í fullum gangi. Þá var ýmis hrávara ætluð til eldunar á staðnum, svo sem humar, rækjur og nautakjöt. „Ljóst er að staðurinn er rekinn sem veitingahús með eldun þrátt fyrir að slíkt sé óheimilt,“ segir í skýrslu eftirlitsins. Þá kannaði eftirlitið ítrekað kvartanir vegna lyktarmengunar. Loftrás frá eldun var ekki samþykkt af byggingafulltrúa, loftop var beint úr eldhúsi úti í port í bakgarði sem jók þannig á lyktarmengun og ólykt fyrir nágranna. Þá hafði verið kvartað undan slæmri umgengni um sorp í bakgarði og var sú kvörtun staðfest. Ekki var hægt að staðfesta kvörtun um hávaða. Meðferð matvæla verulega ábótavant Eftirlitið gerði fjölmargar athugasemdir. Meðal annars allur búnaður til eldunar, sem væri ekki heimil, þar á meðal pottar fyrir hrísgrjón og djúpsteikingu. Fyrrnefndur háfur og hrávara. Engin rekjanleiki var á matvælum í kælum og Davíð gat ekki lagt fram nein skjöl varðandi viðskipti með matvæli. Engar dagsetningar voru á matvælum og umbúðir í kringum þau ekki í öllum tilfellum viðurkennd matvælasnertiefni. Davíð hafði engin skjöl varðandi umbúðirnar. Þá var meðferð matvæla verulega ábótavant. Borðbúnaðarvaskur var notaður sem matvælavaskur, handlaug einnig nýtt til að skola matvæli, matvörur og áhöld geymd á gólfi og tuskur lágu ofan á skornu grænmeti. Þá voru persónulegir munir í eldhúsi og afgreiðslu en þeir eiga að vera í starfsmannaaðstöðu. Þá gat Davíð ekki gert grein fyrir sorpílátum veitingastaðarins og kvaðst ekki vera með lykla að læstum sorpílátum í bakgarði. Þar var umgengni sömuleiðis ábótavant. Eftirlitið krafðist fjölmargra úrbóta tafarlaust og áætlunar þar um. Lofaði enn bót og betrun Davíð tilkynnti eftirlitsfólkinu aftur að hann ætlaði að hætta allri eldun á staðnum og bjóða einungis upp á smurðar samlokur, tertur og kökur ásamt drykkjarvörum. Davíð sagðist líka ætla að fjarlægja allar eldunargræjur af staðnum. Davíð ítrekaði að hann ætlaði að hætta allri eldun og fjarlægja græjur til þess. Starfsmaður Pho Vietnamese staðfesti við eftirlitið að hafa látið Davíð vita af fyrri athugasemdum eftirlitsins tveimur mánuðum fyrr. Hótaði eftirlitið því að yrði ekki farið að fyrirmælum yrði staðnum lokað. Höfðu selt heita rétti á síðasta sólarhring Daginn eftir mætti eftirlitið aftur í heimsókn til að fylgja eftir heimsókninni daginn áður. Það kom eftirlitsfólkinu í opna skjöldu að heitir réttir höfðu verið afgreiddir á staðnum eftir að eftirlitsfólkið yfirgaf Pho Vietnamese daginn á undan. Matvæli sem fyrirmæli höfðu verið gerð um að farga voru enn á staðnum. Eldunartæki sömuleiðis. Hrátt nautakjöt og rækjur væru enn að finna og engar rekjanleika- og geymsluþolsupplýsingar á matvælum í kælum. Ástand í eldhúsinu var svipað hvað varðaði þrif, þ.e. ekki nógu gott. Tveir kvenkyns starfsmenn kaffihússins voru viðstaddir sem töluðu enga íslensku og svo til enga ensku. Þær gátu lítið upplýst um rekstur staðarins, vissu ekki hvar sorpgeymslur væri að finna og voru ekki með lykla að geymslu í bakhúsi. Matvæli án rekjanleika Eftirlitsfólkið óskaði eftir því að Davíð kæmi á staðinn til að taka við bréfi um fyrirhugaða lokun staðarins og til að opna geymslu í bakgarði. Hann sagðist ekki vita um lyklana. Eftir að heilbrigðisfulltrúi hringdi í lásasmið og Davíð gerð grein fyrir því tókst honum að finna lyklana. Starfsmaður af Pho Vietnamese á Suðurlandsbraut væri á leiðinni með lykla og myndi opna bakhúsið. Davíð mætti á staðinn tveimur klukkustundum eftir að eftirlitsheimsóknin hófst og var honum afhent bréf um fyrirhugaða lokun staðarins. Sömuleiðis eftirlitsskýrslan frá deginum áður og afrit af yfirlýsingu Davíðs sjálfs um að ætla aðeins að reiða fram léttar veitingar á staðnum. Í bakhúsi kom í ljós mikið magn matvæla í kælum og frystum, öll meira og minna án rekjanleikaupplýsinga og geymsluþolsupplýsinga. Þá voru á staðnum ýmis tæki til eldunar og framleiðslu matvæla. Húsnæðið var ekki skráð sem hluti af matvælafyrirtækinu og var ólöglegur matvælalager. Matvælaöryggi væri því ekki tryggt. Aðstöðunni var lokað og hún innsigluð af eftirlitinu. Veitingastaðnum var einnig lokað og hann innsiglaður þar sem mikið vantaði upp á að matvælaöryggi væri tryggt á staðnum. Koma þurfi upp virku innra eftirliti -matvælaöryggiskerfi, starfsemina þurfi að laga að skilyrðum starfsleyfis, koma þurfi upp meindýravörnum og gera samning við sorphirðufyrirtæki. Tilteknar voru fjölmargar úrbætur sem þyrfti að gera tafarlaust. Eftirfarandi úrbætur þarf að gera tafarlaust: Á staðnum skal ekki vera nein hrávara til eldunar þar sem ekki er heimilt að elda á staðnum. Farga þarf öllum matvælum sem ekki uppfylla kröfur matvælalöggjafarinnar þar sem ekki liggja fyrir rekjanleika- og geymsluþolsupplýsingar. Fjarlægja skal eldunarbúnað frá staðnum sem og hrísgrjónapott. Þessi búnaður hefur ítrekað verið notaður í leyfisleysi. Samlokugrill er leyfilegt að hafa. Fjarlægja skal allt á veitingastað sem tilheyrir heitum mat. Öll matvæli í kælum eru ómerkt og er rekjanleiki matvæla því ekki tryggður. Þrifum er ábótavant. Fjarlægja skal alla persónulega muni úr eldhúsi. Þeir skulu vera í starfsmannaaðstöðu. Koma þarf upp innra eftirliti (þrifa- og hitastigsskráningum) og tryggja skal fræðslu og þjálfun starfsfólks í meðferð matvæla. Meindýravarnir eru ekki til staðar. Eigandi þarf að senda Heilbrigðiseftirlitinu afrit af samningi við sorpþjónustufyrirtæki. Bæta þarf umgengni í bakgarði. Eftirfarandi úrbætur þurfa m.a. að vera á úrbótaáætlun: Gera þarf áætlun um uppsetningu á öllum þáttum innra eftirlits. Gera þarf grein fyrir hvernig rekjanleiki matvæla er tryggður. Útvega þarf samræmisyfirlýsingar fyrir matvælasnertiefni úr plasti. Setja þarf hlífar yfir ljós í eldhúsi. Munaskápa vantar í fataskiptaaðstöðu. Matvælum úr bakhúsi fargað Tæpum tveimur vikum síðar mætti eftirlitið aftur á staðinn og rauf innsigli á bæði bakhúsi og kaffihúsinu. Matvælum í bakhúsi var fargað nema fimm kössum af rækjum sem voru merktar í lokuðum umbúðum frá framleiðanda. Davíð gat sýnt fram á uppruna þeirra með nótum úr bókhaldi fyrirtækis hans. Þá fylgdist eftirlitið með förgun matvæla hjá Sorpu. Kaffihúsinu var áfram lokað og vísað til fjölmargra krafna um úrbætur áður en það fengist opnað á nýjan leik. Skriflega heimild heilbrigðisfulltrúa þyrfti að liggja fyrir til þess að svo yrði. Daginn eftir var kominn nýr matseðill fyrir staðinn þar sem eingöngu var um að ræða kaffihús af einföldustu gerð. Búið var að taka til og þrífa, komin áætlun um þjálfun starfsfólks og meindýraeyðir var kynntur til leiks sem gerður yrði samningur við. Þá var kominn samningur við Vy-þrif um losun sorps frá staðnum. Í ljósi þessa gaf eftirlitið leyfi fyrir því að kaffihúsið yrði opnað á nýjan leik og starfsemi hafin. Þetta er í ársbyrjun 2017. Enn var matur eldaður Í júlí 2017 mætti eftirlitið enn á ný í heimsókn. Tilefnið var ítrekaðar kvartanir frá íbúum hússins vegna lyktarmengunar. Byrjað væri að elda á staðnum á nýjan leik. Við eftirlit kom í ljós að samkvæmt kassakvittunum á staðnum höfðu súpa og heitir réttir verið afgreiddir dagana 1. til 4. júlí. Hvorki bókari Pho Vietnamese né tveir starfsmenn gátu gefið haldbærar skýringar á því. Þá var samkvæmt kassakvittunum verið að selja matvæli á annarri kennitölu en þeirri sem hefði starfsleyfi í kjallaranum. Bókarinn sagði um mistök að ræða í bókhaldskerfinu og krafðist eftirlitið gögnum sem útskýrðu þetta. Staðinn mætti ekki opna á nýjan leik án skriflegs leyfis heilbrigðiseftirlitsins. Enn var á staðnum búnaður til að elda og sömuleiðis matseðlar fyrir heitum mat og súpum. Ýmir hrávara var á staðnum en mjög lítið af vöru fyrir samlokugerð. Litlar rekjanleikaupplýsingar voru á matvælum í kælum og starfsmenn gátu ekki lagt fram nein viðskiptaskjöl. Umbúðir utan um matvæli voru ekki í öllum tilfellum viðurkennd matvælasnertiefni og í eldhúsi og afgreiðslu var enn að finna persónulega muni. Bót og betrun enn lofað Bókarinn tilkynnti aftur, fyrir hönd Davíðs, að hann ætlaði að hætta allri eldun á staðnum, enn á ný. Aðeins yrði boðið upp á smurðar samlokur, tertur og kökur ásamt drykkjarvörum. Þá ætlaði hann að fjarlægja allar eldunargræjur. Þá benti eftirlitið á að Davíð hefði ítrekað verið gert grein fyrir því að starfsleyfi hans næði ekki til eldunar á staðnum eða reksturs veitingahúss. Hann hefði sjálfur lýst því yfir skriflega að aðeins yrði kaffihús rekið á staðnum. Þá staðfesti Berglind Ó. Þorsteinsdóttir, þáverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Pho, að Davíð hefði verið gerð grein fyrir því að eldun á staðnum væri óheimil í lok október. Enn fremur fyrir gildissviði starfsleyfisins sex sinnum vikurnar á undan. Var þeim tilkynnt að staðinn mætti ekki opna á ný nema með skriflegum leyfi eftirlitsins. Opnað án leyfis Tveimur dögum síðar var eftirlitið aftur mætt á Laugaveg 27. Kvörtun hafði borist því búið væri að opna staðinn og selja matvæli. Svo reyndist vera. Samlokur og drykkir voru til sölu án skriflegs leyfis eftirlitsins. Tvær konur voru á vaktinni og var óskað eftir því að Davíð eigandi mætti á svæðið sem hann gerði. Samkvæmt kassakvittunum hafði sala hafist daginn á undan. Enn var óljóst á hvaða kennitölu salan væri því á einni stæði Viatnemese Restaurant en á kortakvittunum Vietnamese Cuisine. Hráefni í frystikistu í bakhúsi höfðu verið fjarlægð en að örðu leyti var staðan í bakhúsi óbreytt. Matseðlar með heitum mat voru enn á staðnum. Súpuskeiðar og súpuskálar voru enn í bakhúsi. Miðað við kassakvittanir höfðu aðeins samlokur verið seldar á staðnum. Engar meindýravarnir væru til staðar. Fór svo að Heilbrigðiseftirlitið Reykjavíkur lokaði staðnum vegna ítrekaðra brota á starfsleyfi, starfsleyfisskilyrðum og fyrirmælum opinbers eftirlitsaðila. Óheimilt væri að opna staðinn á ný án skriflegs leyfis. Davíð var enn á ný gerð grein fyrir alvarleika brota hans sem og að þau gætu leitt til afturköllunar á starfsleyfi. Þá var hann upplýstur um að kæmi til fleiri brota yrði staðurinn innsiglaður af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og brotin kærð til lögreglu. Davíð sagðist ekki myndu opna á ný en þyrfti mögulega að leyfa hugsanlegum kaupendum að skoða staðinn en kaffihúsið væri til sölu. Nýr matseðill klár Í ágúst 2017 mætti eftirlitið svo í heimsókn en þá var búið að samþykkja nýjar teikningar hjá byggingafulltrúa þar sem starfsmannaaðstaða og lager var kominn í bakhús. Við hliðina var lagerrými og ræstiaðstaða. Var kominn nýr matseðill sem takmarkaðist við rekstur á kaffihúsi. Gaf eftirlitið grænt ljós á að staðurinn opnaði aftur með þeim skilyrðum að farið yrði í öllu eftir tilmælum úr fyrri skýrslum og bréfum og jákvæð umsögn byggingarfulltrúa lægi fyrir. Enn í nóvember reyndi Davíð að fá að opna staðinn. Framkvæmdastjóri Pho Vietnamese var á vettvangi á Laugavegi en í ljós kom að enn átti eftir að fá grænt ljós frá byggingafulltrúa. Enn þurfti að gera fleiri úrbætur áður en Davíð fengi að opna staðinn. Þrír í einkunn Einu og hálfu ári síðar, eða í apríl 2019, fór eftirlitið næst í heimsókn á Laugaveg 27. Þá virðist sem staðnum hafi fyrir einhverju síðan tekist að verða sér úti um leyfi til veitingahússrekturs. Fram kemur að veitingastaðurinn sé lítill þar sem allt hráefni komi tilbúið á staðinn. Einungis sé því um samsetningu og upphitun að ræða. Framkvæmdastjóri staðarins upplýsti að til stæði að hætta rekstri á staðnum og flytja í annað húsnæði á Laugaveginum. Eftirlitið tók staðinn út og fékk hann þrjá af fimm mögulegum í heildareinkunn. Honum var síðar lokað og opnaður á ný á Laugavegi 3 þar sem hann var rekinn allt þar til öllum stöðunum var lokað í aðgerðum lögreglu fyrir rúmum tveimur vikum. Fjölskylda og viðskiptafélagar undir grun Davíð er sem fyrr segir meðal sex sem sæta gæsluvarðhaldi fram í næstu viku vegna lögreglurannsóknar sem náði hámarki með húsleit á 25 stöðum og handtökum þriðjudaginn 5. mars. Maki Davíðs til margra ára er einnig í varðhaldi, bróðir Davíðs og eiginkona bróðurins auk bókara og föður hennar. Davíð, lengst til hægri, við hlið bróður síns Min Tuan Le og foreldranna Van Dung Le og An Thi Vu. Bræðurnir sæta gæsluvarðhaldi og foreldrarnir eru á meðal sakborninga. Þrír til viðbótar eru með stöðu sakbornings; foreldrar Davíðs og fyrrverandi eigandi Wok On - Kristján Ólafur Sigríðarson sem seldi Wok On til Davíðs í upphafi árs. Hann hefur ekki viljað tjá sig um viðskiptin við Davíð. Meðal þess sem Davíð og hin átta eru grunuð um er aðild að vinnumansali. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólkið er talið hafa greitt Davíð sjö til átta milljónir fyrir að fá útvegað dvalarleyfi á Íslandi. Það hafi svo unnið mun lengri vinnudaga og fleiri daga en fram kom í starfsmannasamningi. Þá hafi fólkið greitt hluta af lágum launum sínum aftur til Davíðs í reiðufé. Málið hefur verið á forsíðum fjölmiðla síðan í byrjun október þegar í ljós kom að fleiri tonn af matvælum hefðu fundist í ólöglegum matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni í Reykjavík. Dauðar rottur og rottuskítur voru í geymslunni þegar heilbrigðiseftirlitið mætti óvænt til að kynna sér málið. Starfsfólk hvarf á hlaupum og reyndi svo við förgun matvæla að koma þeim undan. Á lagernum voru vísbendingar um að fólk hefði gist þar en dýnur og uppsett tjald var í geymslunni.
Eftirfarandi úrbætur þarf að gera tafarlaust: Á staðnum skal ekki vera nein hrávara til eldunar þar sem ekki er heimilt að elda á staðnum. Farga þarf öllum matvælum sem ekki uppfylla kröfur matvælalöggjafarinnar þar sem ekki liggja fyrir rekjanleika- og geymsluþolsupplýsingar. Fjarlægja skal eldunarbúnað frá staðnum sem og hrísgrjónapott. Þessi búnaður hefur ítrekað verið notaður í leyfisleysi. Samlokugrill er leyfilegt að hafa. Fjarlægja skal allt á veitingastað sem tilheyrir heitum mat. Öll matvæli í kælum eru ómerkt og er rekjanleiki matvæla því ekki tryggður. Þrifum er ábótavant. Fjarlægja skal alla persónulega muni úr eldhúsi. Þeir skulu vera í starfsmannaaðstöðu. Koma þarf upp innra eftirliti (þrifa- og hitastigsskráningum) og tryggja skal fræðslu og þjálfun starfsfólks í meðferð matvæla. Meindýravarnir eru ekki til staðar. Eigandi þarf að senda Heilbrigðiseftirlitinu afrit af samningi við sorpþjónustufyrirtæki. Bæta þarf umgengni í bakgarði. Eftirfarandi úrbætur þurfa m.a. að vera á úrbótaáætlun: Gera þarf áætlun um uppsetningu á öllum þáttum innra eftirlits. Gera þarf grein fyrir hvernig rekjanleiki matvæla er tryggður. Útvega þarf samræmisyfirlýsingar fyrir matvælasnertiefni úr plasti. Setja þarf hlífar yfir ljós í eldhúsi. Munaskápa vantar í fataskiptaaðstöðu.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Heilbrigðiseftirlit Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 14. mars 2024 21:22 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31
Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 14. mars 2024 21:22
Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42