Dagur slær öll met í vinsældum: „Öllum sama um hvaðan hann er“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 08:31 Dagur Sigurðsson setur upp skemmtilegan svip, í Hannover um helgina, eftir að hafa stýrt Króötum inn á Ólympíuleikana. Getty/David Inderlied Dagur Sigurðsson hefur gjörsamlega slegið í gegn sem nýr landsliðsþjálfari Króata í „þjóðaríþrótt“ þeirra, handbolta. Bjartsýni ríkir um að hann komi liðinu aftur í allra fremstu röð. Þetta segir Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu, sem svaraði nokkrum spurningum Vísis varðandi komu Dags. Dagur hefur átt draumabyrjun í starfi, sem fyrsti erlendi þjálfari króatíska liðsins, og eftir þrjá sigra í Hannover um síðustu helgi (gegn Austurríki, Þýskalandi og Alsír) er liðið komið inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Það gerir ekki annað en að auka bjartsýni Króata sem þó hafa langflestir verið afar jákvæðir varðandi Dag. Dagur táknmynd breytinga og vonar „Ég get sagt það strax að enginn þjálfari í sögu króatísks handbolta, og jafnvel íþrótta almennt hérna, hefur fengið sömu athygli og samþykki eins og Dagur Sigurðsson,“ segir Cobanov. Þar vegi þungt að Króatar séu orðnir langeygðir eftir árangri á borð við það þegar liðið var það besta í heimi, en það hefur tvisvar orðið ólympíumeistari, einu sinni heimsmeistari og unnið til fjölda fleiri verðlauna á stórmótum. Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu. Á síðustu tíu árum hafa Króatar hins vegar „aðeins“ unnið til verðlauna tvisvar á stórmótum, brons og silfur á EM, og það rímar engan veginn við væntingar þjóðarinnar. Landsliðsþjálfarar hafa því komið og farið en ekkert breyst til batnaðar. „Þess vegna er það almenn niðurstaða króatísku þjóðarinnar að þörf hafi verið fyrir erlendan þjálfara, því við höfum reynt allt og þörfin fyrir breytingar er augljós. Dagur Sigurðsson er táknmynd þessara breytinga og vonarinnar um að króatískur handbolti verði aftur eins og hann var. Sigurinn á mótinu í Hannover styrkir bara þá trú,“ segir Cobanov. Liðið í „stuðmeðferð“ frá því á EM Dagur tók við Króötum um síðustu mánaðamót og fékk aðeins örfáa daga með liðinu til að undirbúa það fyrir fyrstu leikina. „Hann náði hins vegar að setja liðið í „stuðmeðferð“ (e. shock therapy) og leikmennirnir litu mikið betur út en á EM í janúar (þar sem liðið varð í 11. sæti). Við verðum samt að bíða þar til í París með að sjá nákvæmlega hvað Dagur færir Króatíu. Hann fær þá sex vikur til undirbúnings og eftir það fáum við raunverulega mynd á þetta. Það er hins vegar mikilvægt að jákvæðnin lifi hjá stuðningsmönnum, eftir langa bið,“ segir Cobanov. „Með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni“ En er það ekki erfitt fyrir Dag að koma inn í starfið sem fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Króata, í þjóðaríþróttinni, eins og ofangreind ummæli Nenad Kljaic báru með sér? „Nei. Dagur Sigurðsson náði frábærum úrslitum með þýska landsliðinu og sönnum stuðningsmönnum er öllum sama um hvaðan hann kemur, svo lengi sem hann sinnir sínu starfi. Vonandi gerir hann það. Hann er þegar með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni,“ segir Cobanov. Dreymir um medalíu í París en horft til HM á heimavelli Í króatíska liðinu eru reynslumiklar og stórar stjörnur á borð við Domagoj Duvnjak og Luka Cindric, í bland við unga en öfluga leikmenn. Hvað finnst leikmönnum um Dag? „Það er erfitt að segja en eftir mótið í Hannover töluðu þeir allir um að hann hefði gert jákvæðar breytingar og að þeir kynnu að meta hann. Maður verður að treysta því,“ segir Cobanov sem vill ekki gera of mikið úr væntingunum varðandi árangur: „Auðvitað yrði það stórkostlegt að vinna medalíu í París. En það verður erfitt. Hins vegar er HM á næsta ári meðal annars haldið í Króatíu, svo að ef liðið fær ekki medalíu í París þá væri alla vega gott að sjá jákvæða þróun sem myndi auka bjartsýni fyrir 2025.“ Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sjá meira
Þetta segir Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu, sem svaraði nokkrum spurningum Vísis varðandi komu Dags. Dagur hefur átt draumabyrjun í starfi, sem fyrsti erlendi þjálfari króatíska liðsins, og eftir þrjá sigra í Hannover um síðustu helgi (gegn Austurríki, Þýskalandi og Alsír) er liðið komið inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Það gerir ekki annað en að auka bjartsýni Króata sem þó hafa langflestir verið afar jákvæðir varðandi Dag. Dagur táknmynd breytinga og vonar „Ég get sagt það strax að enginn þjálfari í sögu króatísks handbolta, og jafnvel íþrótta almennt hérna, hefur fengið sömu athygli og samþykki eins og Dagur Sigurðsson,“ segir Cobanov. Þar vegi þungt að Króatar séu orðnir langeygðir eftir árangri á borð við það þegar liðið var það besta í heimi, en það hefur tvisvar orðið ólympíumeistari, einu sinni heimsmeistari og unnið til fjölda fleiri verðlauna á stórmótum. Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu. Á síðustu tíu árum hafa Króatar hins vegar „aðeins“ unnið til verðlauna tvisvar á stórmótum, brons og silfur á EM, og það rímar engan veginn við væntingar þjóðarinnar. Landsliðsþjálfarar hafa því komið og farið en ekkert breyst til batnaðar. „Þess vegna er það almenn niðurstaða króatísku þjóðarinnar að þörf hafi verið fyrir erlendan þjálfara, því við höfum reynt allt og þörfin fyrir breytingar er augljós. Dagur Sigurðsson er táknmynd þessara breytinga og vonarinnar um að króatískur handbolti verði aftur eins og hann var. Sigurinn á mótinu í Hannover styrkir bara þá trú,“ segir Cobanov. Liðið í „stuðmeðferð“ frá því á EM Dagur tók við Króötum um síðustu mánaðamót og fékk aðeins örfáa daga með liðinu til að undirbúa það fyrir fyrstu leikina. „Hann náði hins vegar að setja liðið í „stuðmeðferð“ (e. shock therapy) og leikmennirnir litu mikið betur út en á EM í janúar (þar sem liðið varð í 11. sæti). Við verðum samt að bíða þar til í París með að sjá nákvæmlega hvað Dagur færir Króatíu. Hann fær þá sex vikur til undirbúnings og eftir það fáum við raunverulega mynd á þetta. Það er hins vegar mikilvægt að jákvæðnin lifi hjá stuðningsmönnum, eftir langa bið,“ segir Cobanov. „Með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni“ En er það ekki erfitt fyrir Dag að koma inn í starfið sem fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Króata, í þjóðaríþróttinni, eins og ofangreind ummæli Nenad Kljaic báru með sér? „Nei. Dagur Sigurðsson náði frábærum úrslitum með þýska landsliðinu og sönnum stuðningsmönnum er öllum sama um hvaðan hann kemur, svo lengi sem hann sinnir sínu starfi. Vonandi gerir hann það. Hann er þegar með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni,“ segir Cobanov. Dreymir um medalíu í París en horft til HM á heimavelli Í króatíska liðinu eru reynslumiklar og stórar stjörnur á borð við Domagoj Duvnjak og Luka Cindric, í bland við unga en öfluga leikmenn. Hvað finnst leikmönnum um Dag? „Það er erfitt að segja en eftir mótið í Hannover töluðu þeir allir um að hann hefði gert jákvæðar breytingar og að þeir kynnu að meta hann. Maður verður að treysta því,“ segir Cobanov sem vill ekki gera of mikið úr væntingunum varðandi árangur: „Auðvitað yrði það stórkostlegt að vinna medalíu í París. En það verður erfitt. Hins vegar er HM á næsta ári meðal annars haldið í Króatíu, svo að ef liðið fær ekki medalíu í París þá væri alla vega gott að sjá jákvæða þróun sem myndi auka bjartsýni fyrir 2025.“
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sjá meira