Vill festa stuðning við Úkraínu í sessi Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 23:23 Utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um langvarandi stuðning við Úkraínu á þingfundi í dag. Vísir/Arnar Utanríkisráðherra kynnti þingsályktunartillögu um stefnu um stuðning við Úkraínu til fimm ára á Alþingi í dag. Markmið stefnunnar er að festa umfangsmikinn stuðning Íslands við Úkraínu í varnarstríði sínu gegn innrásarliði Rússlands í sessi til langframa. „Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra úr framsöguræðu hans á vef Stjórnaráðsins. Stuðningur rökréttur í ljósi hagsmuna Íslands Þar segir að íslenskur stuðningur við öryggi og sjálfstæði Úkraínu væri þannig rökréttur í ljósi öryggishagsmuna Íslands og mikilvægi þess alþjóðakerfis sem fullveldi landsins byggir á.Með stefnunni sé markmiðið að Ísland styðji við sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landamæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð og uppbyggingarstarf í landinu. Hún byggi á fimm meginþáttum, öflugu tvíhliða samstarfi, virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, öflugum stuðningi við varnarbaráttu Úkraínu, mannúðaraðstoð, og stuðningi við viðhald grunnþjónustu og efnahags á meðan á átökum stendur og endurreisn og uppbyggingu eftir að þeim lýkur. Almenn sátt um stuðning upp á milljarða króna „Aldrei áður höfum við stutt með svo beinum hætti við varnir annars lands og það sem meira er, það hefur ríkt almenn sátt um þá aðstoð meðal þings og þjóðar. Það er enda augljóst að án varna er með öllu óþarft að leggja til fjármuni til enduruppbyggingar og viðhalds úkraínsks samfélags. Fái innrásarliðið sínu framgengt mun Úkraína heyra sögunni til,“ sagði ráðherra í ræðu sinni. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá því að stríðið braust út nemi 5,7 milljörðum íslenskra króna, sem runnið hafi til varnar-, mannúðar- og efnahagsstuðnings við landið. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra úr framsöguræðu hans á vef Stjórnaráðsins. Stuðningur rökréttur í ljósi hagsmuna Íslands Þar segir að íslenskur stuðningur við öryggi og sjálfstæði Úkraínu væri þannig rökréttur í ljósi öryggishagsmuna Íslands og mikilvægi þess alþjóðakerfis sem fullveldi landsins byggir á.Með stefnunni sé markmiðið að Ísland styðji við sjálfstæði, fullveldi, friðhelgi landamæra, öryggi borgara, mannúðaraðstoð og uppbyggingarstarf í landinu. Hún byggi á fimm meginþáttum, öflugu tvíhliða samstarfi, virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, öflugum stuðningi við varnarbaráttu Úkraínu, mannúðaraðstoð, og stuðningi við viðhald grunnþjónustu og efnahags á meðan á átökum stendur og endurreisn og uppbyggingu eftir að þeim lýkur. Almenn sátt um stuðning upp á milljarða króna „Aldrei áður höfum við stutt með svo beinum hætti við varnir annars lands og það sem meira er, það hefur ríkt almenn sátt um þá aðstoð meðal þings og þjóðar. Það er enda augljóst að án varna er með öllu óþarft að leggja til fjármuni til enduruppbyggingar og viðhalds úkraínsks samfélags. Fái innrásarliðið sínu framgengt mun Úkraína heyra sögunni til,“ sagði ráðherra í ræðu sinni. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá því að stríðið braust út nemi 5,7 milljörðum íslenskra króna, sem runnið hafi til varnar-, mannúðar- og efnahagsstuðnings við landið.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira