Landris geti leitt til lengra goss Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. mars 2024 20:53 Um þrír sólarhringar eru síðan eldgos hófst við Sundhnúksgíga. Björn ræddi stöðuna á gosinu í dag. Vísir Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. Lillý Valgerður ræddi við Björn Oddsson sérfræðing hjá Almannavörnum nærri gosstöðvunum í dag. „Þetta hefur náttúrlega dregið sig saman í þessa gíga sem við sjáum fyrir aftan okkur, syðst á þeirri sprungu sem opnaðist á laugardagskvöldið. Og eru sunnan vatnaskilanna þannig að hraunið rennur í suðurátt,“ segir Björn. Hann segir flæðið hafa verið nokkuð stöðugt síðustu 36 klukkustundirnar. Gosið sé byrjað að draga sig saman í tvo stærri gíga og minni sunnan til. „Svo höfum við séð að það brotnar úr gígbörmunum og þá koma svona flakkarar hérna niður.“ Björn segir mikilvægt að fylgst verði með framvindu gossins, hvort hraun nái niður að varnargörðunum og nái að byggja sér þar upp. „Og svo á einhverjum tímapunkti nær þetta kannski suðurstrandarvegi.“ Hvernig metið þið framhaldið núna? „Það sem er sérstakt við þessa atburðarás núna er að á sama tíma og við erum með eldgos er landris hafið aftur í kring um Svartsengi. Sem þýðir að kvika flæði aftur inn í kvikuhólfið. Þannig að við erum að sjá til hvort þá haldi áfram að gjósa á sama tíma og við fáum flæði inn í hólfið. Og svo nákvæmlega hvernig þessi kerfi tengjast saman, hvort að þessi aðfærsluæð sé opin og þá fáum við lengra gos en það verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Björn segir ekki hægt að spá fyrir um hversu langt gosið, sem er það lengsta af þeim fjórum sem orðið hafa síðustu þremur mánuðum, gæti orðið. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að þegar tekur að gjósa lýkur ákveðinni óvissu. Tíminn milli gosa sé erfiðastur þegar fólk veit ekki hverju það á von á. „Þannig að það er ósk að móðir náttúra leyfi þessu aðeins að lifa og hraunið dreifist á þessu svæði þar sem engir innviðir verða skemmdir.“ Þannig að það er engin hætta hér eins og stendur? „Hættan snýst aðallega um gas sem getur komið frá gosinu og er þá háð vindátt. Í gær eða fyrradag lá vindurinn yfir Svartsengissvæðið og þá mældist SO2 mengun þar. Og þá er bara brugðist við því þegar slíkar aðstæður koma upp. Og síðan þá hætta tengd hraunrennslinu ef þetta gos verður lengra og hraunið nær að mjaka sér hérna niður eftir.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lillý Valgerður ræddi við Björn Oddsson sérfræðing hjá Almannavörnum nærri gosstöðvunum í dag. „Þetta hefur náttúrlega dregið sig saman í þessa gíga sem við sjáum fyrir aftan okkur, syðst á þeirri sprungu sem opnaðist á laugardagskvöldið. Og eru sunnan vatnaskilanna þannig að hraunið rennur í suðurátt,“ segir Björn. Hann segir flæðið hafa verið nokkuð stöðugt síðustu 36 klukkustundirnar. Gosið sé byrjað að draga sig saman í tvo stærri gíga og minni sunnan til. „Svo höfum við séð að það brotnar úr gígbörmunum og þá koma svona flakkarar hérna niður.“ Björn segir mikilvægt að fylgst verði með framvindu gossins, hvort hraun nái niður að varnargörðunum og nái að byggja sér þar upp. „Og svo á einhverjum tímapunkti nær þetta kannski suðurstrandarvegi.“ Hvernig metið þið framhaldið núna? „Það sem er sérstakt við þessa atburðarás núna er að á sama tíma og við erum með eldgos er landris hafið aftur í kring um Svartsengi. Sem þýðir að kvika flæði aftur inn í kvikuhólfið. Þannig að við erum að sjá til hvort þá haldi áfram að gjósa á sama tíma og við fáum flæði inn í hólfið. Og svo nákvæmlega hvernig þessi kerfi tengjast saman, hvort að þessi aðfærsluæð sé opin og þá fáum við lengra gos en það verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Björn segir ekki hægt að spá fyrir um hversu langt gosið, sem er það lengsta af þeim fjórum sem orðið hafa síðustu þremur mánuðum, gæti orðið. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að þegar tekur að gjósa lýkur ákveðinni óvissu. Tíminn milli gosa sé erfiðastur þegar fólk veit ekki hverju það á von á. „Þannig að það er ósk að móðir náttúra leyfi þessu aðeins að lifa og hraunið dreifist á þessu svæði þar sem engir innviðir verða skemmdir.“ Þannig að það er engin hætta hér eins og stendur? „Hættan snýst aðallega um gas sem getur komið frá gosinu og er þá háð vindátt. Í gær eða fyrradag lá vindurinn yfir Svartsengissvæðið og þá mældist SO2 mengun þar. Og þá er bara brugðist við því þegar slíkar aðstæður koma upp. Og síðan þá hætta tengd hraunrennslinu ef þetta gos verður lengra og hraunið nær að mjaka sér hérna niður eftir.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06
Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30