Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 18:58 Nýja vísitalan tekur til húsnæðisverðs á öllu landinu, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu eins og sú gamla. Vísir/Arnar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira