Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Stjarnan 113-94 | Á leið í úrslit í fyrsta sinn í meira en áratug Andri Már Eggertsson skrifar 19. mars 2024 22:00 Keflavík mætir Tindastól í úrslitum VÍS-bikarsins Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar eru á leið í bikarúrslit karla í körfubolta í fyrsta sinn í tólf ár. Þeir lögðu Stjörnuna í undanúrslitum en Garðbæingar höfðu farið í fimm bikarúrslitaleiki í röð, er þangað til í ár. Stjarnan byrjaði betur og var skrefinu á undan fyrstu sex mínúturnar. Keflvíkingar voru þó ekki langt á eftir en Remy Martin, leikmaður Keflavíkur, fór fyrir sínu liði og sá algjörlega um stigaskorið. Keflavík-StjarnanVísir/Hulda Margrét Remy gerði fjórtán af fyrstu sextán stigum Keflavíkur. Það var hins vegar útséð að það myndi ekki duga til lengdar og fleiri yrðu að leggja í púkk. Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar minnti á sig og setti þriggja stiga körfu og fékk villu að auki. Kristján Fannar Ingólfsson fylgdi því eftir með þriggja stiga körfu og kom Stjörnunni sex stigum yfir 18-24. Keflavík lét hins vegar það ekki slá sig út af laginu og gerði síðustu níu stigin í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrstu tíu mínúturnar var 27-24. Remy Martin var frábær í kvöld Vísir/Hulda Margrét Annar leikhluti var afar kaflaskiptur. Stjarnan náði fínu áhlaupi eftir að þjálfari liðsins, Arnar Guðjónsson, tók leikhlé. Stjarnan gerði níu stig í röð og komst fjórum stigum yfir 32-36 þegar annar leikhluti var tæplega hálfnaður. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Eins og Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, er þekktur fyrir þá var hann ekki að taka leikhlé til að bregðast við stöðunni heldur keyrði sinn leikstíl áfram. Það gekk upp og Keflavík gerði sextán stig í röð. Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik 50-41. Júlíus Orri Ágústsson gerði 24 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Marek Dolezaj og Remy Martin voru gjörsamlega allt í öllu hjá Keflavík. Samanlagt gerðu þeir 36 af 50 stigum Keflavíkur í fyrri hálfleik, á meðan stigskorið dreifðist meira hjá Stjörnunni. Það var ekki nóg fyrir Remy Martin að gera tuttugu stig í fyrri hálfleik heldur setti hann niður þrjá þrista á fyrstu þremur mínútunum. Eina leiðin fyrir Stjörnuna að kæla hann niður var sennilega með slökkvitæki. Keflvíkingar voru sáttir í HöllinniVísir/Hulda Margrét Keflavík var sautján stigum yfir 84-67 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Stjarnan reyndi í fjórða leikhluta að hrista upp í hlutunum og hleypa leiknum í vitleysu. Það hins vegar sló Keflavík ekki út af laginu sem hafði betur 113-94. Keflavík er komið í bikarúrslitVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann alla leikhlutana, var með betri skotnýtingu og hraðinn í leiknum hentaði liðinu betur en Stjörnunni. Stjörnunni tókst að koma forskoti Keflavíkur undir tíu stig í hálfleik en Keflvíkingar svöruðu með því að gera fyrstu átta stigin í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin fór á kostum í kvöld. Remy byrjaði leikinn með látum og gerði 14 af fyrstu 16 stigum Keflavíkur. Hann endaði með 39 stig úr 59 prósent skotnýtingu. Ásamt því gaf hann 6 stoðsendingar. Marek Dolezaj var einnig gríðarlega öflugur. Hann gerði 16 stig í fyrri hálfleik og endaði með 26 stig. Hvað gekk illa? James Ellisor, leikmaður Stjörnunnar, átti mjög slaka frammistöðu. Ellisor tók 12 skot og hitti aðeins úr þremur. Kevin Kone var einnig í miklum vandræðum og gerði aðeins sjö stig. Með hann inni á vellinum tapaði Stjarnan með 15 stigum. Hvað gerist næst? Stjarnan er úr leik í bikarnum en Keflavík mætir Tindastól í úrslitum VÍS-bikarsins klukkan 16:00. Keflavík fór seinast í bikarúrslit árið 2012 og mætti Tindastól líkt og á laugardaginn. „Okkur langar að vera betri en þetta og þetta er farið að taka á“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir að hafa dottið út úr VÍS-bikarnum gegn Keflavík. „Við gátum ekki stoppað þá hvorki Remy Martin né aðra þegar að Remy náði að búa til fyrir þá. Í fyrri hálfleik þegar við vorum í fínum takti þá gerðum við nokkur mistök sem okkur var refsað fyrir og það var mjög dýrt,“ sagði Arnar Guðjónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Keflavík gerði sextán stig í röð í öðrum leikhluta en Arnari fannst leikurinn fara frá Stjörnunni í upphafi þriðja leikhluta þar sem Keflavík gerði fyrstu átta stigin. „Þetta fór meira frá okkur í upphafi síðari hálfleiks og þá var þetta rosalegur eltingaleikur.“ Arnar viðurkenndi að þeir hafi verið í miklum vandræðum með að stoppa Keflavík og undir lokin var liðið farið að gera hluti sem það hafði aldrei æft. „Við vorum komnir á neyðarstig í spilamennsku og við fórum að prófa hluti sem við höfðum aldrei æft einu sinni. Þá náðum við að skora þegar við vorum með fimm bakverði en náðum ekki að stoppa þá.“ Aðspurður hvað Arnari fannst um frammistöðu erlendu leikmannanna Kevin Kone og James Ellisor vildi Arnar frekar hrósa þeim sem spiluðu vel. „Mér fannst Júlíus Orri og Kristján Fannar góðir. Við sem heild stóðum okkur ekki nógu vel. Sama hvort það sé þjálfari, útlendingar eða Íslendingar.“ „Þetta var ekki nógu gott og þannig hefur veturinn verið hjá okkur. Það er til reikninsdæmi þar sem við getum komist í úrslitakeppnina og við munum gera heiðarlega tilraun til þess að ná því.“ En hvaða áhrif mun þessi leikur hafa á næstu leiki hjá Stjörnunni sem eru mjög mikilvægir leikir ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. „Við erum búnir að spila marga úrslitaleiki í vetur og tapa þeim mörgum. Það hefur ekki góð áhrif á okkur og liðið er þungt. Okkur líður ekki vel og okkur langar að vera betri en þetta og þetta er farið að taka á,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Stjarnan
Keflvíkingar eru á leið í bikarúrslit karla í körfubolta í fyrsta sinn í tólf ár. Þeir lögðu Stjörnuna í undanúrslitum en Garðbæingar höfðu farið í fimm bikarúrslitaleiki í röð, er þangað til í ár. Stjarnan byrjaði betur og var skrefinu á undan fyrstu sex mínúturnar. Keflvíkingar voru þó ekki langt á eftir en Remy Martin, leikmaður Keflavíkur, fór fyrir sínu liði og sá algjörlega um stigaskorið. Keflavík-StjarnanVísir/Hulda Margrét Remy gerði fjórtán af fyrstu sextán stigum Keflavíkur. Það var hins vegar útséð að það myndi ekki duga til lengdar og fleiri yrðu að leggja í púkk. Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar minnti á sig og setti þriggja stiga körfu og fékk villu að auki. Kristján Fannar Ingólfsson fylgdi því eftir með þriggja stiga körfu og kom Stjörnunni sex stigum yfir 18-24. Keflavík lét hins vegar það ekki slá sig út af laginu og gerði síðustu níu stigin í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrstu tíu mínúturnar var 27-24. Remy Martin var frábær í kvöld Vísir/Hulda Margrét Annar leikhluti var afar kaflaskiptur. Stjarnan náði fínu áhlaupi eftir að þjálfari liðsins, Arnar Guðjónsson, tók leikhlé. Stjarnan gerði níu stig í röð og komst fjórum stigum yfir 32-36 þegar annar leikhluti var tæplega hálfnaður. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Eins og Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, er þekktur fyrir þá var hann ekki að taka leikhlé til að bregðast við stöðunni heldur keyrði sinn leikstíl áfram. Það gekk upp og Keflavík gerði sextán stig í röð. Keflavík var níu stigum yfir í hálfleik 50-41. Júlíus Orri Ágústsson gerði 24 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Marek Dolezaj og Remy Martin voru gjörsamlega allt í öllu hjá Keflavík. Samanlagt gerðu þeir 36 af 50 stigum Keflavíkur í fyrri hálfleik, á meðan stigskorið dreifðist meira hjá Stjörnunni. Það var ekki nóg fyrir Remy Martin að gera tuttugu stig í fyrri hálfleik heldur setti hann niður þrjá þrista á fyrstu þremur mínútunum. Eina leiðin fyrir Stjörnuna að kæla hann niður var sennilega með slökkvitæki. Keflvíkingar voru sáttir í HöllinniVísir/Hulda Margrét Keflavík var sautján stigum yfir 84-67 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Stjarnan reyndi í fjórða leikhluta að hrista upp í hlutunum og hleypa leiknum í vitleysu. Það hins vegar sló Keflavík ekki út af laginu sem hafði betur 113-94. Keflavík er komið í bikarúrslitVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann alla leikhlutana, var með betri skotnýtingu og hraðinn í leiknum hentaði liðinu betur en Stjörnunni. Stjörnunni tókst að koma forskoti Keflavíkur undir tíu stig í hálfleik en Keflvíkingar svöruðu með því að gera fyrstu átta stigin í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin fór á kostum í kvöld. Remy byrjaði leikinn með látum og gerði 14 af fyrstu 16 stigum Keflavíkur. Hann endaði með 39 stig úr 59 prósent skotnýtingu. Ásamt því gaf hann 6 stoðsendingar. Marek Dolezaj var einnig gríðarlega öflugur. Hann gerði 16 stig í fyrri hálfleik og endaði með 26 stig. Hvað gekk illa? James Ellisor, leikmaður Stjörnunnar, átti mjög slaka frammistöðu. Ellisor tók 12 skot og hitti aðeins úr þremur. Kevin Kone var einnig í miklum vandræðum og gerði aðeins sjö stig. Með hann inni á vellinum tapaði Stjarnan með 15 stigum. Hvað gerist næst? Stjarnan er úr leik í bikarnum en Keflavík mætir Tindastól í úrslitum VÍS-bikarsins klukkan 16:00. Keflavík fór seinast í bikarúrslit árið 2012 og mætti Tindastól líkt og á laugardaginn. „Okkur langar að vera betri en þetta og þetta er farið að taka á“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir að hafa dottið út úr VÍS-bikarnum gegn Keflavík. „Við gátum ekki stoppað þá hvorki Remy Martin né aðra þegar að Remy náði að búa til fyrir þá. Í fyrri hálfleik þegar við vorum í fínum takti þá gerðum við nokkur mistök sem okkur var refsað fyrir og það var mjög dýrt,“ sagði Arnar Guðjónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Keflavík gerði sextán stig í röð í öðrum leikhluta en Arnari fannst leikurinn fara frá Stjörnunni í upphafi þriðja leikhluta þar sem Keflavík gerði fyrstu átta stigin. „Þetta fór meira frá okkur í upphafi síðari hálfleiks og þá var þetta rosalegur eltingaleikur.“ Arnar viðurkenndi að þeir hafi verið í miklum vandræðum með að stoppa Keflavík og undir lokin var liðið farið að gera hluti sem það hafði aldrei æft. „Við vorum komnir á neyðarstig í spilamennsku og við fórum að prófa hluti sem við höfðum aldrei æft einu sinni. Þá náðum við að skora þegar við vorum með fimm bakverði en náðum ekki að stoppa þá.“ Aðspurður hvað Arnari fannst um frammistöðu erlendu leikmannanna Kevin Kone og James Ellisor vildi Arnar frekar hrósa þeim sem spiluðu vel. „Mér fannst Júlíus Orri og Kristján Fannar góðir. Við sem heild stóðum okkur ekki nógu vel. Sama hvort það sé þjálfari, útlendingar eða Íslendingar.“ „Þetta var ekki nógu gott og þannig hefur veturinn verið hjá okkur. Það er til reikninsdæmi þar sem við getum komist í úrslitakeppnina og við munum gera heiðarlega tilraun til þess að ná því.“ En hvaða áhrif mun þessi leikur hafa á næstu leiki hjá Stjörnunni sem eru mjög mikilvægir leikir ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. „Við erum búnir að spila marga úrslitaleiki í vetur og tapa þeim mörgum. Það hefur ekki góð áhrif á okkur og liðið er þungt. Okkur líður ekki vel og okkur langar að vera betri en þetta og þetta er farið að taka á,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti