Sex einkenni um að þú sért í miðaldrakrísu í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. mars 2024 07:01 Að upplifa miðaldrakrísu í vinnunni eða starfsframa getur komið upp á aldursbilinu 40-60 ára. Oft áttum við okkur ekki á því í fyrstu, hvað er eiginlega að angra okkur. Vísir/Getty Stundum vantar okkur orð til að lýsa einhverju sem þó er nokkuð algengt að fólk upplifi. Eins og til dæmis það að upplifa miðaldrakrísu í vinnunni. Já, það er til. Á ensku er talað um mid-career crisis. Sem við gætum svo sem einnig þýtt sem einhvers konar mið-starfsframakrísu, en veljum í þessari grein að tala um sem miðaldrarkrísu í vinnu/starfsframa. Þó skal tekið fram að tímabilið sem hér um ræðir og á oftast við getur spannað aldursbilið 40-60 ára. Í stuttu máli lýsir þessi krísa sér þannig að við erum að upplifa einhvers konar efa, óánægju og stöðnun í starfi. Þó þannig að við erum oft ekki að átta okkur á því hvað er eiginlega að angra okkur? Sumir vilja meina að þessi upplifun geti jafnvel komið upp fyrir fertugt; frá 35 ára. Mögulega getur það skipt máli hér, hvenær fólk byrjaði fyrir alvöru að vinna, á hvaða aldri það var þegar það lauk námi eða hversu lengi það hefur verið í sama starfinu. Hvert svo sem aldursbilið er, þá eru hér sex einkenni sem gætu bent til þess að þú sért að upplifa miðaldrakrísuna í vinnunni þinni eða starfsfframa. 1. Gamli drifkrafturinn er horfinn Lýsir sér til dæmis í því að verkefni sem þér fannst áður mjög spennandi og skemmtileg, virka leiðinleg og óspennandi í dag. Eða að þótt þú hafir eitt sinn oft rétt upp hönd og boðist til að leysa úr einhverjum málum eða verkefnum, þá ertu einfaldlega hætt/ur því í dag: Nennir því ekki lengur. 2. Sjálfsöryggið varð fyrir hnjaski Skýrt merki um krísu getur verið breytt sjálfsmat og sjálfsóöryggi í starfinu, sem þú þó upplifðir ekki áður. Þetta getur til dæmis lýst sér þannig að þú hafir ekkert efast um hæfni þína í starfi í mörg ár, en ert allt í einu að upplifa óöryggi og efasemdir. 3. Almenn óánægja í vinnunni Síðan er það þessi líðan að vera almennt að upplifa óánægju í vinnunni. Jafnvel þannig að heilu sunnudagarnir fara í að láta sér líða illa yfir því að það er vinna daginn eftir. Eitthvað sem þú þekktir ekki áður. 4. Óþol gagnvart nýju starfsfólki Í staðinn fyrir að taka brosandi og með jákvæðni á móti nýju starfsfólki ertu að upplifa ákveðið óþol gagnvart þessu fólki. Í staðinn fyrir að vera vinaleg/ur í fasi, er ekki laust við að fólk upplifi pirring frá þér. 5. Leiðinlegt viðmót Enn önnur vísbending er að vera svolítið sama um samstarfsfélagana þannig að alls kyns lítil atriði sem ættu að teljast eðlileg og sjálfsögð í samskiptum samstarfsfélaga er nánast horfið úr þínu fari. Það er varla að þú nennir að bjóða góðan daginn nema stundum. 6. Aukin þreyta Jafn eðlilegt og það er að vera stundum þreytt eftir vinnudaginn, ertu að upplifa þreytuna meira eins og viðvarandi orkuleysi í vinnunni allan daginn, alla daga. Þú varla hefur þig í að byrja á næsta verkefni. Algengt er að fólk upplifi á einhverjum tímapunkti ævinnar einhvers konar miðaldrakrísu. Sem í sumum tilfellum mætti kalla einhvers konar lífsstefnukrísu, því varla telst það að vera 35 ára nokkur aldur. Í ágætri grein á vefsíðunni Forbes má lesa meira um almenna krísu sem fólk getur upplifað um eða yfir miðjum aldri, sjá nánar HÉR. En við ætlum að halda áfram að rýna í krísuna sem fólk getur upplifað í vinnunni sinni. Þótt allt annað sé í fínu standi, svo sem heimilið, fjölskyldan, parsambandið, heilsan eða áhugamálin. Það sem þú getur gert ef þú telur þig vera að upplifa einhvers konar krísu í vinnunni eða starfsframanum, gætu leiðir itl lausna til dæmis verið: Frí, hvíld Að taka sér smá frí frá vinnu til að átta okkur á málunum gæti reynst vel. Sérstaklega ef niðurstaðan er kannski sú að upplifunin þín er nær því að vera kulnun en miðaldrarkrísa Hvað viltu? Annað er að spyrja okkur sjálf stóru og erfiðu spurninganna. Sem oft vlija gleymast í áranna rás, við verðum svo upptekin í því að sinna börnum, heimili og öllu því sem fylgir. Stóra spurningin hér er: Hvað viltu? Hristu aðeins upp í rútínunni þinni Enn eitt atriðið gæti verið að hrista svolítið upp í okkur sjálfum með því að breyta einhverju í vinnunni okkar. Hér er ekki verið að tala um neitt drastískt heldur einfaldlega að skoða hvort það séu einhver lítil atriði sem þú gætir gert öðruvísi. Byrjað daginn á öðrum verkefnum en venjulega? Snúið forgangsröðun verkefna við yfir vikuna? Eitthvað sem þú vilt læra til að betrumbæta þig í einhverju? Hér er gott að reyna að hugsa aðeins út fyrir boxið. Leiðinlegir eða skemmtilegir vinnufélagar Leiði getur verið smitandi en það sama má segja um jákvæðni og bros. Mögulega gæti það hálpað þér að taka markvisst ákvörðun um að vera meira í kringum jákvæða fólkið í vinnunni, en forðast það fólk sem líklegast er til að nöldra eða vera þungt í skapi. Ertu tilbúinn í erfða ákvörðun? Loks er það spurningin um það hvort þú teljir þig tilbúinn/tilbúna til að taka erfiða ákvörðun. Því í sumum tilvikum endar fólk með að hætta í vinnunni sinni og jafnvel skipta algjörlega um gír. Sumir skella sér jafnvel í nám eða breyta alfarið um starfsvettvang og hlutverk. Allt þó að vel huguðu máli. Því þá er okkur allir vegir færir. Góðu ráðin Tengdar fréttir Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil. 7. mars 2024 07:01 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Á ensku er talað um mid-career crisis. Sem við gætum svo sem einnig þýtt sem einhvers konar mið-starfsframakrísu, en veljum í þessari grein að tala um sem miðaldrarkrísu í vinnu/starfsframa. Þó skal tekið fram að tímabilið sem hér um ræðir og á oftast við getur spannað aldursbilið 40-60 ára. Í stuttu máli lýsir þessi krísa sér þannig að við erum að upplifa einhvers konar efa, óánægju og stöðnun í starfi. Þó þannig að við erum oft ekki að átta okkur á því hvað er eiginlega að angra okkur? Sumir vilja meina að þessi upplifun geti jafnvel komið upp fyrir fertugt; frá 35 ára. Mögulega getur það skipt máli hér, hvenær fólk byrjaði fyrir alvöru að vinna, á hvaða aldri það var þegar það lauk námi eða hversu lengi það hefur verið í sama starfinu. Hvert svo sem aldursbilið er, þá eru hér sex einkenni sem gætu bent til þess að þú sért að upplifa miðaldrakrísuna í vinnunni þinni eða starfsfframa. 1. Gamli drifkrafturinn er horfinn Lýsir sér til dæmis í því að verkefni sem þér fannst áður mjög spennandi og skemmtileg, virka leiðinleg og óspennandi í dag. Eða að þótt þú hafir eitt sinn oft rétt upp hönd og boðist til að leysa úr einhverjum málum eða verkefnum, þá ertu einfaldlega hætt/ur því í dag: Nennir því ekki lengur. 2. Sjálfsöryggið varð fyrir hnjaski Skýrt merki um krísu getur verið breytt sjálfsmat og sjálfsóöryggi í starfinu, sem þú þó upplifðir ekki áður. Þetta getur til dæmis lýst sér þannig að þú hafir ekkert efast um hæfni þína í starfi í mörg ár, en ert allt í einu að upplifa óöryggi og efasemdir. 3. Almenn óánægja í vinnunni Síðan er það þessi líðan að vera almennt að upplifa óánægju í vinnunni. Jafnvel þannig að heilu sunnudagarnir fara í að láta sér líða illa yfir því að það er vinna daginn eftir. Eitthvað sem þú þekktir ekki áður. 4. Óþol gagnvart nýju starfsfólki Í staðinn fyrir að taka brosandi og með jákvæðni á móti nýju starfsfólki ertu að upplifa ákveðið óþol gagnvart þessu fólki. Í staðinn fyrir að vera vinaleg/ur í fasi, er ekki laust við að fólk upplifi pirring frá þér. 5. Leiðinlegt viðmót Enn önnur vísbending er að vera svolítið sama um samstarfsfélagana þannig að alls kyns lítil atriði sem ættu að teljast eðlileg og sjálfsögð í samskiptum samstarfsfélaga er nánast horfið úr þínu fari. Það er varla að þú nennir að bjóða góðan daginn nema stundum. 6. Aukin þreyta Jafn eðlilegt og það er að vera stundum þreytt eftir vinnudaginn, ertu að upplifa þreytuna meira eins og viðvarandi orkuleysi í vinnunni allan daginn, alla daga. Þú varla hefur þig í að byrja á næsta verkefni. Algengt er að fólk upplifi á einhverjum tímapunkti ævinnar einhvers konar miðaldrakrísu. Sem í sumum tilfellum mætti kalla einhvers konar lífsstefnukrísu, því varla telst það að vera 35 ára nokkur aldur. Í ágætri grein á vefsíðunni Forbes má lesa meira um almenna krísu sem fólk getur upplifað um eða yfir miðjum aldri, sjá nánar HÉR. En við ætlum að halda áfram að rýna í krísuna sem fólk getur upplifað í vinnunni sinni. Þótt allt annað sé í fínu standi, svo sem heimilið, fjölskyldan, parsambandið, heilsan eða áhugamálin. Það sem þú getur gert ef þú telur þig vera að upplifa einhvers konar krísu í vinnunni eða starfsframanum, gætu leiðir itl lausna til dæmis verið: Frí, hvíld Að taka sér smá frí frá vinnu til að átta okkur á málunum gæti reynst vel. Sérstaklega ef niðurstaðan er kannski sú að upplifunin þín er nær því að vera kulnun en miðaldrarkrísa Hvað viltu? Annað er að spyrja okkur sjálf stóru og erfiðu spurninganna. Sem oft vlija gleymast í áranna rás, við verðum svo upptekin í því að sinna börnum, heimili og öllu því sem fylgir. Stóra spurningin hér er: Hvað viltu? Hristu aðeins upp í rútínunni þinni Enn eitt atriðið gæti verið að hrista svolítið upp í okkur sjálfum með því að breyta einhverju í vinnunni okkar. Hér er ekki verið að tala um neitt drastískt heldur einfaldlega að skoða hvort það séu einhver lítil atriði sem þú gætir gert öðruvísi. Byrjað daginn á öðrum verkefnum en venjulega? Snúið forgangsröðun verkefna við yfir vikuna? Eitthvað sem þú vilt læra til að betrumbæta þig í einhverju? Hér er gott að reyna að hugsa aðeins út fyrir boxið. Leiðinlegir eða skemmtilegir vinnufélagar Leiði getur verið smitandi en það sama má segja um jákvæðni og bros. Mögulega gæti það hálpað þér að taka markvisst ákvörðun um að vera meira í kringum jákvæða fólkið í vinnunni, en forðast það fólk sem líklegast er til að nöldra eða vera þungt í skapi. Ertu tilbúinn í erfða ákvörðun? Loks er það spurningin um það hvort þú teljir þig tilbúinn/tilbúna til að taka erfiða ákvörðun. Því í sumum tilvikum endar fólk með að hætta í vinnunni sinni og jafnvel skipta algjörlega um gír. Sumir skella sér jafnvel í nám eða breyta alfarið um starfsvettvang og hlutverk. Allt þó að vel huguðu máli. Því þá er okkur allir vegir færir.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil. 7. mars 2024 07:01 Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01 Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00 Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Eðlilegt að starfsmenn og stjórnendur skipti um vinnu reglulega Erlendis er víða talað um að þumalputtareglan sé sú að æskilegt sé að skipta um starf á eins til þriggja ára fresti. Að undanskildum stjórnendum, þar er oft talað um fimm til tíu ára starfstímabil. 7. mars 2024 07:01
Aldur og atvinnufærni: „Ég þekki ekkert þennan ENTER gaur“ „Ég hef unnið í þessum starfsþróunarmálum í áratugi, oft með ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki og hefja rekstur. 5. júlí 2023 07:01
Kannski er yfirmaðurinn þinn á breytingaskeiðinu sínu (á líka við karlmenn) Að tala um breytingaskeiðið fer oftast fram í frekar lokuðum hópum. Kannski hjá bestu vinkonum. Hjá hjónum. Hjá lækninum. Sjaldnast meðal karlmanna, en þó: Það kemur fyrir. Hjá báðum kynjum oft í gríni eða sem einhvers konar djók. 21. maí 2021 07:00
Eftirlaunaaldurinn og tilfinningastigin fimm Þegar að við missum ástvin förum við í gegnum fimm stig í sorgarferlinu og þau tilfinningastig eru þau sömu og þegar að við missum vinnuna. 6. júlí 2022 07:01
Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00