Fótbolti

Baldur heim­sækir ný­liða Vestra

Smári Jökull Jónsson skrifar
Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þátttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi.
Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þátttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Vísir

Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar.

Þættirnir „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ hafa vakið verðskuldaða athygli en þar fer fyrrum knattspyrnumaðurinn Baldur Sigurðsson í heimsókn til liða í Bestu deild karla og fær að skyggnast á bakvið tjöldin í undirbúningi liða fyrir tímabilið.

Að þessu sinni er komið að heimsókn til Vestra á Ísafirði sem leika í fyrsta sinn í Bestu deild karla á komandi tímabili.

Þátturinn er á dagskrá á Stöð 2 Sport nú í kvöld og hófst klukkan 20:00. Hægt er að sjá þáttinn í tímaflakkinu og í efnisveitu Stöðvar 2 að þættinum loknum.

Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Vestri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×