„Við áttum aldrei möguleika“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. mars 2024 11:01 Fyrir réttum tíu árum síðan sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um makrílveiðar í kjölfar þess að sambandið hafði knúið Færeyinga að samningaborðinu með refsiaðgerðum vegna síldveiða þeirra í sinni eigin lögsögu. Stjórnvöld á Írlandi beittu sér af krafti gegn samningnum í ráðherraráði Evrópusambandsins en lutu að lokum í lægra haldi í atkvæðagreiðslu innan ráðsins þrátt fyrir að um væri að ræða mikla hagsmuni fyrir írskan sjávarútveg sem þarlendir ráðamenn sögðu samninginn setja í uppnám. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn var undirritaður. Dönsk stjórnvöld höfðu áður orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar tekin var ákvörðun um það að beita Færeyinga áðurnefndum refsiaðgerðum vegna veiða þeirra á síld í færeyskri lögsögu. Danskir ráðamenn höfðu beitt sér gegn því að til aðgerðanna yrði gripið en allt fyrir ekki. Fyrir vikið urðu stjórnvöld í Danmörku að sætta sig við það að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu. Þótti málið eðlilega hið neyðarlegasta fyrir ráðamenn í Kaupmannahöfn. Hvorki fulltrúar Íra, Dana eða annarra þjóða innan Evrópusambandsins sátu við borðið þegar samið var um makrílveiðarnar. Ríki sambandsins hafa enda framselt vald sitt til þess að semja meðal annars um fiskveiðar og viðskipti til stofnana þess. Þar sátu fyrir vikið einungis fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga. Færeyingar eru sem kunnugt er ekki fullvalda þjóð en hafa heimastjórn og ráða fyrir vikið meðal annars eigin sjávarútvegsmálum. Ólíkt ríkjum sambandsins. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður þannig fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráðið. Írar og Danir eru sem kunnugt er milljónaþjóðir og fyrir vikið í margfalt sterkari stöðu til þess að hafa áhrif á ákvarðanir sambandsins en Ísland væri landið innan þess. Vægi Írlands og Danmerkur við töku langflestra ákvarðana í ráðherraráðinu er engu að síður ekki beinlínis upp á marga fiska. Þannig er vægi Íra 1,15% við þær aðstæður og Dana 1,31%. Þetta má til dæmis sjá í reiknivél á vefsíðu ráðsins. Miðað við sömu reikniformúlu yrði vægi Íslands innan ráðherraráðsins allajafna einungis um 0,08% kæmi til þess að landið gengi í Evrópusambandið. Það er lítið sem ekkert. Þar með talið í sjávarútvegs- og orkumálum. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland sex þingmenn af rúmlega 700. Það væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Eilítið skárra en í tilfelli ráðherraráðsins en að sama skapi ávísun á lítil sem engin áhrif. Fulltrúar í framkvæmdastjórn sambandsins sitja þar ekki fyrir hönd heimalanda sinna enda er þeim beinlínis óheimilt að draga taum þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn þess. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti í framkvæmdastjórninni engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Frá því að hafa áhrif til „sætis við borðið“ Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins. Það er að til yrði eitt sambandsríki. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni svonefndri árið 1950 sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar að hún myndi á lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Markvisst hefur unnið að lokamarkmiðinu allar götur síðan. Nú síðast birtist það til að mynda í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem kemur fram að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðið „áfram“. Leitun hefur hreinlega verið að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Mjög langur vegur er enn fremur frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina. Talsvert minna þó í seinni tíð. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu íslenzkum hagsmunum og aðstæðum enda væru þær ekki teknar með það í huga og við ekki við stjórnvölinn í þeim efnum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað nánar. Það er ekki að ástæðulausu að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um „sæti við borðið“. Engin trygging er jú fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttum tíu árum síðan sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um makrílveiðar í kjölfar þess að sambandið hafði knúið Færeyinga að samningaborðinu með refsiaðgerðum vegna síldveiða þeirra í sinni eigin lögsögu. Stjórnvöld á Írlandi beittu sér af krafti gegn samningnum í ráðherraráði Evrópusambandsins en lutu að lokum í lægra haldi í atkvæðagreiðslu innan ráðsins þrátt fyrir að um væri að ræða mikla hagsmuni fyrir írskan sjávarútveg sem þarlendir ráðamenn sögðu samninginn setja í uppnám. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn var undirritaður. Dönsk stjórnvöld höfðu áður orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar tekin var ákvörðun um það að beita Færeyinga áðurnefndum refsiaðgerðum vegna veiða þeirra á síld í færeyskri lögsögu. Danskir ráðamenn höfðu beitt sér gegn því að til aðgerðanna yrði gripið en allt fyrir ekki. Fyrir vikið urðu stjórnvöld í Danmörku að sætta sig við það að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu. Þótti málið eðlilega hið neyðarlegasta fyrir ráðamenn í Kaupmannahöfn. Hvorki fulltrúar Íra, Dana eða annarra þjóða innan Evrópusambandsins sátu við borðið þegar samið var um makrílveiðarnar. Ríki sambandsins hafa enda framselt vald sitt til þess að semja meðal annars um fiskveiðar og viðskipti til stofnana þess. Þar sátu fyrir vikið einungis fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga. Færeyingar eru sem kunnugt er ekki fullvalda þjóð en hafa heimastjórn og ráða fyrir vikið meðal annars eigin sjávarútvegsmálum. Ólíkt ríkjum sambandsins. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli. Þar, og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Hversu fjölmenn ríki Evrópusambandsins eru ræður þannig fyrst og fremst vægi þeirra þegar ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Þetta á ekki sízt við um ráðherraráðið. Írar og Danir eru sem kunnugt er milljónaþjóðir og fyrir vikið í margfalt sterkari stöðu til þess að hafa áhrif á ákvarðanir sambandsins en Ísland væri landið innan þess. Vægi Írlands og Danmerkur við töku langflestra ákvarðana í ráðherraráðinu er engu að síður ekki beinlínis upp á marga fiska. Þannig er vægi Íra 1,15% við þær aðstæður og Dana 1,31%. Þetta má til dæmis sjá í reiknivél á vefsíðu ráðsins. Miðað við sömu reikniformúlu yrði vægi Íslands innan ráðherraráðsins allajafna einungis um 0,08% kæmi til þess að landið gengi í Evrópusambandið. Það er lítið sem ekkert. Þar með talið í sjávarútvegs- og orkumálum. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland sex þingmenn af rúmlega 700. Það væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Eilítið skárra en í tilfelli ráðherraráðsins en að sama skapi ávísun á lítil sem engin áhrif. Fulltrúar í framkvæmdastjórn sambandsins sitja þar ekki fyrir hönd heimalanda sinna enda er þeim beinlínis óheimilt að draga taum þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn þess. Með öðrum orðum gæti Íslendingur sem sæti í framkvæmdastjórninni engan veginn talizt málsvari íslenzkra hagsmuna. Frá því að hafa áhrif til „sætis við borðið“ Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar teknar eru ákvarðanir. Áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda þegar vægi ríkja þess er annars vegar er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins. Það er að til yrði eitt sambandsríki. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni svonefndri árið 1950 sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar að hún myndi á lokum leiða til evrópsks sambandsríkis („the federation of Europe“). Markvisst hefur unnið að lokamarkmiðinu allar götur síðan. Nú síðast birtist það til að mynda í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem kemur fram að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Lykilatriðið hér er vitanlega orðið „áfram“. Leitun hefur hreinlega verið að pólitískum forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Mjög langur vegur er enn fremur frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina. Talsvert minna þó í seinni tíð. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu íslenzkum hagsmunum og aðstæðum enda væru þær ekki teknar með það í huga og við ekki við stjórnvölinn í þeim efnum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið hljómar ef til vill vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað nánar. Það er ekki að ástæðulausu að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um „sæti við borðið“. Engin trygging er jú fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun