Innlent

Mögu­leg snjó­flóða­hætta á Vest­fjörðum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd af Flateyri úr safni.
Mynd af Flateyri úr safni. Vísir/Arnar

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustigið tekur gildi klukkan tíu í fyrramálið á morgun.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum vegna málsins segir að ástæðan sé gul veðurviðvörun sem tekur gildi víða um land á morgun.

„Veðurspá gerir nú ráð fyrir versnandi veðri í nótt með hvassviðri og snjókomu sem færast muni í aukana og vara fram á mánudagskvöld,“ segir í tilkynningunni.

Sérstaklega verður fylgst með stöðunni á Súðavíkurhlíð, Flateyrarvegi og Raknadalshlíð í Patreksfirði vegna mögulegrar snjóflóðahættu gangi spáin eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×