Gervigreind hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2024 20:30 Díana Óskarsdóttir, forstjóri var meðal annars með erindi á vísindaráðstefnunni um gervigreind en stofnunin er í samstarfi við Þýska fyrirtækið Siemens þar sem gervigreind er látin greina myndir meðal annars í röntgen, segulómun og tölvusneiðmyndum fyrir þann lækni, sem er á vakt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú í tilraunaverkefni þar sem gervigreind er notuð í myndgreiningu til stuðnings við lækna á vöktum. Forstjóri stofnunarinnar segir að gervigreind eigi eftir að koma sterk inn þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar til að auka nákvæmni í allskonar greiningum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands er alltaf að vinna að því að auka þekkingu starfsfólks stofnunarinnar og því var haldin fjölmenn vísindaráðstefnu í sala Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Díana Óskarsdóttir, forstjóri var meðal annars með erindi um gervigreind en stofnunin er í samstarfi við Þýska fyrirtækið Siemens þar sem gervigreind er látin greina myndir meðal annars í röntgen, segulómun og tölvusneiðmyndum fyrir þann lækni, sem er á vakt. „En við slíkar aðstæður getur úrlestur gervigreindar stutt við ákvarðanatöku lækna þar til niðurstöður sérfræðinga liggja fyrir. Og það er líka gott fyrir lækna sem eru á vöktum og hafa ekki aðgang að röntgensérfræðingum að geta fengið niðurstöður strax. Áreiðanleiki gervigreindar er í mörgum tilfellum ekki síðri en greiningar lækna,” sagði Díana meðal annars í erindi sínu. Díana segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé alltaf að fikra sig inn í framtíðina vil að finna lausnir til að hjálpa við þær áskoranir, sem stofnunin stendur frammi fyrir og er að glíma við alla daga. Þar komi gervigreind sterklega inn. Vísindaráðstefnan tókst einstaklega vel en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra sat ráðstefnuna. Hér er hann með nokkrum starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og hún mun hjálpa okkur að auka nákvæmni í allskonar greiningum og getað sparað tíma hjá okkur og við getum veitt skilvirkari þjónustu en hún er að sjálfsögðu ekki að koma í staðinn fyrir okkar starfsfólk heldur er að koma meira inn til að hjálpa okkur og veita betri þjónustu,” segir Díana. Ertu ekkert hrædd við þetta? „Ég er ekki hrædd við þetta en við þurfum að vanda okkur. Við erum að nota viðkvæmar upplýsingar og við þurfum alltaf að taka tillit til þess að horfa til persónuverndar og hvernig við erum að nota þau gögn, sem við erum að setja inn í gervigreindina, klárlega,” segir Díana, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana segist ekki vera hrædd við gervigreindina en það þurfi að vanda mjög vel til verka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Gervigreind Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands er alltaf að vinna að því að auka þekkingu starfsfólks stofnunarinnar og því var haldin fjölmenn vísindaráðstefnu í sala Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem fjölmörg fróðleg erindi voru haldin. Díana Óskarsdóttir, forstjóri var meðal annars með erindi um gervigreind en stofnunin er í samstarfi við Þýska fyrirtækið Siemens þar sem gervigreind er látin greina myndir meðal annars í röntgen, segulómun og tölvusneiðmyndum fyrir þann lækni, sem er á vakt. „En við slíkar aðstæður getur úrlestur gervigreindar stutt við ákvarðanatöku lækna þar til niðurstöður sérfræðinga liggja fyrir. Og það er líka gott fyrir lækna sem eru á vöktum og hafa ekki aðgang að röntgensérfræðingum að geta fengið niðurstöður strax. Áreiðanleiki gervigreindar er í mörgum tilfellum ekki síðri en greiningar lækna,” sagði Díana meðal annars í erindi sínu. Díana segir að Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé alltaf að fikra sig inn í framtíðina vil að finna lausnir til að hjálpa við þær áskoranir, sem stofnunin stendur frammi fyrir og er að glíma við alla daga. Þar komi gervigreind sterklega inn. Vísindaráðstefnan tókst einstaklega vel en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra sat ráðstefnuna. Hér er hann með nokkrum starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og hún mun hjálpa okkur að auka nákvæmni í allskonar greiningum og getað sparað tíma hjá okkur og við getum veitt skilvirkari þjónustu en hún er að sjálfsögðu ekki að koma í staðinn fyrir okkar starfsfólk heldur er að koma meira inn til að hjálpa okkur og veita betri þjónustu,” segir Díana. Ertu ekkert hrædd við þetta? „Ég er ekki hrædd við þetta en við þurfum að vanda okkur. Við erum að nota viðkvæmar upplýsingar og við þurfum alltaf að taka tillit til þess að horfa til persónuverndar og hvernig við erum að nota þau gögn, sem við erum að setja inn í gervigreindina, klárlega,” segir Díana, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Díana segist ekki vera hrædd við gervigreindina en það þurfi að vanda mjög vel til verka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Gervigreind Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira