Forsætisráðherra lét bændur heyra það Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2024 13:31 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi þar sem hún lét bændur heyra það vegna lélegra merkinga á vörum þeirra og hvatti þá til að gera betur í þeim málum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra sá ástæðu til að skamma íslenska bændur við setningu Búnaðarþings þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við merkingar eða réttara sagt engar merkingar á íslenskum landbúnaðarafurðum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði bændur og aðra gesti við upphaf Búnaðarþings á fimmtudaginn. Hún kom víða við í ræðu sinni og það vakti athygli þegar hún ræddi um merkingarleysi á íslenskum landbúnaðarafurðum og lét bændur heyra það þegar það kom að þeim punkti í ræðunni. „Ég vil segja það að ég hef mikla trúa á almenningi á Íslandi og ég tel að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði. Við þurfum hins vegar að auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.“ Og Katrín sagði að ef hún færi út í verslun án gleraugnanna sinna þá sé engin leið fyrir hana að vita hvað hún sé að kaupa. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt, ég get alveg eins verið að kaupa þýskt eða nýsjálenskt lambakjöt, því það er merkt með smásæju letri. Þegar ég fer í verslun í Frakklandi þá veit ég nákvæmlega hvað ég er að kaupa, þar eru fánalitirnir,“ sagði Katrín. Og því ekkert mál að vita að viðkomandi vara er 100 prósent frá frönskum bændum en á Íslandi sé ekkert að frétta þegar merkingar á vörum íslenskra bænda er að ræða. „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu, það erum við ekki að gera núna,“ sagði forsætisráðherra og settur landbúnaðarráðherra. Katrín hvetur íslenska bændur til að merkja sínar vörur í verslunum þannig að neytendur séu aldrei í vafa um hvað þeir séu að kaupa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Katrínu að Bændasamtökin með aðstoð stjórnvalda hafi látið útbúa einfalda upprunamerkingu, „Íslenskt staðfest“, en með notkun á því merki sé fylgt Norrænni fyrirmynda og svo sagði Katrín þetta. „Samt fáum við neytendur sjaldan að sjá þetta merki, því er borið við að það kosti of mikið og það finnst mér ekki vera sannfærandi rök,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi. Fallegur íslenskur kálfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landbúnaður Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpaði bændur og aðra gesti við upphaf Búnaðarþings á fimmtudaginn. Hún kom víða við í ræðu sinni og það vakti athygli þegar hún ræddi um merkingarleysi á íslenskum landbúnaðarafurðum og lét bændur heyra það þegar það kom að þeim punkti í ræðunni. „Ég vil segja það að ég hef mikla trúa á almenningi á Íslandi og ég tel að íslenskir neytendur vilji standa með innlendum landbúnaði. Við þurfum hins vegar að auðvelda neytendum að taka upplýstar ákvarðanir.“ Og Katrín sagði að ef hún færi út í verslun án gleraugnanna sinna þá sé engin leið fyrir hana að vita hvað hún sé að kaupa. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt, ég get alveg eins verið að kaupa þýskt eða nýsjálenskt lambakjöt, því það er merkt með smásæju letri. Þegar ég fer í verslun í Frakklandi þá veit ég nákvæmlega hvað ég er að kaupa, þar eru fánalitirnir,“ sagði Katrín. Og því ekkert mál að vita að viðkomandi vara er 100 prósent frá frönskum bændum en á Íslandi sé ekkert að frétta þegar merkingar á vörum íslenskra bænda er að ræða. „Og ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með íslenskri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu, það erum við ekki að gera núna,“ sagði forsætisráðherra og settur landbúnaðarráðherra. Katrín hvetur íslenska bændur til að merkja sínar vörur í verslunum þannig að neytendur séu aldrei í vafa um hvað þeir séu að kaupa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fram kom hjá Katrínu að Bændasamtökin með aðstoð stjórnvalda hafi látið útbúa einfalda upprunamerkingu, „Íslenskt staðfest“, en með notkun á því merki sé fylgt Norrænni fyrirmynda og svo sagði Katrín þetta. „Samt fáum við neytendur sjaldan að sjá þetta merki, því er borið við að það kosti of mikið og það finnst mér ekki vera sannfærandi rök,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Búnaðarþingi. Fallegur íslenskur kálfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landbúnaður Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira