Innlent

Há­skóla­nemar mót­mæla við þing­húsið

Jakob Bjarnar skrifar
Nemar við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands fóru í verkfall til að mótmæla við Alþingishúsið.
Nemar við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands fóru í verkfall til að mótmæla við Alþingishúsið. Salvör Gullbrá

Nemar við Háskóla Íslands og Listaháskólann gengu út úr tímum nú rétt í þessu og mótmæla aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í tengslum við málefni Palestínu.

Nemarnir gengu úr tíma eftir hádegið og gengu niður á Austurvöll þar sem haldinn var samstöðufundur kl. 14:00, og nú standa mótmæli enn við Alþingishúsið.

Salvrör Gullbrá Þórarinsdóttir segir að mótmælin séu á vegum háskólanema og beinist að ríkisstjórninni. 

„Við erum að mótmæla aðgerðaleysi ríkisstjórnar Íslands vegna þjóðarmorðsins í Palestínu,“ segir Salvör Gullbrá.

Mótmælin eru liður í verkfalli Evrópskra háskóla fyrir Palestínu. Eins og sjá má á meðfylgjandi skilti:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×