Viðskipti innlent

Mariam stýrir markaðs­málum Stand­by

Atli Ísleifsson skrifar
Mariam Laperashvili hefur undanfarin tvö ár starfað sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála fjölmiðla Sýnar.
Mariam Laperashvili hefur undanfarin tvö ár starfað sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála fjölmiðla Sýnar. Aðsend

Mariam Laperashvili hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála hjá fjártæknifyrirtækinu Standby.

Undanfarin tvö ár hefur Mariam starfað sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála fjölmiðla Sýnar þar sem hún leiddi kynningarmál Stöðvar 2, Vísis, Stöð 2 Sport,Bylgjunar, FM957 og X977. 

Í tilkynningu kemur fram að Mariam sé viðskiptafræðingur að mennt og lokið B.Sc. námi frá Háskóla Íslands og stundað nám við George Washington University þar sem hún hafi sérhæft sig í markaðsfræðum. 

„Hún hefur víðtæka reynslu í fjölmiðlum, sölu, stafrænni þróun og markaðsmálum og hefur yfir árin unnið hjá íslenskum fyrirtækjum eins og Sagafilm, Reon og Tulipop og bandarískum félögum WorkAmerica og National Geographic. 

Standby er bandarískt fjártæknifyrirtæki sem veitir bankaábyrgðir vegna leigu á íbúðarhúsnæði.Bankaábyrgðir eru algengar í Evrópu og á Íslandi, en ekki í Bandaríkjunum, og er því fyrirtækið að veita þjónustu sem er þrautreynd en á nýjum markaði. Varan heitir „Standby Deposit“ og er í boði í öllum fylkjum Bandaríkjanna í samstarfi við stóran fjártæknibanka í New York,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×