Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. mars 2024 19:10 Davíð Viðarsson er einn umsvifamesti veitingamaður landsins, ekki síst eftir kaup hans á Wok On veitingahúsakeðjunni til viðbótar við Pho Víetnam staðina. Þá rekur hann gistiheimili í miðbænum. Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá hafi réttindi fólks verið brotin, það unnið allt of langa vinnudaga og fengið lítið frí. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig til rannsóknar hvort fólk hafi þurft að greiða hluta launa sinna til baka til vinnuveitenda. Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Fjöldi meintra fórnarlamba hleypur á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleit á mörgum stöðum í gær og í skoðun er að frysta eignir. Aðgerðir lögreglu í gær voru umfangsmiklar og teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Hundrað og átta starfsmenn lögreglu og hinna ýmsu stofnana tóku þátt í aðgerðunum. Vinnumansal til rannsóknar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist ekki geta tjáð sig um hverjir séu í haldi og um málsatvik. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsmanna, það er að segja svokallað vinnumansal,“ segir Grímur. Varðandi það sem felst í vinnumannsali segir Grímur það þurfa að uppfylla ákveðna þætti. „Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þótt Grímur geti lítið tjáð sig um rannsókn málsins segir hann þó að um sé að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Margar milljónir fyrir ferðina til Íslands Heimildir fréttastofu herma að mögulega hafi Davíð nýtt sér glufu í kerfinu þannig að þeir sem hafi komið hingað til lands hafi verið á svokölluðum sérfræðingaleyfum sem Vinnumálastofnun veitir útlendingum sem koma hingað til lands til að vinna sérstök störf. Fólkið hafi síðan ekki endilega starfað við þau störf. Þá hafi fólkið greitt háar upphæðir til að komast til landsins. Upphæðir eins og átta milljónir króna hafa verið nefndar í þessu samhengi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu í gær að þáttur Vinnumálastofnunar í rannsókninni varða þær upplýsingar sem stofnunin býr yfir. „Við erum fyrst og fremst að skoða þann þátt sem að okkur snýr. Hvaða fólk er það sem er með þetta atvinnuleyfi?“ sagði Unnur við fréttastofu í gær. „Við gefum út atvinnuleyfi til ríkisborgara sem koma utan evrópska efnahagssvæðisins. Við höfum framkvæmd og eftirlit með þeim lögum.“ Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir. 5. mars 2024 18:00 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Þá hafi réttindi fólks verið brotin, það unnið allt of langa vinnudaga og fengið lítið frí. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig til rannsóknar hvort fólk hafi þurft að greiða hluta launa sinna til baka til vinnuveitenda. Sex voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í dag grunuð um vinnumansal. Fjöldi meintra fórnarlamba hleypur á tugum og á málið sér nokkra ára sögu. Þá var lagt hald á fjármuni við húsleit á mörgum stöðum í gær og í skoðun er að frysta eignir. Aðgerðir lögreglu í gær voru umfangsmiklar og teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Hundrað og átta starfsmenn lögreglu og hinna ýmsu stofnana tóku þátt í aðgerðunum. Vinnumansal til rannsóknar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist ekki geta tjáð sig um hverjir séu í haldi og um málsatvik. Hann vill ekki gefa upp hversu mörg möguleg fórnarlömbin séu. „Við höfum ekki gefið upp nákvæma tölu en þetta voru nokkrir tugir starfsmanna, það er að segja svokallað vinnumansal,“ segir Grímur. Varðandi það sem felst í vinnumannsali segir Grímur það þurfa að uppfylla ákveðna þætti. „Mansal, smygl á fólki, og einhver hagnýting og undirboð á vinnumarkaði, þetta er allt nátengt. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega á þessu stigi hvort og þá hvað var um að ræða. En okkur grunar og hafa borist upplýsingar um að fólk hafi ekki notið þeirra kjara sem því ber við störf á Íslandi.“ Þótt Grímur geti lítið tjáð sig um rannsókn málsins segir hann þó að um sé að ræða fólk frá Víetnam. „Hvort tveggja er þetta fólk sem er íslenskir ríkisborgarar en eiga uppruna frá Víetnam, það eru þeir sem eru grunaðir í málinu, en þeir sem grunur leikur á að kunni að vera brotaþolar mansals, það er fólk frá Víetnam.“ Margar milljónir fyrir ferðina til Íslands Heimildir fréttastofu herma að mögulega hafi Davíð nýtt sér glufu í kerfinu þannig að þeir sem hafi komið hingað til lands hafi verið á svokölluðum sérfræðingaleyfum sem Vinnumálastofnun veitir útlendingum sem koma hingað til lands til að vinna sérstök störf. Fólkið hafi síðan ekki endilega starfað við þau störf. Þá hafi fólkið greitt háar upphæðir til að komast til landsins. Upphæðir eins og átta milljónir króna hafa verið nefndar í þessu samhengi. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu í gær að þáttur Vinnumálastofnunar í rannsókninni varða þær upplýsingar sem stofnunin býr yfir. „Við erum fyrst og fremst að skoða þann þátt sem að okkur snýr. Hvaða fólk er það sem er með þetta atvinnuleyfi?“ sagði Unnur við fréttastofu í gær. „Við gefum út atvinnuleyfi til ríkisborgara sem koma utan evrópska efnahagssvæðisins. Við höfum framkvæmd og eftirlit með þeim lögum.“
Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Veitingastaðir Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir. 5. mars 2024 18:00 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir. 5. mars 2024 18:00
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54
„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03