Tveir þrettán ára drengir lentu í snjóflóði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. mars 2024 17:20 Svona voru aðstæður við skíðasvæðið í Stafdal á laugardaginn. Skíðasvæðið í Stafdal Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði á skíðasvæðinu í Stafdal í Seyðisfirði á laugardag. Annar þeirra missti meðvitund og lá grafinn í flóðinu í tuttugu mínútur, en hinn barst niður með flóðinu. RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga. Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga.
Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira