Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2024 12:42 Flugvélin fékk heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu við komuna til Færeyja í gær. Jónis Albert Nielsen/jn.fo Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. Flugvélin hefur fengið nafnið Eysturoy eftir næst stærstu eyju Færeyja. Hún fór þegar í gærkvöldi í sitt fyrsta vöruflug með ferskan lax til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Eftir tveggja tíma viðdvöl í Keflavík hélt hún för sinni áfram vestur um haf um tíuleytið í gærkvöldi og lenti á Newark-flugvelli við New York laust fyrir miðnætti að staðartíma. Flugvélin lenti klukkan 16.02 á Voga-flugvelli í Færeyjum.Jónis Albert Nielsen/jn.fo FarCargo er dótturfélag laxeldisrisans Bakkafrosts, sem er langstærsta fyrirtæki Færeyja. Meginhlutverk þotunnar verður að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum félagsins beint á markaði bæði austan hafs og vestan. Sérstaklega er horft til New York-svæðisins. „Það tekur tólf daga að flytja lax til New York sjóleiðina frá Færeyjum og það er ekki ákjósanlegt fyrir gæðin í ferska laxinum að það taki svo langan tíma,“ segir Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts. Regin Jacobsen er forstjóri og stærsti eigandi Bakkafrosts. Vöruhleðsludyr flugvélarinnar sjást opnar fyrir aftan.Jónis Albert Nielsen/jn.fo „Það er mikil eftirspurn eftir ferskum laxi í Bandaríkjunum. Með þessari nýju flugvél tekur það níu klukkustundir að koma laxinum frá Færeyjum til New York,“ segir Regin. Með flugvélinni stefnir Bakkafrost að því að flytja um 20 prósent af afurðum félagsins í flugi. 80 prósent verða áfram flutt með skipum. Fyrst um sinn verður þotan rekin á flugrekstrarleyfi sænska fyrirtækisins West Atlantic og er hún með sænskt skrásetningarnúmer. FarCargo stefnir síðan að því að taka sjálft við flugrekstrinum. Þegar hafa átta flugmenn verið ráðnir til starfa hjá félaginu. Flugvélin hefur hlotið heitið Eysturoy.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Flugvélin er af gerðinni Boeing 757-200. Hún var upphaflega smíðuð árið 2001 til farþegaflugs fyrir American Airlines. FarCargo lét breyta henni í fraktvél og getur hún þannig borið 35 tonn af farmi. Forseti Íslands kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn til Færeyja fyrir sjö árum: Boeing 757-þotur hafa einnig verið nýttar í flugi Icelandair Cargo með ferskan íslenskan fisk á erlenda markaði, sem fjallað var um í þættinum Um land allt árið 2014: Færeyjar Fréttir af flugi Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Sjávarréttir Keflavíkurflugvöllur Boeing Lax Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13. október 2019 14:45 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugvélin hefur fengið nafnið Eysturoy eftir næst stærstu eyju Færeyja. Hún fór þegar í gærkvöldi í sitt fyrsta vöruflug með ferskan lax til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Eftir tveggja tíma viðdvöl í Keflavík hélt hún för sinni áfram vestur um haf um tíuleytið í gærkvöldi og lenti á Newark-flugvelli við New York laust fyrir miðnætti að staðartíma. Flugvélin lenti klukkan 16.02 á Voga-flugvelli í Færeyjum.Jónis Albert Nielsen/jn.fo FarCargo er dótturfélag laxeldisrisans Bakkafrosts, sem er langstærsta fyrirtæki Færeyja. Meginhlutverk þotunnar verður að flytja ferskan eldislax úr sjókvíum félagsins beint á markaði bæði austan hafs og vestan. Sérstaklega er horft til New York-svæðisins. „Það tekur tólf daga að flytja lax til New York sjóleiðina frá Færeyjum og það er ekki ákjósanlegt fyrir gæðin í ferska laxinum að það taki svo langan tíma,“ segir Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts. Regin Jacobsen er forstjóri og stærsti eigandi Bakkafrosts. Vöruhleðsludyr flugvélarinnar sjást opnar fyrir aftan.Jónis Albert Nielsen/jn.fo „Það er mikil eftirspurn eftir ferskum laxi í Bandaríkjunum. Með þessari nýju flugvél tekur það níu klukkustundir að koma laxinum frá Færeyjum til New York,“ segir Regin. Með flugvélinni stefnir Bakkafrost að því að flytja um 20 prósent af afurðum félagsins í flugi. 80 prósent verða áfram flutt með skipum. Fyrst um sinn verður þotan rekin á flugrekstrarleyfi sænska fyrirtækisins West Atlantic og er hún með sænskt skrásetningarnúmer. FarCargo stefnir síðan að því að taka sjálft við flugrekstrinum. Þegar hafa átta flugmenn verið ráðnir til starfa hjá félaginu. Flugvélin hefur hlotið heitið Eysturoy.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Flugvélin er af gerðinni Boeing 757-200. Hún var upphaflega smíðuð árið 2001 til farþegaflugs fyrir American Airlines. FarCargo lét breyta henni í fraktvél og getur hún þannig borið 35 tonn af farmi. Forseti Íslands kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn til Færeyja fyrir sjö árum: Boeing 757-þotur hafa einnig verið nýttar í flugi Icelandair Cargo með ferskan íslenskan fisk á erlenda markaði, sem fjallað var um í þættinum Um land allt árið 2014:
Færeyjar Fréttir af flugi Fiskeldi Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Sjávarréttir Keflavíkurflugvöllur Boeing Lax Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13. október 2019 14:45 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03
Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22
Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13. október 2019 14:45
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00