Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 15:00 Fótboltabullur tengdar Lazio hafa oft verið til vandræða og tengjast öfgahægri öflum. Getty Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra. Um hundrað stuðningsmenn Lazio voru samankomnir á Hofbräuhaus í München í gær en sá staður var ekki valinn af handahófi. Á þeim stað stofnaði Adolf Hitler formlega Nasistaflokkinn í febrúar árið 1920. Staðurinn þótti því henta vel til hatursorðræðu stuðningsmannana en þeir hylltu þar bæði Hitler og Mussolini auk þess að lyfta höndum í fasistakveðju. Myndskeið af hegðuninni hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Slíkt er ólöglegt í Þýskalandi, og raunar líka á Ítalíu, en þónokkrir voru teknir fastir vegna hegðunarinnar. Málið er þá til rannsóknar hjá lögreglunni í München. Alessandro Onorato, borgarstjórnarfulltrúi í Róm, gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Þeir sem fóru til München að horfa á leikinn til þess að lofa Mussolini og sýna fasistakveðjur eru til skammar. Þeir dreifa skít á liðið sitt og Rómarborg. Ég fordæmi harðlega og harma það sem ég sá í þessu myndbandi sem er því miður í dreifingu víða um heim,“ segir Onorato. Hér að neðan má sjá myndband af hluta söngvanna. Tifosi laziali in trasferta a Monaco, inni al duce e saluti romani. Il video girato nella birreria dove Hitler tenne alcuni comizi, la celebre Hofbrauhaus. L'assessore allo Sport di Roma Capitale Alessandro Onorato: "Una vergogna" #ANSA https://t.co/0I9iH7Vqbo pic.twitter.com/cKC2eOVujG— Agenzia ANSA (@Agenzia_Ansa) March 5, 2024 Stuðningsmenn Lazio hafa löngum verið tengdir öfgahægrisamtökum í Róm og þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn liðsins eru handteknir fyrir hegðun sem þessa. Bayern München vann 3-0 sigur á Lazio í leik liðanna í gær og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri í einvígi liðanna. Hofbräuhaus var mikið stundaður af Íslendingum í janúar síðastliðnum en þar hituðu stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins jafnan upp fyrir leiki liðsins sem leiknir voru í München. Ítalski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Um hundrað stuðningsmenn Lazio voru samankomnir á Hofbräuhaus í München í gær en sá staður var ekki valinn af handahófi. Á þeim stað stofnaði Adolf Hitler formlega Nasistaflokkinn í febrúar árið 1920. Staðurinn þótti því henta vel til hatursorðræðu stuðningsmannana en þeir hylltu þar bæði Hitler og Mussolini auk þess að lyfta höndum í fasistakveðju. Myndskeið af hegðuninni hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Slíkt er ólöglegt í Þýskalandi, og raunar líka á Ítalíu, en þónokkrir voru teknir fastir vegna hegðunarinnar. Málið er þá til rannsóknar hjá lögreglunni í München. Alessandro Onorato, borgarstjórnarfulltrúi í Róm, gagnrýnir stuðningsmennina harðlega. „Þeir sem fóru til München að horfa á leikinn til þess að lofa Mussolini og sýna fasistakveðjur eru til skammar. Þeir dreifa skít á liðið sitt og Rómarborg. Ég fordæmi harðlega og harma það sem ég sá í þessu myndbandi sem er því miður í dreifingu víða um heim,“ segir Onorato. Hér að neðan má sjá myndband af hluta söngvanna. Tifosi laziali in trasferta a Monaco, inni al duce e saluti romani. Il video girato nella birreria dove Hitler tenne alcuni comizi, la celebre Hofbrauhaus. L'assessore allo Sport di Roma Capitale Alessandro Onorato: "Una vergogna" #ANSA https://t.co/0I9iH7Vqbo pic.twitter.com/cKC2eOVujG— Agenzia ANSA (@Agenzia_Ansa) March 5, 2024 Stuðningsmenn Lazio hafa löngum verið tengdir öfgahægrisamtökum í Róm og þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn liðsins eru handteknir fyrir hegðun sem þessa. Bayern München vann 3-0 sigur á Lazio í leik liðanna í gær og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri í einvígi liðanna. Hofbräuhaus var mikið stundaður af Íslendingum í janúar síðastliðnum en þar hituðu stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins jafnan upp fyrir leiki liðsins sem leiknir voru í München.
Ítalski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“