Komast ekki í eigur sínar vegna lögregluaðgerða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2024 17:06 Aidan Flynn í símanum við blaðamann fyrir utan Kastala Guesthouse. Vísir/Vilhelm Írskur ferðamaður kom að lokuðum dyrum þegar hann sneri á Kastali Guesthouse í Kirkjustræti síðdegis eftir dagsferð út á land að skoða jarðhitasvæði. Aidan Flynn hefur gist tvær nætur á Kastali Guesthouse. Gistiheimilinu var lokað í dag í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem samkvæmt heimildum fréttastofu snúa að Vy-þrif fyrirtækinu og eigandanum Davíð Viðarssyni sem einnig á Wok On og Pho Víetnam. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrir stundu að fjölmörg lögregluembætti hefðu sameinað krafta sína í aðgerðum sem hófust í dag og standa enn yfir, allt frá Suðurnesjum og til Norðurlands. Auk Kastala Guesthouse hefur veitingastöðum Wok On og Pho Víetnam verið lokað. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í dag. Engar upplýsingar hafa fengist eftir formlegum leiðum en lögregla segir von á tilkynningu. Lögregla rýmdi gistiheimilið í dag og ferðamenn tóku föggur sínar. Á meðan var Aidan Flynn að dást að náttúruperlum Íslands. „Við vorum að koma úr göngu. Þegar við komum að inngangnum þá beið okkur blátt límband sem við áttum ekki að fjarlæja,“ segir Aidan. Aidan ásamt tveimur konum sem komast ekki í föggur sínar.Vísir/vilhelm Um er að ræða innsigli á gistiheimilinu sem Davíð hefur rekið undanfarna mánuði. Hann keypti húsnæðið af Hjálpræðishernum fyrir hálfan milljarð árið 2022. Þá stendur á skilaboðum í glugga að fólk sem þurfi að komast í eigur sínar eigi að hafa samband í símanúmerið 112. Allir Won On staðirnir eru lokaðar. Aidan ætlaði að gista þriðju og síðustu nóttina á gistiheimilinu í nótt áður en för verður framhaldið til Kaupmannahafnar. Hann segist reyndar hafa tekið mestu verðmæti með sér í ferðalag dagsins. Á gistiheimilinu er mikið um sameiginleg rými þannig að hann ákvað að skilja ekki mikil verðmæti eftir á svæðinu. Hann vonast til að komast í föggur sínar sem fyrst. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Aidan Flynn hefur gist tvær nætur á Kastali Guesthouse. Gistiheimilinu var lokað í dag í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem samkvæmt heimildum fréttastofu snúa að Vy-þrif fyrirtækinu og eigandanum Davíð Viðarssyni sem einnig á Wok On og Pho Víetnam. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrir stundu að fjölmörg lögregluembætti hefðu sameinað krafta sína í aðgerðum sem hófust í dag og standa enn yfir, allt frá Suðurnesjum og til Norðurlands. Auk Kastala Guesthouse hefur veitingastöðum Wok On og Pho Víetnam verið lokað. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í dag. Engar upplýsingar hafa fengist eftir formlegum leiðum en lögregla segir von á tilkynningu. Lögregla rýmdi gistiheimilið í dag og ferðamenn tóku föggur sínar. Á meðan var Aidan Flynn að dást að náttúruperlum Íslands. „Við vorum að koma úr göngu. Þegar við komum að inngangnum þá beið okkur blátt límband sem við áttum ekki að fjarlæja,“ segir Aidan. Aidan ásamt tveimur konum sem komast ekki í föggur sínar.Vísir/vilhelm Um er að ræða innsigli á gistiheimilinu sem Davíð hefur rekið undanfarna mánuði. Hann keypti húsnæðið af Hjálpræðishernum fyrir hálfan milljarð árið 2022. Þá stendur á skilaboðum í glugga að fólk sem þurfi að komast í eigur sínar eigi að hafa samband í símanúmerið 112. Allir Won On staðirnir eru lokaðar. Aidan ætlaði að gista þriðju og síðustu nóttina á gistiheimilinu í nótt áður en för verður framhaldið til Kaupmannahafnar. Hann segist reyndar hafa tekið mestu verðmæti með sér í ferðalag dagsins. Á gistiheimilinu er mikið um sameiginleg rými þannig að hann ákvað að skilja ekki mikil verðmæti eftir á svæðinu. Hann vonast til að komast í föggur sínar sem fyrst.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24