„Ég held að þetta gleymist seint“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:00 Einar Örn Jónasson var 2. stýrimaður á Goðafossi þegar eldsvoðinn kom upp og í þættinum rifjar hann upp þessa atburði ásamt Nikulási Halldórssyni fyrrum skipstjóra. Meðfylgjandi ljósmynd til vinstri er unnin út frá lýsingum skipsverja á þeirri sýn sem blasti við þeim þessa örlagaríku nótt. „Á mínum fimmtíu árum til sjós þá er þetta held ég mín mesta lífsreynsla, að lenda í þessu,“ segir Nikulás Halldórsson fyrrum skipstjóri á Goðafossi. Í nýjasta, og jafnframt síðasta þætti Útkalls í umsjón Óttars Sveinssonar er rifjaður upp sá atburður þegar eldsvoði kom upp í þessu stærsta flutningaskipi Íslendinga, í fárviðri milli Íslands og Færeyja í október 2010. Minnstu munaði að þrjá menn tæki fyrir borð. Mennirnir stóðu með brunaslöngur á afturskipinu og voru að berjast við eld þegar stór alda skolaði einum þeirra út fyrir rekkverk í haugasjó. Þar hékk hann áður en hann gat togað sig aftur inn á þilfar. Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. Taldi að hann væri að missa Goðafoss Það tekur á Nikulás að segja frá eldsvoðanum í þættinum. Eftir miðnætti hafði hann fyrst verið kallaður upp í brú út af fárviðrinu. „Ég sá í bakglugganum að það birti upp. Svo tek ég eftir því að það stendur eldstrókur upp úr skorsteininum. Stuttu seinna var eins og stæði eldsprengja út um loftristarnar. Mér brá mjög. Fyrsta hugsunin var: „Gátu nú endalokin ekki verið betri en þetta.“ Nikulás taldi að hann væri að missa skipið þessa nótt.Vísir Já, varstu kominn þangað,“ spyr Óttar Sveinsson Nikulás um að hann teldi að hann væri að missa skipið. „Já, við fyrstu sýn.“ Eftir þetta barðist áhöfnin við eldinn við verstu aðstæður, meðal annars með brunaslöngur úti á þilfari þar sem vart var stætt. Ölduhæðin var tólf metrar. „Það vildi nú svo til að afleysingastýrimaðurinn sem var hjá okkur, annar stýrimaður, var fyrrverandi leiðbeinandi Slysavarnaskóla sjómanna, og starfandi þá, í fríi, sem slökkviliðsmaður í Reykjavík. Þannig að samkvæmt verkplani þá átti hann að vera uppi í brúartalstöð samkvæmt þessu neyðarplani okkar og yfirstýrimaður átti að stjórna aðgerðum á dekki. Ég breytti þessu plani, og sendi slökkviliðsmanninn niður, til að stjórna niðri, og hélt yfirstýrimanninum uppi, sem hafði kunnátta og getu á talstöðvarnar,“ rifjar Nikulás upp. Í þættinum er einnig rætt við Einar Örn Jónsson. Hann var 2.stýrimaður í þessari ferð en starfaði sem slökkviliðsmaður í Reykjavík. Einar Örn starfaði sem slökkviliðsmaður og átti sú kunnátta svo sannarlega eftir að koma sér vel.Vísir „Ég fer þarna niður, og á leiðinni niður kem ég við í einum klefa. Móðir mín var með mér, ég bankaði á hurðina hjá henni og sagði við hana að það væri kviknað í hjá okkur. Ég bað hana að vera rólega inni í herberginu, þangað til hún væri kölluð til. Svo held ég áfram niður og hitti strákana niðri. Við erum komnir saman við slökkvistöðina. Sem betur fer var búið að færa slökkvistöðina inn í skipið, í eldtraust rými. Við hjálpumst að við að græja okkur, klæða strákana í reykköfunartæki og í þann búnað sem við höfðum,“ rifjar Einar upp. Við förum þarna aftur fyrir og sjáum að það logar bara allt þilið; þykkt stálið. Það er bjarmi á þilinu og það er mikill eldur inni í ketilhúsinu. Glóbitarnir afmynduðust af hita „Mannskapurinn bara fer samkvæmt plani að ráðast á eldinn. Það var náttúrulega olíueldur, það var bilun í katlinum og það fór rör, þannig að ketilinn fylltist af olíu. Það logaði allt ketilhúsið eins og það lagði sig,“ segir Nikulás og bætir við á öðrum stað: „Hitinn var svo mikill að stálbitar í ketilhúsunum glóhitnuðu og afmynduðust af hita.“ Menn með brunaslöngur á afturþilfarinu voru nú í baráttu upp á líf og dauða við að halda sér um borð. Það munaði litlu að þrjá skipverja tæki fyrir borð eftir að skipið hafði misst ferð og fékk brotsjó inn á afturþilfarið. Svo mikill reykur var í vélarrúminu að aðalvélin missti afl. „Ef við hefðum misst þessa menn í sjóinn hefðum við ekki getað gert neitt. Þeir hefðu bara farið,“ segir Nikulás jafnframt. Einar segir samheldni og samvinnu áhafnarinnar hafa gegnt lykilhlutverki.Vísir Einar Örn tók stjórnina við slökkvistörf sem stóðu yfir heila nótt. „Ég man að ég stóð þarna og horfði upp í brimið. Ég er gamall björgunarsveitarmaður úr Ingólfi, og þar var málverk sem sýnir klær Ægis, öldur og klær. Ég eiginlega bara sá það fyrir mér,“ rifjar hann upp. Vildu ekki þiggja áfallahjálp í fyrstu Um síðir tókst áhöfninni með miklu snarræði og þrautseigju að bjarga eigin lífi og skipsins. „Það var lán í óláninu að þetta gekk svona. Það er stundum eins og það sé þannig, þrátt fyrir skítaaðstæður, að þá leggst mönnum eitthvað til. Og menn gáfust ekkert upp, menn héldu andlitinu. Áhöfnin stóð sig mjög vel, og við allir. Það er lykilatriði við svona aðstæður,“ segir Einar. Þá segir Nikulás: „Það var ekki fyrr en um hádegið, frá því við slökktum eldinn, að þá vorum við að vinna í ketilhúsinu, og undirbúa, og bæði lensa sjó úr vélarrúmi, stýrisvélarúmi og ljósavélarúmi. Koma skikk á hlutina og undirbúa að geta haldið áfram. Það var ekki fyrr en um hádegið, sem að við náðum að taka rétta stefnu á Færeyjar.“ Áhöfninni var boðin áfallahjálp í Færeyjum. „En við vorum kokhraustir og afþökkuðum það, við vildum enga áfallahjálp,“ segir Nikulás en bætir síðan við að þegar áhöfnin var komin til Danmerkur hafi áfallið fyrst dunið yfir. Nikulás rifjar upp í Útkallsþættinum hvernig áfallið kom eftir á hjá áhöfninni. Sumir úr áhöfninni áttu aldrei eftir að geta stundað sjóinn aftur.Vísir „Og það fór svona misvel í menn. Þeir voru að upplifa það að þeir væru staddir í eldhafi, þeir voru að vakna á nóttunni og þeim leið verulega illa. Þegar við komum heim fékk öll áhöfnin áfallahjálp.“ Þessi atburður leiddi til þess sumir úr áhöfninni urðu ófærir um að halda áfram sjómennsku. Þeir treystu sér hreinlega ekki til að halda áfram að sigla. Atburðurinn sat í sálinni. „Ég held að þetta gleymist seint,“ segir Einar í þættinum. „Þessir menn, sem sumir voru orðnir fullorðnir, þeir höfðu líka gamalt í farteskinu. Og þegar að menn lenda í svona erfiðum atvikum þá kemur það fram líka.“ Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan. Útkall Tengdar fréttir Lítill loðnubátur flutti 440 manns í einni ferð „Fyrst hélt ég að það væri að gjósa fyrir utan eyjuna og ég var bara að dást að þessu sköpunarverki, hvað það var fallegt. Þetta var náttúrulega ógnarfallegt og tilkomumikið. En svo þegar ég áttaði mig á að þetta var á eyjunni sjálfri, þá fór ég að skelfast. En í raun hafði maður ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, atburðarásin var svo hröð,“ segir Ragnheiður Einarsdóttir. 28. febrúar 2024 07:01 „Ég var algjörlega búinn og orkulaus“ „Ég er allt í einu bara á leiðinni niður í hafsdjúpið. Það eina sem komst að var að reyna að komast upp á yfirborðið. En ég var ekkert á leiðinni þangað. Það var allt á hvolfi og ég komst ekkert út,“ segir Júlíus Víðir Guðnason háseti sem taldi að hann væri að fara niður á hafsbotn með flutningaskipinu Suðurlandi þegar það var að sökkva fyrir norðan heimskautsbaug á aðfangadagskvöld árið 1986. 21. febrúar 2024 07:01 Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ 18. febrúar 2024 07:00 Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. 14. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Í nýjasta, og jafnframt síðasta þætti Útkalls í umsjón Óttars Sveinssonar er rifjaður upp sá atburður þegar eldsvoði kom upp í þessu stærsta flutningaskipi Íslendinga, í fárviðri milli Íslands og Færeyja í október 2010. Minnstu munaði að þrjá menn tæki fyrir borð. Mennirnir stóðu með brunaslöngur á afturskipinu og voru að berjast við eld þegar stór alda skolaði einum þeirra út fyrir rekkverk í haugasjó. Þar hékk hann áður en hann gat togað sig aftur inn á þilfar. Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. Taldi að hann væri að missa Goðafoss Það tekur á Nikulás að segja frá eldsvoðanum í þættinum. Eftir miðnætti hafði hann fyrst verið kallaður upp í brú út af fárviðrinu. „Ég sá í bakglugganum að það birti upp. Svo tek ég eftir því að það stendur eldstrókur upp úr skorsteininum. Stuttu seinna var eins og stæði eldsprengja út um loftristarnar. Mér brá mjög. Fyrsta hugsunin var: „Gátu nú endalokin ekki verið betri en þetta.“ Nikulás taldi að hann væri að missa skipið þessa nótt.Vísir Já, varstu kominn þangað,“ spyr Óttar Sveinsson Nikulás um að hann teldi að hann væri að missa skipið. „Já, við fyrstu sýn.“ Eftir þetta barðist áhöfnin við eldinn við verstu aðstæður, meðal annars með brunaslöngur úti á þilfari þar sem vart var stætt. Ölduhæðin var tólf metrar. „Það vildi nú svo til að afleysingastýrimaðurinn sem var hjá okkur, annar stýrimaður, var fyrrverandi leiðbeinandi Slysavarnaskóla sjómanna, og starfandi þá, í fríi, sem slökkviliðsmaður í Reykjavík. Þannig að samkvæmt verkplani þá átti hann að vera uppi í brúartalstöð samkvæmt þessu neyðarplani okkar og yfirstýrimaður átti að stjórna aðgerðum á dekki. Ég breytti þessu plani, og sendi slökkviliðsmanninn niður, til að stjórna niðri, og hélt yfirstýrimanninum uppi, sem hafði kunnátta og getu á talstöðvarnar,“ rifjar Nikulás upp. Í þættinum er einnig rætt við Einar Örn Jónsson. Hann var 2.stýrimaður í þessari ferð en starfaði sem slökkviliðsmaður í Reykjavík. Einar Örn starfaði sem slökkviliðsmaður og átti sú kunnátta svo sannarlega eftir að koma sér vel.Vísir „Ég fer þarna niður, og á leiðinni niður kem ég við í einum klefa. Móðir mín var með mér, ég bankaði á hurðina hjá henni og sagði við hana að það væri kviknað í hjá okkur. Ég bað hana að vera rólega inni í herberginu, þangað til hún væri kölluð til. Svo held ég áfram niður og hitti strákana niðri. Við erum komnir saman við slökkvistöðina. Sem betur fer var búið að færa slökkvistöðina inn í skipið, í eldtraust rými. Við hjálpumst að við að græja okkur, klæða strákana í reykköfunartæki og í þann búnað sem við höfðum,“ rifjar Einar upp. Við förum þarna aftur fyrir og sjáum að það logar bara allt þilið; þykkt stálið. Það er bjarmi á þilinu og það er mikill eldur inni í ketilhúsinu. Glóbitarnir afmynduðust af hita „Mannskapurinn bara fer samkvæmt plani að ráðast á eldinn. Það var náttúrulega olíueldur, það var bilun í katlinum og það fór rör, þannig að ketilinn fylltist af olíu. Það logaði allt ketilhúsið eins og það lagði sig,“ segir Nikulás og bætir við á öðrum stað: „Hitinn var svo mikill að stálbitar í ketilhúsunum glóhitnuðu og afmynduðust af hita.“ Menn með brunaslöngur á afturþilfarinu voru nú í baráttu upp á líf og dauða við að halda sér um borð. Það munaði litlu að þrjá skipverja tæki fyrir borð eftir að skipið hafði misst ferð og fékk brotsjó inn á afturþilfarið. Svo mikill reykur var í vélarrúminu að aðalvélin missti afl. „Ef við hefðum misst þessa menn í sjóinn hefðum við ekki getað gert neitt. Þeir hefðu bara farið,“ segir Nikulás jafnframt. Einar segir samheldni og samvinnu áhafnarinnar hafa gegnt lykilhlutverki.Vísir Einar Örn tók stjórnina við slökkvistörf sem stóðu yfir heila nótt. „Ég man að ég stóð þarna og horfði upp í brimið. Ég er gamall björgunarsveitarmaður úr Ingólfi, og þar var málverk sem sýnir klær Ægis, öldur og klær. Ég eiginlega bara sá það fyrir mér,“ rifjar hann upp. Vildu ekki þiggja áfallahjálp í fyrstu Um síðir tókst áhöfninni með miklu snarræði og þrautseigju að bjarga eigin lífi og skipsins. „Það var lán í óláninu að þetta gekk svona. Það er stundum eins og það sé þannig, þrátt fyrir skítaaðstæður, að þá leggst mönnum eitthvað til. Og menn gáfust ekkert upp, menn héldu andlitinu. Áhöfnin stóð sig mjög vel, og við allir. Það er lykilatriði við svona aðstæður,“ segir Einar. Þá segir Nikulás: „Það var ekki fyrr en um hádegið, frá því við slökktum eldinn, að þá vorum við að vinna í ketilhúsinu, og undirbúa, og bæði lensa sjó úr vélarrúmi, stýrisvélarúmi og ljósavélarúmi. Koma skikk á hlutina og undirbúa að geta haldið áfram. Það var ekki fyrr en um hádegið, sem að við náðum að taka rétta stefnu á Færeyjar.“ Áhöfninni var boðin áfallahjálp í Færeyjum. „En við vorum kokhraustir og afþökkuðum það, við vildum enga áfallahjálp,“ segir Nikulás en bætir síðan við að þegar áhöfnin var komin til Danmerkur hafi áfallið fyrst dunið yfir. Nikulás rifjar upp í Útkallsþættinum hvernig áfallið kom eftir á hjá áhöfninni. Sumir úr áhöfninni áttu aldrei eftir að geta stundað sjóinn aftur.Vísir „Og það fór svona misvel í menn. Þeir voru að upplifa það að þeir væru staddir í eldhafi, þeir voru að vakna á nóttunni og þeim leið verulega illa. Þegar við komum heim fékk öll áhöfnin áfallahjálp.“ Þessi atburður leiddi til þess sumir úr áhöfninni urðu ófærir um að halda áfram sjómennsku. Þeir treystu sér hreinlega ekki til að halda áfram að sigla. Atburðurinn sat í sálinni. „Ég held að þetta gleymist seint,“ segir Einar í þættinum. „Þessir menn, sem sumir voru orðnir fullorðnir, þeir höfðu líka gamalt í farteskinu. Og þegar að menn lenda í svona erfiðum atvikum þá kemur það fram líka.“ Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan.
Útkall Tengdar fréttir Lítill loðnubátur flutti 440 manns í einni ferð „Fyrst hélt ég að það væri að gjósa fyrir utan eyjuna og ég var bara að dást að þessu sköpunarverki, hvað það var fallegt. Þetta var náttúrulega ógnarfallegt og tilkomumikið. En svo þegar ég áttaði mig á að þetta var á eyjunni sjálfri, þá fór ég að skelfast. En í raun hafði maður ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, atburðarásin var svo hröð,“ segir Ragnheiður Einarsdóttir. 28. febrúar 2024 07:01 „Ég var algjörlega búinn og orkulaus“ „Ég er allt í einu bara á leiðinni niður í hafsdjúpið. Það eina sem komst að var að reyna að komast upp á yfirborðið. En ég var ekkert á leiðinni þangað. Það var allt á hvolfi og ég komst ekkert út,“ segir Júlíus Víðir Guðnason háseti sem taldi að hann væri að fara niður á hafsbotn með flutningaskipinu Suðurlandi þegar það var að sökkva fyrir norðan heimskautsbaug á aðfangadagskvöld árið 1986. 21. febrúar 2024 07:01 Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ 18. febrúar 2024 07:00 Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. 14. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Lítill loðnubátur flutti 440 manns í einni ferð „Fyrst hélt ég að það væri að gjósa fyrir utan eyjuna og ég var bara að dást að þessu sköpunarverki, hvað það var fallegt. Þetta var náttúrulega ógnarfallegt og tilkomumikið. En svo þegar ég áttaði mig á að þetta var á eyjunni sjálfri, þá fór ég að skelfast. En í raun hafði maður ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, atburðarásin var svo hröð,“ segir Ragnheiður Einarsdóttir. 28. febrúar 2024 07:01
„Ég var algjörlega búinn og orkulaus“ „Ég er allt í einu bara á leiðinni niður í hafsdjúpið. Það eina sem komst að var að reyna að komast upp á yfirborðið. En ég var ekkert á leiðinni þangað. Það var allt á hvolfi og ég komst ekkert út,“ segir Júlíus Víðir Guðnason háseti sem taldi að hann væri að fara niður á hafsbotn með flutningaskipinu Suðurlandi þegar það var að sökkva fyrir norðan heimskautsbaug á aðfangadagskvöld árið 1986. 21. febrúar 2024 07:01
Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ 18. febrúar 2024 07:00
Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. 14. febrúar 2024 07:00