Kýrnar á Stóru Mörk III mjólka mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2024 20:31 Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson, kúabændur á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum, sem hafa verið verðlaunuð fyrir að vera með nytjahæsta kúabúið á Íslandi fyrir árið 2023. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vantar ekki mjólkurmagnið í kýrnar á bæ undir Eyjafjöllunum enda var búið að fá verðlaun fyrir að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi á síðasta ári. Sú kýr sem mjólkar þar mest í dag er að mjólka fimmtíu lítra hvern einasta dag. Þá vekur athygli að bændurnir á bænum eru ekki með neina búfræðismenntun. Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira