Spilaði 106 landsleiki en líður samt eins og útlendingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 12:30 Henrik Larsson fagnar marki sínu fyrir Manchester United á sínum tíma. Getty/Martin Rickett Henrik Larsson er einn frægasti og farsælasti sænski knattspyrnumaður sögunnar. Larsson segist þó ekki líða eins og gegnheilum Svía í nýju viðtali. Blaðamaður Guardian heimsótti Larsson til Närlunda, í úthverfi Helsingborg, þar sem hann ólst upp. Larsson svaraði þar meðal annars spurningum um þjóðerni sitt og æskuna. Getty/Martin Rickett „Ég sé sjálfan mig sem útlending,“ sagði Henrik Larsson um leið og hann horfir upp á gömlu íbúðina sem fjölskyldan bjó í. Guardian ræddi við sænsku goðsögnina. „Ég veit samt ekki hver ég er ef ég segi alveg eins og er. Ég veit að ég spilaði 106 landsleiki fyrir Svíþjóð og ég veit að ég er þannig séð Svíi. Mér leið samt aldrei eins og hundrað prósent Svía,“ sagði Larsson. Hann skoraði 37 mörk í þessum landsleikjum sem hann lék á árunum 1993 til 2009. Þrjú af þessum mörkum skoraði hann á móti Íslandi og hann skoraði í þremur heimsmeistarakeppnum (1994, 2002 og 2006) og tveimur Evrópumeistaramótum (2000 og 2004). Larsson sló fyrst fyrir alvöru í gegn sem leikmaður Celtic í Skotlandi þar sem hann skoraði 174 mörk í 221 leik. Hann fór þaðan til Barcelona og lék í smá tíma með Manchester United. Síðustu árin á ferlinum spilaði hann þó með Helsingborgs IF í Svíþjóð. „Ég verð að virða arfleifð föður míns [Er frá Grænhöfðaeyjum] og það er kannski þess vegna. En mér leið ekki eins og Svía fyrr en ég fór að ná árangri inn á fótboltavellinum. Þegar þú ert ekkert þá skiptir þú ekki máli. Þegar þú ert eitthvað þá ertu hluti af þessu samfélagi. Þá gleymir fólk hvaðan þú kemur og hver kynþáttur þinn er,“ sagði Larsson. „Það voru útlendingar sem bjuggu hér, fólk frá Júgóslavíu, Grikklandi og Finnlandi. Á þessum stað var ég hins vegar sá eini sem var dökkur. Ég lenti því í nokkrum slagsmálum hér. Ef þeir kalla þig með N-orðinu eða eitthvað viðlíka þá var ég vanur að berja þá. Ég held að það hugarfar komi að heiman. Þú verður að standa með sjálfum þér. Þetta var ekki auðveld æska. Þú hefur tvo kosti; þú annað hvort leggst niður og ferð að gráta eða heldur áfram. Ég valdi seinni kostinn,“ sagði Larsson. Hér fyrir ofan má lesa allt viðtalið. Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Blaðamaður Guardian heimsótti Larsson til Närlunda, í úthverfi Helsingborg, þar sem hann ólst upp. Larsson svaraði þar meðal annars spurningum um þjóðerni sitt og æskuna. Getty/Martin Rickett „Ég sé sjálfan mig sem útlending,“ sagði Henrik Larsson um leið og hann horfir upp á gömlu íbúðina sem fjölskyldan bjó í. Guardian ræddi við sænsku goðsögnina. „Ég veit samt ekki hver ég er ef ég segi alveg eins og er. Ég veit að ég spilaði 106 landsleiki fyrir Svíþjóð og ég veit að ég er þannig séð Svíi. Mér leið samt aldrei eins og hundrað prósent Svía,“ sagði Larsson. Hann skoraði 37 mörk í þessum landsleikjum sem hann lék á árunum 1993 til 2009. Þrjú af þessum mörkum skoraði hann á móti Íslandi og hann skoraði í þremur heimsmeistarakeppnum (1994, 2002 og 2006) og tveimur Evrópumeistaramótum (2000 og 2004). Larsson sló fyrst fyrir alvöru í gegn sem leikmaður Celtic í Skotlandi þar sem hann skoraði 174 mörk í 221 leik. Hann fór þaðan til Barcelona og lék í smá tíma með Manchester United. Síðustu árin á ferlinum spilaði hann þó með Helsingborgs IF í Svíþjóð. „Ég verð að virða arfleifð föður míns [Er frá Grænhöfðaeyjum] og það er kannski þess vegna. En mér leið ekki eins og Svía fyrr en ég fór að ná árangri inn á fótboltavellinum. Þegar þú ert ekkert þá skiptir þú ekki máli. Þegar þú ert eitthvað þá ertu hluti af þessu samfélagi. Þá gleymir fólk hvaðan þú kemur og hver kynþáttur þinn er,“ sagði Larsson. „Það voru útlendingar sem bjuggu hér, fólk frá Júgóslavíu, Grikklandi og Finnlandi. Á þessum stað var ég hins vegar sá eini sem var dökkur. Ég lenti því í nokkrum slagsmálum hér. Ef þeir kalla þig með N-orðinu eða eitthvað viðlíka þá var ég vanur að berja þá. Ég held að það hugarfar komi að heiman. Þú verður að standa með sjálfum þér. Þetta var ekki auðveld æska. Þú hefur tvo kosti; þú annað hvort leggst niður og ferð að gráta eða heldur áfram. Ég valdi seinni kostinn,“ sagði Larsson. Hér fyrir ofan má lesa allt viðtalið.
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira