Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 06:37 Ísraelsmenn eru ósáttir við að Hamas neiti að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. AP/Leo Correa Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, var ómyrk í máli um stöðu mála í ræðu sem hún hélt þegar hún heimsótti Edmund Pettus-brúnna í Selmu í Alabama, þar sem lögreglumenn börðu niður friðsamleg mótmæli fyrir sex áratugum. Harris kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og sagði Ísraelsmenn verða að tryggja aukna mannúðaraðstoð á Gasa. „Engar afsakanir,“ sagði hún. Opna þyrfti nýjar leiðir inn á svæðið, aflétta óþarfa takmörkunum á aðflutningi neyðargagna, standa vörð um hjálparstarfsmenn og koma aftur á grunnþjónustu. Þá gagnrýndi hún Ísraela fyrir framgöngu hersins þegar yfir hundrað manns voru drepnir við bifreið með hjálpargögn í síðustu viku. „Við sáum hungrað, örvæntingafullt fólk nálgast flutningabifreiðar með neyðargögn til að reyna að tryggja fjölskyldum sínum mat eftir vikur af engri aðstoð í norðurhluta Gasa og þeim var mætt með bysskuskotum og glundroða,“ sagði Harris. Varaforsetinn sendi hins vegar einnig út skýr skilaboð til Hamas. „Hamas-liðar segjast vilja vopnahlé. Jæja, það er samkomulag á borðinu. Og eins og við höfum sagt; Hamas þarf að ganga að því samkomulagi. Komum á vopnahléi. Komum gíslunum aftur til fjölskyldna sinna. Og komum aðstoð umsvifalaust til íbúa Gasa.“ Fulltrúar Hamas mættu til viðræðnanna í Kaíró í gær en Reuters hafði eftir palestínskum embættismanni að samkomulag væri ekki í höfn. Ísraelsmenn tjáðu sig ekki um viðræðurnar í gær. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, var ómyrk í máli um stöðu mála í ræðu sem hún hélt þegar hún heimsótti Edmund Pettus-brúnna í Selmu í Alabama, þar sem lögreglumenn börðu niður friðsamleg mótmæli fyrir sex áratugum. Harris kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og sagði Ísraelsmenn verða að tryggja aukna mannúðaraðstoð á Gasa. „Engar afsakanir,“ sagði hún. Opna þyrfti nýjar leiðir inn á svæðið, aflétta óþarfa takmörkunum á aðflutningi neyðargagna, standa vörð um hjálparstarfsmenn og koma aftur á grunnþjónustu. Þá gagnrýndi hún Ísraela fyrir framgöngu hersins þegar yfir hundrað manns voru drepnir við bifreið með hjálpargögn í síðustu viku. „Við sáum hungrað, örvæntingafullt fólk nálgast flutningabifreiðar með neyðargögn til að reyna að tryggja fjölskyldum sínum mat eftir vikur af engri aðstoð í norðurhluta Gasa og þeim var mætt með bysskuskotum og glundroða,“ sagði Harris. Varaforsetinn sendi hins vegar einnig út skýr skilaboð til Hamas. „Hamas-liðar segjast vilja vopnahlé. Jæja, það er samkomulag á borðinu. Og eins og við höfum sagt; Hamas þarf að ganga að því samkomulagi. Komum á vopnahléi. Komum gíslunum aftur til fjölskyldna sinna. Og komum aðstoð umsvifalaust til íbúa Gasa.“ Fulltrúar Hamas mættu til viðræðnanna í Kaíró í gær en Reuters hafði eftir palestínskum embættismanni að samkomulag væri ekki í höfn. Ísraelsmenn tjáðu sig ekki um viðræðurnar í gær.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira