Horner heldur áfram að hneyksla og gæti misst starfið Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 11:30 Christian Horner hefur fagnað ófáum sigrum sem liðsstjóri Red Bull en gæti nú verið vísað úr starfi Clive Rose/Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1 síðan 2005, gæti átt í hættu að missa starf sitt eftir að kynferðisleg smáskilaboð og myndir sem hann sendi samstarfskonu sinni láku á netið. Red Bull gaf það út á miðvikudag að rannsókn á óviðeigandi hegðun hans í garð samstarfskonu hjá Red Bull væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Aðeins um sólarhring síðar, á fimmtudag, láku á netið smáskilaboð og myndsendingar, kynferðislegar í eðli, sem Horner hafði sent samstarfskonunni. Skilaboðunum var lekið með nafnlausum tölvupósti til fjölmiðla og fjölda aðila innan Formúlu 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandsins. Þau bárust til Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA, sem sagði þetta „skaða íþróttina auk þess að vera skaðlegt frá mannlegu sjónarmiði“. 🗣️ "It's not our business."Red Bull's Max Verstappen comments on how allegations against team principal Christian Horner have affected the team. pic.twitter.com/UBDGZiNI0e— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2024 Horner hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og ekki tjáð sig frekar. Toto Wolff og Zak Brown hjá Mercedes og McLaren hafa kallað eftir auknu gagnsæi og óskað eftir því að Red Bull opinberi rannsókn sína. Greint hefur verið frá því að Geri Halliwell, fyrrum kryddpía og eiginkona Horner, hyggist skilja við eiginmann sinn. Enn er óljóst hvað verður um Horner, hjónaband hans og hvort hann haldi stöðu sinni hjá Red Bull. FIA og Formúla 1 munu nú sjálf rannsaka málið, finnist hann brotlegur verður Horner að öllum líkindum vikið úr starfi og bannað að starfa fyrir önnur aðildarfélög FIA. Red Bull bílarnir bruna af stað í Barein, fyrsta kappakstri tímabilsins í Formúlu 1. Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30. Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull gaf það út á miðvikudag að rannsókn á óviðeigandi hegðun hans í garð samstarfskonu hjá Red Bull væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Aðeins um sólarhring síðar, á fimmtudag, láku á netið smáskilaboð og myndsendingar, kynferðislegar í eðli, sem Horner hafði sent samstarfskonunni. Skilaboðunum var lekið með nafnlausum tölvupósti til fjölmiðla og fjölda aðila innan Formúlu 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandsins. Þau bárust til Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA, sem sagði þetta „skaða íþróttina auk þess að vera skaðlegt frá mannlegu sjónarmiði“. 🗣️ "It's not our business."Red Bull's Max Verstappen comments on how allegations against team principal Christian Horner have affected the team. pic.twitter.com/UBDGZiNI0e— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2024 Horner hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og ekki tjáð sig frekar. Toto Wolff og Zak Brown hjá Mercedes og McLaren hafa kallað eftir auknu gagnsæi og óskað eftir því að Red Bull opinberi rannsókn sína. Greint hefur verið frá því að Geri Halliwell, fyrrum kryddpía og eiginkona Horner, hyggist skilja við eiginmann sinn. Enn er óljóst hvað verður um Horner, hjónaband hans og hvort hann haldi stöðu sinni hjá Red Bull. FIA og Formúla 1 munu nú sjálf rannsaka málið, finnist hann brotlegur verður Horner að öllum líkindum vikið úr starfi og bannað að starfa fyrir önnur aðildarfélög FIA. Red Bull bílarnir bruna af stað í Barein, fyrsta kappakstri tímabilsins í Formúlu 1. Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30.
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira