Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir Lovísa Arnardóttir skrifar 4. mars 2024 06:45 Ævar Pálmi Pálmason hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar segir gott að hafa í huga að ef það líti út fyrir að vera of gott til að vera satt, þá sé það líklega þannig. Vísir/Getty Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar. „Þetta er ein tegund fjárkúgunar. Við erum með nokkur svona atvik til skoðunar og rannsóknar. Oft er um að ræða unga drengi, en líka fullorðna einstaklinga. Sem eru þá blekktir til þess að halda að þeir séu í samskiptum við konu,“ segir Ævar Pálmi en að það sé ekki algilt. Svona atvik hafi einnig átt sér stað í hinsegin samfélaginu þar sem menn eða drengir eru blekktir af öðrum manni eða dreng. Eftir að myndin er send kemur hótun „Þeir eru þá blekktir og halda að þeir séu í samskiptum við einhvern annan en er þarna að baki. Eftir að samskiptin byrja leiðast þau fljótt út í eitthvað svona kynferðislegt tal. Eða að „konan“ eða „maðurinn“ sýnir eitthvað og biður svo um að sjá eitthvað á móti. Þegar það hefur átt sér stað kemur hótunin. Hún er yfirleitt í formi þess að það er skjáskot af vinalista á samfélagsmiðli og fólk krafið um pening ellegar verði myndunum dreift á vinalistann,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir allan gang á því hversu háar upphæðir sé um að ræða en að lögreglan sé meðvituð um mál þar sem einstaklingar eru krafðir um milljónir. „Frá tugum þúsunda upp í tvær milljónir.“ Þetta virðist eitthvað svo óraunhæft. Að níðast svona á börnum og krefja þau um milljónir. „Þetta er bara skipulögð brotastarfsemi og það er kannski ekkert byrjað á því að krefja þau um milljón. Það er byrjað á lægri upphæðum og svo er haldið áfram,“ segir Ævar Pálmi og að misjafnt sé hvort að fólk gangi að þessum kröfum eða ekki. Flest málin byrja á Instagram Ævar Pálmi segir þessi mál koma upp á öllum samfélagsmiðlum, en að þau mál sem lögreglan hafi til rannsóknar hafi flest komið upp á Instagram og Snapchat. „Það er yfirleitt þannig að samskiptin byrja á þekktum miðli eins og Instagram en svo biður gerandinn fórnarlömbin um að færa sig á annað spjallsvæði, sem er ekki eins öruggt.“ Þegar málin eru komin á borð lögreglunnar er send beiðni á samfélagsmiðlana. „En oft rekumst við á veggi. Þetta eru brotamenn sem eru vanir að fela slóð sína og tekst það oft á tíðum. Það getur hver sem er lent í þessu en það er einblínt á unglinga,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þessi mál afar erfið og suma tilkynna til lögreglu án þess að vilja að lengra sé með það farið. „Þau vilja bara láta vita. En þetta eru erfið mál til rannsóknar að því leytinu til að annars vegar nálgast þetta efni sem brotamaður hefur náð í og hins vegar að elta peningaslóðina. Þetta er einn angi skipulagðrar brotastarfsemi og þetta eru atvinnuglæpamenn. Sem sitja jafnvel í einhverjum tröllaverksmiðjum í Rússlandi eða Afríku og framkvæma þetta.“ Ævar Pálmi Pálmason segir mikilvægt að foreldrar og forráðamenn ræði við börn sín um það að senda kynferðislegar myndir af sér og hvaða hættur geti fylgt því. Vísir/Rúnar Ævar Pálmi segir þetta alls ekki aðeins vandamál á Íslandi. Sem dæmi var ítalskur maður handtekinn hér á landi nýlega sem hafði brotið með þessum hætti á ítölskum börnum. Þá var einnig ítarlega fjallað um slíkar fjárkúganir í bandaríska miðlinum Washington Post í október á síðasta ári. Þar kom fram að þúsundir ungra drengja í Bandaríkjunum hefðu verið kúgaðir með þessum hætti. Fjallað er um málið á vef bandarísku alríkislögreglunnar þar sem kemur fram að tíðni sjálfsvíga hafi aukist samhliða meðal ungmenna sem í þessu lendi. Vandamál sem þarf að ræða Hann segir í fyrri tíð hafi stelpur frekar verið beittar slíku ofbeldi samhliða öðru ofbeldi eða í lengri tíma. „Þetta er ekkert nýtt hjá stelpum að því leytinu til að þær hafi kannski þurft að þola í mörg ár einhvern sem segir „sendu mér aðra nektarmynd annars birti ég hina“. Það er annað form á þessu því nú eru peningar komnir inn í spilið. Þetta er önnur birtingarmynd á einhverju sem að stelpur hafa þurft að þola í mörg ár,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi segir afar áríðandi að foreldra og forráðamenn séu meðvitaður um þetta vandamál og ræði þetta við börnin sín. „Það er mikilvægast að segja frá. Það er vel skiljanlegt að fólk finni fyrir mikilli skömm en það er númer eitt, tvö og þrjú að tala við einhvern sem þú treystir, segja frá og fá aðstoð við næstu skref.“ Ævar Pálmi segir á sama tíma gott að hafa það í huga að ef það lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt, þá sé það líklega raunin. Þetta er önnur birtingarmynd á einhverju sem að stelpur hafa þurft að þola í mörg ár „Ef það er einhver svakalega glæsilegur kvenmaður að karlmaður að hrósa brosinu þínu á prófílmyndinni og vill komast í samband við þig. Þá er það klárlega of gott til að vera satt,“ segir hann og að það eigi það sama við í þessu að gæta að almennri skynsemi. „Af hverju ætti einhver svona gella eða gæi úti í heimi að hrósa prófílmyndinni. Það er gott að spyrja sig að því. Þegar þetta lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt þá er það oftast þannig. Þá eru þetta einhvers konar svik.“ Þetta er kannski ekki þægilegt samtal fyrir foreldra, en mikilvægt? „Já, þetta er óþægilegt samtal. Flestir foreldrar geta eflaust verið sammála um það,“ segir Ævar Pálmi og bendir foreldrum og forráðamönnum á heimasíðurnar Take it down og SWGfl sem er fræðslusíða um hefndarklám þar sem hægt er að fá aðstoð við að stöðva myndbirtingarnar. Þá segir hann hægt að fá góða fræðslu á 112.is undir kynferðisofbeldi auk þess sem þar sé netspjall fyrir fullorðna og börn þar sem hægt er að tilkynna brot. Eins og fram hefur komið er þetta aðallega vandamál meðal drengja. Hvorki talskona Stígamóta né teymisstjóri Bjarkarhlíðar könnuðust við fjölgun eða að þetta væri vandamál þegar blaðamaður leitaði til þeirra. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir stafrænt ofbeldi þó í stöðugri aukningu og að það sjái þau hjá Stígamótum hjá þeim sem til þeirra leita. Hún bendir á að það séu aðeins einstaklingar yfir 18 ára aldri og því geti verið að málin rati ekki til þeirra. Drífa Snædal segir Stígamót aðeins þjónusta fullorðna einstaklinga og það geti mögulega útskýrt af hverju málin hafi ekki ratað til þeirra. Vísir/Egill Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri í Bjarkahlíð, segir það sama. Að til þeirra leiti aðeins einstaklingar á fullorðinsaldri og því geti hreinlega verið að það sé ástæðan fyrir því að þau hafi ekki heyrt af þessum sæmdarkúgunarmálum. Hún segir þetta lengi hafa verið vandamál hjá stúlkum en að birtingarmyndin sé önnur, eins og Ævar Pálmi benti á. Velkomin í Bergið Eva Rós Ólafsdóttir hjá Berginu – headspace segir þau reglulega heyra í ungmennum sem lendi í því að aðili sem þau hafi sent kynferðislegar myndir á misnoti sér það svo síðar. Hún segir gott fyrir ungt fólk og ungmenni að vita að til Bergsins geta leitað einstaklingar á aldrinum 12 til 25 ára. Eva Rós segir Bergið veita ungmennum ókeypis þjónustu og þau séu öll velkomin. „Ef einhver er í þessari stöðu og er á aldrinum 12 til 25 ára þá er því velkomið að leita til okkar. Við veitum fría þjónustu fyrir þennan aldurshóp,“ segir Eva og að það geti verið lausn fyrir þau sem kannski kunna ekki við að hefja samtalið við foreldra sína eða forráðamenn. Fram kom í niðurstöðum könnunar Rannsóknar og greininga meðal barna í 8. og 10. bekk sem birtar voru fyrr í febrúar að hlutfall þeirra sem hafa verið beðin um að senda ögrandi mynd af sér eða nektarmynd hefði lækkað töluvert á milli ára. Hlutfallið væri þó enn hátt því 44 prósent stúlkna höfðu fengið slíka beiðni og 12 prósent stráka. Hlutfall þeirra sem hafði sent slíka mynd hafði líka lækkað en 18 prósent stúlkna í 10. bekk sagðist hafa sent slíka mynd og níu prósent drengja. Hlutfallið var lægra í yngri bekkjum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Þegar gerandinn er íslenska ríkið Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu. 29. janúar 2024 06:45 Börnin villtu á sér heimildir og seldu kynferðislegar myndir Skólastjórnendum Hagaskóla hefur borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. 9. janúar 2024 13:08 Fólk taki nektarmyndir til valdeflingar „Fyrir mér er þetta að fanga móment sjálfsástarinnar,“ segir Íris Svava Pálmadóttir, talskona jákvæðrar líkamsímyndar, um nektarmyndir. 7. júní 2023 21:16 Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni. 29. júní 2023 13:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Þetta er ein tegund fjárkúgunar. Við erum með nokkur svona atvik til skoðunar og rannsóknar. Oft er um að ræða unga drengi, en líka fullorðna einstaklinga. Sem eru þá blekktir til þess að halda að þeir séu í samskiptum við konu,“ segir Ævar Pálmi en að það sé ekki algilt. Svona atvik hafi einnig átt sér stað í hinsegin samfélaginu þar sem menn eða drengir eru blekktir af öðrum manni eða dreng. Eftir að myndin er send kemur hótun „Þeir eru þá blekktir og halda að þeir séu í samskiptum við einhvern annan en er þarna að baki. Eftir að samskiptin byrja leiðast þau fljótt út í eitthvað svona kynferðislegt tal. Eða að „konan“ eða „maðurinn“ sýnir eitthvað og biður svo um að sjá eitthvað á móti. Þegar það hefur átt sér stað kemur hótunin. Hún er yfirleitt í formi þess að það er skjáskot af vinalista á samfélagsmiðli og fólk krafið um pening ellegar verði myndunum dreift á vinalistann,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir allan gang á því hversu háar upphæðir sé um að ræða en að lögreglan sé meðvituð um mál þar sem einstaklingar eru krafðir um milljónir. „Frá tugum þúsunda upp í tvær milljónir.“ Þetta virðist eitthvað svo óraunhæft. Að níðast svona á börnum og krefja þau um milljónir. „Þetta er bara skipulögð brotastarfsemi og það er kannski ekkert byrjað á því að krefja þau um milljón. Það er byrjað á lægri upphæðum og svo er haldið áfram,“ segir Ævar Pálmi og að misjafnt sé hvort að fólk gangi að þessum kröfum eða ekki. Flest málin byrja á Instagram Ævar Pálmi segir þessi mál koma upp á öllum samfélagsmiðlum, en að þau mál sem lögreglan hafi til rannsóknar hafi flest komið upp á Instagram og Snapchat. „Það er yfirleitt þannig að samskiptin byrja á þekktum miðli eins og Instagram en svo biður gerandinn fórnarlömbin um að færa sig á annað spjallsvæði, sem er ekki eins öruggt.“ Þegar málin eru komin á borð lögreglunnar er send beiðni á samfélagsmiðlana. „En oft rekumst við á veggi. Þetta eru brotamenn sem eru vanir að fela slóð sína og tekst það oft á tíðum. Það getur hver sem er lent í þessu en það er einblínt á unglinga,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þessi mál afar erfið og suma tilkynna til lögreglu án þess að vilja að lengra sé með það farið. „Þau vilja bara láta vita. En þetta eru erfið mál til rannsóknar að því leytinu til að annars vegar nálgast þetta efni sem brotamaður hefur náð í og hins vegar að elta peningaslóðina. Þetta er einn angi skipulagðrar brotastarfsemi og þetta eru atvinnuglæpamenn. Sem sitja jafnvel í einhverjum tröllaverksmiðjum í Rússlandi eða Afríku og framkvæma þetta.“ Ævar Pálmi Pálmason segir mikilvægt að foreldrar og forráðamenn ræði við börn sín um það að senda kynferðislegar myndir af sér og hvaða hættur geti fylgt því. Vísir/Rúnar Ævar Pálmi segir þetta alls ekki aðeins vandamál á Íslandi. Sem dæmi var ítalskur maður handtekinn hér á landi nýlega sem hafði brotið með þessum hætti á ítölskum börnum. Þá var einnig ítarlega fjallað um slíkar fjárkúganir í bandaríska miðlinum Washington Post í október á síðasta ári. Þar kom fram að þúsundir ungra drengja í Bandaríkjunum hefðu verið kúgaðir með þessum hætti. Fjallað er um málið á vef bandarísku alríkislögreglunnar þar sem kemur fram að tíðni sjálfsvíga hafi aukist samhliða meðal ungmenna sem í þessu lendi. Vandamál sem þarf að ræða Hann segir í fyrri tíð hafi stelpur frekar verið beittar slíku ofbeldi samhliða öðru ofbeldi eða í lengri tíma. „Þetta er ekkert nýtt hjá stelpum að því leytinu til að þær hafi kannski þurft að þola í mörg ár einhvern sem segir „sendu mér aðra nektarmynd annars birti ég hina“. Það er annað form á þessu því nú eru peningar komnir inn í spilið. Þetta er önnur birtingarmynd á einhverju sem að stelpur hafa þurft að þola í mörg ár,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi segir afar áríðandi að foreldra og forráðamenn séu meðvitaður um þetta vandamál og ræði þetta við börnin sín. „Það er mikilvægast að segja frá. Það er vel skiljanlegt að fólk finni fyrir mikilli skömm en það er númer eitt, tvö og þrjú að tala við einhvern sem þú treystir, segja frá og fá aðstoð við næstu skref.“ Ævar Pálmi segir á sama tíma gott að hafa það í huga að ef það lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt, þá sé það líklega raunin. Þetta er önnur birtingarmynd á einhverju sem að stelpur hafa þurft að þola í mörg ár „Ef það er einhver svakalega glæsilegur kvenmaður að karlmaður að hrósa brosinu þínu á prófílmyndinni og vill komast í samband við þig. Þá er það klárlega of gott til að vera satt,“ segir hann og að það eigi það sama við í þessu að gæta að almennri skynsemi. „Af hverju ætti einhver svona gella eða gæi úti í heimi að hrósa prófílmyndinni. Það er gott að spyrja sig að því. Þegar þetta lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt þá er það oftast þannig. Þá eru þetta einhvers konar svik.“ Þetta er kannski ekki þægilegt samtal fyrir foreldra, en mikilvægt? „Já, þetta er óþægilegt samtal. Flestir foreldrar geta eflaust verið sammála um það,“ segir Ævar Pálmi og bendir foreldrum og forráðamönnum á heimasíðurnar Take it down og SWGfl sem er fræðslusíða um hefndarklám þar sem hægt er að fá aðstoð við að stöðva myndbirtingarnar. Þá segir hann hægt að fá góða fræðslu á 112.is undir kynferðisofbeldi auk þess sem þar sé netspjall fyrir fullorðna og börn þar sem hægt er að tilkynna brot. Eins og fram hefur komið er þetta aðallega vandamál meðal drengja. Hvorki talskona Stígamóta né teymisstjóri Bjarkarhlíðar könnuðust við fjölgun eða að þetta væri vandamál þegar blaðamaður leitaði til þeirra. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir stafrænt ofbeldi þó í stöðugri aukningu og að það sjái þau hjá Stígamótum hjá þeim sem til þeirra leita. Hún bendir á að það séu aðeins einstaklingar yfir 18 ára aldri og því geti verið að málin rati ekki til þeirra. Drífa Snædal segir Stígamót aðeins þjónusta fullorðna einstaklinga og það geti mögulega útskýrt af hverju málin hafi ekki ratað til þeirra. Vísir/Egill Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri í Bjarkahlíð, segir það sama. Að til þeirra leiti aðeins einstaklingar á fullorðinsaldri og því geti hreinlega verið að það sé ástæðan fyrir því að þau hafi ekki heyrt af þessum sæmdarkúgunarmálum. Hún segir þetta lengi hafa verið vandamál hjá stúlkum en að birtingarmyndin sé önnur, eins og Ævar Pálmi benti á. Velkomin í Bergið Eva Rós Ólafsdóttir hjá Berginu – headspace segir þau reglulega heyra í ungmennum sem lendi í því að aðili sem þau hafi sent kynferðislegar myndir á misnoti sér það svo síðar. Hún segir gott fyrir ungt fólk og ungmenni að vita að til Bergsins geta leitað einstaklingar á aldrinum 12 til 25 ára. Eva Rós segir Bergið veita ungmennum ókeypis þjónustu og þau séu öll velkomin. „Ef einhver er í þessari stöðu og er á aldrinum 12 til 25 ára þá er því velkomið að leita til okkar. Við veitum fría þjónustu fyrir þennan aldurshóp,“ segir Eva og að það geti verið lausn fyrir þau sem kannski kunna ekki við að hefja samtalið við foreldra sína eða forráðamenn. Fram kom í niðurstöðum könnunar Rannsóknar og greininga meðal barna í 8. og 10. bekk sem birtar voru fyrr í febrúar að hlutfall þeirra sem hafa verið beðin um að senda ögrandi mynd af sér eða nektarmynd hefði lækkað töluvert á milli ára. Hlutfallið væri þó enn hátt því 44 prósent stúlkna höfðu fengið slíka beiðni og 12 prósent stráka. Hlutfall þeirra sem hafði sent slíka mynd hafði líka lækkað en 18 prósent stúlkna í 10. bekk sagðist hafa sent slíka mynd og níu prósent drengja. Hlutfallið var lægra í yngri bekkjum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Þegar gerandinn er íslenska ríkið Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu. 29. janúar 2024 06:45 Börnin villtu á sér heimildir og seldu kynferðislegar myndir Skólastjórnendum Hagaskóla hefur borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. 9. janúar 2024 13:08 Fólk taki nektarmyndir til valdeflingar „Fyrir mér er þetta að fanga móment sjálfsástarinnar,“ segir Íris Svava Pálmadóttir, talskona jákvæðrar líkamsímyndar, um nektarmyndir. 7. júní 2023 21:16 Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni. 29. júní 2023 13:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00
Þegar gerandinn er íslenska ríkið Það er 3. október 2021 og ég leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Í mínu berskjaldaðasta og viðkvæmasta ástandi kem ég þarna inn, eftir að hafa verið byrlað og svo nauðgað á heimili mínu. 29. janúar 2024 06:45
Börnin villtu á sér heimildir og seldu kynferðislegar myndir Skólastjórnendum Hagaskóla hefur borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. 9. janúar 2024 13:08
Fólk taki nektarmyndir til valdeflingar „Fyrir mér er þetta að fanga móment sjálfsástarinnar,“ segir Íris Svava Pálmadóttir, talskona jákvæðrar líkamsímyndar, um nektarmyndir. 7. júní 2023 21:16
Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni. 29. júní 2023 13:24