Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Lovísa Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2024 06:46 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir stofnunina í miklu samráði við yfirvöld en að nauðsynlegt hafi verið að skapa sérferla um þessar nýju aðstæður. Aðsend og Vísir/Vilhelm Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. Vernd á nútímahrauni byggir á náttúruverndarlögum en í nýju lögunum var ákveðið að ákvæði ýmissa annara laga gilti ekki um undirbúning, töku og framkvæmd ákvarðana en það er saamkvæmt annari grein laganna, sem fjallar um uppbyggingu varnargarða, gerð varnafyllinga yfir veitumannvirki og gröft leiðarskurða. Meðal þeirra laga er þar voru ógilt voru lög um náttúruvernd, skipulagslög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir og lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Samkvæmt lögunum á ráðherra að veita ýmsum aðilum, meðal annars Umhverfisstofnun skamman frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir. Þessi nýja framkvæmd á til dæmis um varnargarða við Svartsengi og Grindavík og Grindavíkurveg og framkvæmdir á honum eftir að hraun rann yfir hann. „Umhverfisstofnun þurfti því að koma sér upp verklagi þar sem sjónarmiðum stofnunarinnar er komið á framfæri með skjótum hætti þegar ósk berst frá dómsmálaráðherra eða öðrum aðilum á vegum ráðherra er hyggjast fara í framkvæmdir,“ segir Sverrir Aðalsteinn Jónsson, teymisstjóri í teymi starfsleyfa og umsagna, um málið. Búið er að leggja tímabundin veg yfir hraunið á Grindavíkurvegi. Samkvæmt náttúruverndarlögum mætti það ekki en eftir að nýju lögin voru samþykkt má það ef þörf er á.Vísir/Vilhelm Frá því að lögin voru samþykkt hefur Umhverfisstofnun fimm sinnum sent sín sjónarmið vegna framkvæmda vegna varnarvirkja. Það var fyrst 13. nóvember og svo aftur þann 14. Þá um um varnargarða til varnar orkuversins í Svartsengi. Þann 29. desember 2023 sendi stofnunin sín sjónvarmið um varnargarða til varnar þéttbýlis í Grindavík, þann 9 janúar 2023 vegna færslu Grindavíkurvegar við Grindavíkurgarð og svo nú síðast þann 9. febrúar 2024 vegna breytinga á vegtengingum innan Svartsengisgarðs. Sitja vikulega samráðsfundi Sverrir segir að í öðrum tilfellum hafi verið farið í framkvæmdir án þess að leitað hafi verið til Umhverfisstofnunar eftir þeirra sjónarmiðum. Þá sitji fulltrúar stofnunarinnar tvo mismunandi samráðsfundi vikulega. Annars vega bara með framkvæmdaaðilum og hins vegar með framkvæmdaaðilum og fulltrúum frá mörgum öðrum stofnunum og hagaðilum. Í sjónarmiði stofnunarinnar þann 13. nóvember um byggingu varnargarðs til varnar orkuversins í Svartsengi til dómsmálaráðuneytisins er fyrst vísað til frumvarps ráðherra sem þá var í bígerð og nýs verklags sem gert er ráð fyrir þar. En á sama tíma óskað eftir því að Umhverfisstofnun, og aðrir, móti sína skoðun á framkvæmdinni. Þess er óskað að stofnunin svari sem fyrst. Í sjónarmiðum stofnunarinnar um umhverfisáhrif segir að þeirra mati telji þau helstu áhrif vera „rask á landi og nútímahrauni og breytt ásýnd. Auk þess sem óvissa er um áhrif á vatnafar.“ Stofnunin vekur athygli á því að ekki sé aðeins um að ræða áhrif af varnargörðunum sjálfum heldur sé einnig um að ræða önnur afleidd áhrif eins og vegagerð og efnistöku. Leitað hefur verið til Umhverfisstofnunar eftir þeirra sjónarmiðum í fimm skipti. Til dæmis þegar var verið að hefja vinnu við varnargarða í Svartsengi. Vísir/Vilhelm „Að mati stofnunarinnar er líklegt að framkvæmdin muni valda umtalsverðu jarðraski á lítið röskuðu landi sem muni hafa töluverð áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Rask getur verði óafturkræft. Því bendir Umhverfisstofnun á mikilvægi þess að raski sé haldið í lágmarki og umhverfi sé ekki raskað að óþarfi, valdir sé þeir áfangar sem ná markmiðum verkefnisins, en hugað sé einnig að vernd náttúrunnar,“ segir enn fremur í sjónarmiðum þeirra. Hvað varðar hönnun garðanna tekur stofnunin undir það sem kemur fram í minnisblaði um þá að þeir séu ekki einungis hugsaðir til að vernda innviði heldur sé einnig hugað að náttúvernd og að öllu raski sé haldið í lágmarki. Þá bendir stofnunin á, í tengslum við efnistöku, að sem minnst sé notað af hraunkarga á ósnortnu svæði og að hún sé í samræmi við verklagsreglur. „Umhverfisstofnun bendir á að reyna ætti að sækja efni sem mun hafa sem minnst umhverfisáhrif þar sem auðvelt er að loka námum eins og kostur er í stað þess að taka efni í hrauni. Mikilvægt er að það komi fram ákveðnar skilgreindar námur þar sem efni er sótt í og hugað sé til framtíðar frágang náma sem erfitt er að ganga frá og verða líti í landslagi,“ segir í sjónarmiði þeirra. Efni sem ekki mengar grunnvatn Þá er bent á að mikilvægt sé að forðast nýtingu á efni sem geti mengað grunnvatn og að ákveðnir vegir séu skilgreindir fyrir efnisflutninga. Í sjónarmiði stofnunarinnar er einnig fjallað um staðsetningu varnargarðanna og mikilvægi þess að ítarleg gögn fylgi með beiðni til þeirra, þar sem tíminn sé skammur. Í sjónarmiði stofnunarinnar daginn eftir, þann 14. nóvember, aftur til dómsmálaráðuneytisins. Þá er tekið fram að lögin hafi verið samþykkt og að samráðsfundur hafi verið haldinn daginn áður. Þá er aftur upplýst um lítinn tímaramma og að ráðherra fyrirhugi að taka ákvörðun síðar sama dag um varnargarðana og Umhverfisstofnun fái frest til hádegis til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sjónarmiðin sem send voru dómsmálaráðherra voru þá nánast þau sömu og voru send daginn áður. Það er ýmislegt sem hefur orðið hrauninu að bráð. Vísir/Vilhelm Þó er þar einnig bent á að þósvo að framkvæmdin nái ekki til náttúruverndarlaga bendi Umhverfisstofnun á að verkefnið nái til tveggja svæða sem eru á náttúruminjaskrá og nefnast svæðin Sundhnúksröðin og Fagridalur og Reykjanes, Eldvörp, Hafnarberg. Þá bendir stofnunin einnig á að hraunið á framkvæmdasvæðinu njóti sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Stuttur fyrirvari Stofnunin kom svo aftur sínum sjónarmiðum á framfæri þann 29. desember. Þá var fjallað um varnargarða til varnar þéttbýlis í Grindavík en dómsmálaráðherra hafði óskað eftir þeirra sjónarmiðum daginn áður og stofnunin beðin að svara fyrir hádegi þann 2. janúar. Þau sjónarmið sem stofnunin sendi á ráðherra voru aftur þau sömu og voru send í nóvember er varðar umhverfisáhrif, efnistöku og hönnun. Þann 9. janúar var svo aftur leitað til stofnunarinnar vegna fyrirhugaðrar tilfærslu Grindavíkurvegar og kemur fram í erindinu, sem er frá Vegagerðinni, að gert sé ráð fyrir því að varnargarðurinn til varnar Grindavíkur þveri Grindavíkurveg (43), Bláalónsveg (426), Suðurstrandarveg (427) og Nesveg (425). Vegagerðin hafði þá lagt til að nýr Grindavíkurvegur verði lagður á um 1,6 km löngum kafla, sveigist til vesturs og tengist núverandi Grindavíkurvegi til móts við dælustöð á Víkurbraut 51 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Í tillögunni segir að mögulegt sé að samnýta röskun á núverandi landi í þessu vegstæði til efnistöku vegna byggingar varnargarðanna. Veldur líklega umtalsverður jarðraski Í umsögn sinni vísar Umhverfisstofnun til fyrri umsagnar sinnar um gerð varnargarða við Grindavík og segir aftur að mati stofnunarinnar sé líklegt að framkvæmdin muni valda umtalsverðu jarðraski á lítið röskuðu landi sem muni hafa töluverð áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Fyrirhuguð lega Grindavíkurvegar vegna vinnu við varnargarða sem fjallað er um í erindi Vegagerðar til Umhverfisstofnunar í byrjun janúar. „Rask getur verði óafturkræft. Því bendir Umhverfisstofnun á mikilvægi þess að raski sé haldið í lágmarki og umhverfi sé ekki raskað að óþörfu, valdir sé þeir áfangar sem ná markmiðum verkefnisins, en hugað sé einnig að vernd náttúrunnar.“ Hvað varðar hönnun segir að með erindi Vegagerðarinnar fylgi uppdráttur þar sem fyrirhuguð lega vegarins er sýnd. Þar sé gert ráð fyrir því að vegurinn verði lagður yfir alveg óraskað úfið hraun vestur af Grindavíkurvegi. „Væri vegtengingin við núverandi Grindavíkurveg færð lengra í norður og sveigjan færð vestar, nær Þorbirni væri hægt að minnka raskið á ósnortnu hrauni sem Umhverfisstofnun telur ákjósanlegra, sjá meðfylgjandi mynd,“ segir í umsögn þeirra og er aftur lögð áhersla á að öllu raski sé haldið í lágmarki. Myndin er hér að ofan. Ekkert annað í boði en að búa til sérferla Stjórnvöld eru að vinna málið mjög hratt og ég held að ríkisstjórnin hafi ekki haft aðra kosti en að búa til sérferla í kringum þetta,“ segir Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Gert sé ráð fyrir því að í ferlinu sé farið hraðar yfir umhverfisþættina og aðra þætti en ella. „Þetta hefur einhver áhrif á starfsemina og það hægir aðeins á öðru á móti. Það varð við þessar aðstæður að finna eitthvað módel sem virkar,“ segir Sigrún. Hún segir módelið hafa þau áhrif að stundum þurfi þau að bæta á sig vinnu en því beiðnirnar komi á allskonar tímum og þau hafi afar skamman tíma til að svara. „Við reynum að gera þetta eins vel og við getum innan þess tímaramma sem er gefinn. Hann er auðvitað þrengri en venjulega.“ Hraunið rann yfir hús í Grindavík og yfir veginn í eldgosinu í janúar. Vísir/Vilhelm Í náttúruverndarlögum er kveðið á um að vernda skuli nýtt. Nýtt hraun er minnisvarði um það sem gerist en núna, þegar gýs svo nærri byggð og innviðum, er raunveruleikinn sá að verndun hrauns getur ekki verið í forgangi. Sigrún segir að það verði ekki hægt að ákveða hvernig við skiljum við svæðið fyrr en þessu eldsumbrotatímabili er lokið. „Það er viðbúð að það þurfi að taka ákvörðun um það, en núna er verið að reyna að halda innviðum gangandi. Vegasamgöngum og veitum. Þegar bætist við svona mikið af verkefnum hefur maður auðvitað einhverjar áhyggjur. En það eru allir að gera sitt besta og við erum höfð með í ráðum,“ segir hún og að sömuleiðis fundi þau reglulega um varnargarðana og með systurstofnun um mengunarvarnir. Auk þess sé náið samstarf við Vinnueftirlitið því vinnuaðstæður séu mjög óvenjulegar á þessu svæði. „Við erum að reyna að stilla saman strengi. Með Teams hefur okkur verið kleift að funda með styttri fyrirvara og ég hef verið mjög þakklát fyrir það kerfi í dag.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Umhverfismál Náttúruhamfarir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ökumenn stoppi stutt á nýjum vegi yfir heitt hraun Unnið er að gerð nýs vegar innan varnargarðanna við Svartsengi sem opnar leið til Grindavíkur og í starfsemi í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið. Hraun fór yfir hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar í síðustu viku. Með nýju vegtengingunni verður hægt að fara frá Grindavíkurvegi að Bláalónsvegi sem tengist inn á Nesveg. 17. febrúar 2024 11:28 Grindavíkurvegur áfram lokaður vegna skjálftavirkni Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi eftir að sprungur mynduðust á honum fyrr í kvöld. Vegurinn verður þó áfram lokaður vegna viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu. 10. nóvember 2023 20:56 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Beðin um að flytja ekki dýr aftur í bæinn Matvælastofnun vill beina þeim tilmælum til Grindvíkinga að flytja ekki dýrin sín aftur inn í bæinn, jafnvel þó aðgengi hafi verið rýmkað. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Vernd á nútímahrauni byggir á náttúruverndarlögum en í nýju lögunum var ákveðið að ákvæði ýmissa annara laga gilti ekki um undirbúning, töku og framkvæmd ákvarðana en það er saamkvæmt annari grein laganna, sem fjallar um uppbyggingu varnargarða, gerð varnafyllinga yfir veitumannvirki og gröft leiðarskurða. Meðal þeirra laga er þar voru ógilt voru lög um náttúruvernd, skipulagslög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir og lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Samkvæmt lögunum á ráðherra að veita ýmsum aðilum, meðal annars Umhverfisstofnun skamman frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir. Þessi nýja framkvæmd á til dæmis um varnargarða við Svartsengi og Grindavík og Grindavíkurveg og framkvæmdir á honum eftir að hraun rann yfir hann. „Umhverfisstofnun þurfti því að koma sér upp verklagi þar sem sjónarmiðum stofnunarinnar er komið á framfæri með skjótum hætti þegar ósk berst frá dómsmálaráðherra eða öðrum aðilum á vegum ráðherra er hyggjast fara í framkvæmdir,“ segir Sverrir Aðalsteinn Jónsson, teymisstjóri í teymi starfsleyfa og umsagna, um málið. Búið er að leggja tímabundin veg yfir hraunið á Grindavíkurvegi. Samkvæmt náttúruverndarlögum mætti það ekki en eftir að nýju lögin voru samþykkt má það ef þörf er á.Vísir/Vilhelm Frá því að lögin voru samþykkt hefur Umhverfisstofnun fimm sinnum sent sín sjónarmið vegna framkvæmda vegna varnarvirkja. Það var fyrst 13. nóvember og svo aftur þann 14. Þá um um varnargarða til varnar orkuversins í Svartsengi. Þann 29. desember 2023 sendi stofnunin sín sjónvarmið um varnargarða til varnar þéttbýlis í Grindavík, þann 9 janúar 2023 vegna færslu Grindavíkurvegar við Grindavíkurgarð og svo nú síðast þann 9. febrúar 2024 vegna breytinga á vegtengingum innan Svartsengisgarðs. Sitja vikulega samráðsfundi Sverrir segir að í öðrum tilfellum hafi verið farið í framkvæmdir án þess að leitað hafi verið til Umhverfisstofnunar eftir þeirra sjónarmiðum. Þá sitji fulltrúar stofnunarinnar tvo mismunandi samráðsfundi vikulega. Annars vega bara með framkvæmdaaðilum og hins vegar með framkvæmdaaðilum og fulltrúum frá mörgum öðrum stofnunum og hagaðilum. Í sjónarmiði stofnunarinnar þann 13. nóvember um byggingu varnargarðs til varnar orkuversins í Svartsengi til dómsmálaráðuneytisins er fyrst vísað til frumvarps ráðherra sem þá var í bígerð og nýs verklags sem gert er ráð fyrir þar. En á sama tíma óskað eftir því að Umhverfisstofnun, og aðrir, móti sína skoðun á framkvæmdinni. Þess er óskað að stofnunin svari sem fyrst. Í sjónarmiðum stofnunarinnar um umhverfisáhrif segir að þeirra mati telji þau helstu áhrif vera „rask á landi og nútímahrauni og breytt ásýnd. Auk þess sem óvissa er um áhrif á vatnafar.“ Stofnunin vekur athygli á því að ekki sé aðeins um að ræða áhrif af varnargörðunum sjálfum heldur sé einnig um að ræða önnur afleidd áhrif eins og vegagerð og efnistöku. Leitað hefur verið til Umhverfisstofnunar eftir þeirra sjónarmiðum í fimm skipti. Til dæmis þegar var verið að hefja vinnu við varnargarða í Svartsengi. Vísir/Vilhelm „Að mati stofnunarinnar er líklegt að framkvæmdin muni valda umtalsverðu jarðraski á lítið röskuðu landi sem muni hafa töluverð áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Rask getur verði óafturkræft. Því bendir Umhverfisstofnun á mikilvægi þess að raski sé haldið í lágmarki og umhverfi sé ekki raskað að óþarfi, valdir sé þeir áfangar sem ná markmiðum verkefnisins, en hugað sé einnig að vernd náttúrunnar,“ segir enn fremur í sjónarmiðum þeirra. Hvað varðar hönnun garðanna tekur stofnunin undir það sem kemur fram í minnisblaði um þá að þeir séu ekki einungis hugsaðir til að vernda innviði heldur sé einnig hugað að náttúvernd og að öllu raski sé haldið í lágmarki. Þá bendir stofnunin á, í tengslum við efnistöku, að sem minnst sé notað af hraunkarga á ósnortnu svæði og að hún sé í samræmi við verklagsreglur. „Umhverfisstofnun bendir á að reyna ætti að sækja efni sem mun hafa sem minnst umhverfisáhrif þar sem auðvelt er að loka námum eins og kostur er í stað þess að taka efni í hrauni. Mikilvægt er að það komi fram ákveðnar skilgreindar námur þar sem efni er sótt í og hugað sé til framtíðar frágang náma sem erfitt er að ganga frá og verða líti í landslagi,“ segir í sjónarmiði þeirra. Efni sem ekki mengar grunnvatn Þá er bent á að mikilvægt sé að forðast nýtingu á efni sem geti mengað grunnvatn og að ákveðnir vegir séu skilgreindir fyrir efnisflutninga. Í sjónarmiði stofnunarinnar er einnig fjallað um staðsetningu varnargarðanna og mikilvægi þess að ítarleg gögn fylgi með beiðni til þeirra, þar sem tíminn sé skammur. Í sjónarmiði stofnunarinnar daginn eftir, þann 14. nóvember, aftur til dómsmálaráðuneytisins. Þá er tekið fram að lögin hafi verið samþykkt og að samráðsfundur hafi verið haldinn daginn áður. Þá er aftur upplýst um lítinn tímaramma og að ráðherra fyrirhugi að taka ákvörðun síðar sama dag um varnargarðana og Umhverfisstofnun fái frest til hádegis til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sjónarmiðin sem send voru dómsmálaráðherra voru þá nánast þau sömu og voru send daginn áður. Það er ýmislegt sem hefur orðið hrauninu að bráð. Vísir/Vilhelm Þó er þar einnig bent á að þósvo að framkvæmdin nái ekki til náttúruverndarlaga bendi Umhverfisstofnun á að verkefnið nái til tveggja svæða sem eru á náttúruminjaskrá og nefnast svæðin Sundhnúksröðin og Fagridalur og Reykjanes, Eldvörp, Hafnarberg. Þá bendir stofnunin einnig á að hraunið á framkvæmdasvæðinu njóti sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Stuttur fyrirvari Stofnunin kom svo aftur sínum sjónarmiðum á framfæri þann 29. desember. Þá var fjallað um varnargarða til varnar þéttbýlis í Grindavík en dómsmálaráðherra hafði óskað eftir þeirra sjónarmiðum daginn áður og stofnunin beðin að svara fyrir hádegi þann 2. janúar. Þau sjónarmið sem stofnunin sendi á ráðherra voru aftur þau sömu og voru send í nóvember er varðar umhverfisáhrif, efnistöku og hönnun. Þann 9. janúar var svo aftur leitað til stofnunarinnar vegna fyrirhugaðrar tilfærslu Grindavíkurvegar og kemur fram í erindinu, sem er frá Vegagerðinni, að gert sé ráð fyrir því að varnargarðurinn til varnar Grindavíkur þveri Grindavíkurveg (43), Bláalónsveg (426), Suðurstrandarveg (427) og Nesveg (425). Vegagerðin hafði þá lagt til að nýr Grindavíkurvegur verði lagður á um 1,6 km löngum kafla, sveigist til vesturs og tengist núverandi Grindavíkurvegi til móts við dælustöð á Víkurbraut 51 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Í tillögunni segir að mögulegt sé að samnýta röskun á núverandi landi í þessu vegstæði til efnistöku vegna byggingar varnargarðanna. Veldur líklega umtalsverður jarðraski Í umsögn sinni vísar Umhverfisstofnun til fyrri umsagnar sinnar um gerð varnargarða við Grindavík og segir aftur að mati stofnunarinnar sé líklegt að framkvæmdin muni valda umtalsverðu jarðraski á lítið röskuðu landi sem muni hafa töluverð áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Fyrirhuguð lega Grindavíkurvegar vegna vinnu við varnargarða sem fjallað er um í erindi Vegagerðar til Umhverfisstofnunar í byrjun janúar. „Rask getur verði óafturkræft. Því bendir Umhverfisstofnun á mikilvægi þess að raski sé haldið í lágmarki og umhverfi sé ekki raskað að óþörfu, valdir sé þeir áfangar sem ná markmiðum verkefnisins, en hugað sé einnig að vernd náttúrunnar.“ Hvað varðar hönnun segir að með erindi Vegagerðarinnar fylgi uppdráttur þar sem fyrirhuguð lega vegarins er sýnd. Þar sé gert ráð fyrir því að vegurinn verði lagður yfir alveg óraskað úfið hraun vestur af Grindavíkurvegi. „Væri vegtengingin við núverandi Grindavíkurveg færð lengra í norður og sveigjan færð vestar, nær Þorbirni væri hægt að minnka raskið á ósnortnu hrauni sem Umhverfisstofnun telur ákjósanlegra, sjá meðfylgjandi mynd,“ segir í umsögn þeirra og er aftur lögð áhersla á að öllu raski sé haldið í lágmarki. Myndin er hér að ofan. Ekkert annað í boði en að búa til sérferla Stjórnvöld eru að vinna málið mjög hratt og ég held að ríkisstjórnin hafi ekki haft aðra kosti en að búa til sérferla í kringum þetta,“ segir Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Gert sé ráð fyrir því að í ferlinu sé farið hraðar yfir umhverfisþættina og aðra þætti en ella. „Þetta hefur einhver áhrif á starfsemina og það hægir aðeins á öðru á móti. Það varð við þessar aðstæður að finna eitthvað módel sem virkar,“ segir Sigrún. Hún segir módelið hafa þau áhrif að stundum þurfi þau að bæta á sig vinnu en því beiðnirnar komi á allskonar tímum og þau hafi afar skamman tíma til að svara. „Við reynum að gera þetta eins vel og við getum innan þess tímaramma sem er gefinn. Hann er auðvitað þrengri en venjulega.“ Hraunið rann yfir hús í Grindavík og yfir veginn í eldgosinu í janúar. Vísir/Vilhelm Í náttúruverndarlögum er kveðið á um að vernda skuli nýtt. Nýtt hraun er minnisvarði um það sem gerist en núna, þegar gýs svo nærri byggð og innviðum, er raunveruleikinn sá að verndun hrauns getur ekki verið í forgangi. Sigrún segir að það verði ekki hægt að ákveða hvernig við skiljum við svæðið fyrr en þessu eldsumbrotatímabili er lokið. „Það er viðbúð að það þurfi að taka ákvörðun um það, en núna er verið að reyna að halda innviðum gangandi. Vegasamgöngum og veitum. Þegar bætist við svona mikið af verkefnum hefur maður auðvitað einhverjar áhyggjur. En það eru allir að gera sitt besta og við erum höfð með í ráðum,“ segir hún og að sömuleiðis fundi þau reglulega um varnargarðana og með systurstofnun um mengunarvarnir. Auk þess sé náið samstarf við Vinnueftirlitið því vinnuaðstæður séu mjög óvenjulegar á þessu svæði. „Við erum að reyna að stilla saman strengi. Með Teams hefur okkur verið kleift að funda með styttri fyrirvara og ég hef verið mjög þakklát fyrir það kerfi í dag.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Umhverfismál Náttúruhamfarir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ökumenn stoppi stutt á nýjum vegi yfir heitt hraun Unnið er að gerð nýs vegar innan varnargarðanna við Svartsengi sem opnar leið til Grindavíkur og í starfsemi í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið. Hraun fór yfir hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar í síðustu viku. Með nýju vegtengingunni verður hægt að fara frá Grindavíkurvegi að Bláalónsvegi sem tengist inn á Nesveg. 17. febrúar 2024 11:28 Grindavíkurvegur áfram lokaður vegna skjálftavirkni Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi eftir að sprungur mynduðust á honum fyrr í kvöld. Vegurinn verður þó áfram lokaður vegna viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu. 10. nóvember 2023 20:56 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Beðin um að flytja ekki dýr aftur í bæinn Matvælastofnun vill beina þeim tilmælum til Grindvíkinga að flytja ekki dýrin sín aftur inn í bæinn, jafnvel þó aðgengi hafi verið rýmkað. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ökumenn stoppi stutt á nýjum vegi yfir heitt hraun Unnið er að gerð nýs vegar innan varnargarðanna við Svartsengi sem opnar leið til Grindavíkur og í starfsemi í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið. Hraun fór yfir hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar í síðustu viku. Með nýju vegtengingunni verður hægt að fara frá Grindavíkurvegi að Bláalónsvegi sem tengist inn á Nesveg. 17. febrúar 2024 11:28
Grindavíkurvegur áfram lokaður vegna skjálftavirkni Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerðum á Grindavíkurvegi eftir að sprungur mynduðust á honum fyrr í kvöld. Vegurinn verður þó áfram lokaður vegna viðvarandi skjálftavirkni á svæðinu. 10. nóvember 2023 20:56
Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25
Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43
Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01
Beðin um að flytja ekki dýr aftur í bæinn Matvælastofnun vill beina þeim tilmælum til Grindvíkinga að flytja ekki dýrin sín aftur inn í bæinn, jafnvel þó aðgengi hafi verið rýmkað. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 12:00