Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2024 13:56 Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein Páls Magnússonar forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja á Vísi. Þar kemur fram að bæjarstjórn hafi samþykkt einróma áskorun til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur um að draga til baka kröfur um að bærinn láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og úteyjar Vestmannaeyja. Bað óbyggðanefnd um að endurskoða afstöðu sína Þórdís hefur áður sagt að hún hafi sjálf engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekari land. Hún hafi sínar skoðanir á lögunum en hinsvegar sé um að ræða ferli sem Óbyggðanefnd hafi farið í samkvæmt lögum. Það ferli hafi verið yfirstandandi í 26 ár, síðan árið 1998. Nú sé komið að eyjum í því ferli. Í aðsendri grein á Vísi þann 19. febrúar sagði Þórdís að hún hafi farið þess á leit við óbyggðanefnd að nefndinni yrði heimilt að hefja málsmeðferð vegna eyja landsins með áskorun um að lýsa réttindum en að síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þannig gætu þeir aðilar, líkt og Vestmannaeyjabær, sem í upphafi vekja athygli á réttindum sínum ekki endilega þurft að sæta viðameiri meðferð. „Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni. Ég myndi vilja segja: Gerum betur næst, en blessunarlega er þetta lokahnykkur í verkefni, sem hófst árið 1998.“ Þá hefur Vísir áður rætt málið við Sigmar Aron Ómarsson framkvæmdastjóra óbyggðanefndar. Hann hefur sagt misskilnings gæta um málið, það sé ekki óbyggðanefnd sem geri kröfurnar, heldur fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hlutverk óbyggðanefndar sé að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. „Af því bara“ Í aðsendri grein sinni á Vísi birtir Páll bókun bæjarstjórnar þar sem skorað er á Þórdísi að draga kröfurnar til baka. Þar kemur fram að sérstök lög hafi verið sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Páll segir að í þau 63 ár sem hafi liðið frá þessum kaupsamningi hafi engar deilur risið um efni hans. Aldrei hafi nokkur maður, stofnun eða félag gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til. Enginn véféngt að svona skuli málunum hagað, engar landamerkjadeilur þar til nú. „Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu.“ Páll segir fáránleikann í Eyjum meðal annars birtast í því að ríkið geri kröfur í land sem þegar sé búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standi nú yfir fyrir tugi milljarða. Páll bendir á að að ríkið geri kröfu í Krossey, sem hafi síðan árið 1970 verið hluti af landfyllingu þar sem nú standi fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess. Svör óbyggðanefndar staðfesti ábyrgð Þórdísar „Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli,“ skrifar Páll. Hann vitnar beint til svara óbyggðanefndar sem bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hafi fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og fari skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort lands teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Segir nefndin: „Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Páll segir þessi svör nefndarinnar sýna að fjármálaráðherra hafi fullt vald á þessu máli. Hún eigi að nota það til að afturkalla kröfurnar. „Kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar.“ Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Ráðherrann ræður Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. 26. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein Páls Magnússonar forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja á Vísi. Þar kemur fram að bæjarstjórn hafi samþykkt einróma áskorun til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur um að draga til baka kröfur um að bærinn láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og úteyjar Vestmannaeyja. Bað óbyggðanefnd um að endurskoða afstöðu sína Þórdís hefur áður sagt að hún hafi sjálf engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekari land. Hún hafi sínar skoðanir á lögunum en hinsvegar sé um að ræða ferli sem Óbyggðanefnd hafi farið í samkvæmt lögum. Það ferli hafi verið yfirstandandi í 26 ár, síðan árið 1998. Nú sé komið að eyjum í því ferli. Í aðsendri grein á Vísi þann 19. febrúar sagði Þórdís að hún hafi farið þess á leit við óbyggðanefnd að nefndinni yrði heimilt að hefja málsmeðferð vegna eyja landsins með áskorun um að lýsa réttindum en að síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þannig gætu þeir aðilar, líkt og Vestmannaeyjabær, sem í upphafi vekja athygli á réttindum sínum ekki endilega þurft að sæta viðameiri meðferð. „Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni. Ég myndi vilja segja: Gerum betur næst, en blessunarlega er þetta lokahnykkur í verkefni, sem hófst árið 1998.“ Þá hefur Vísir áður rætt málið við Sigmar Aron Ómarsson framkvæmdastjóra óbyggðanefndar. Hann hefur sagt misskilnings gæta um málið, það sé ekki óbyggðanefnd sem geri kröfurnar, heldur fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hlutverk óbyggðanefndar sé að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. „Af því bara“ Í aðsendri grein sinni á Vísi birtir Páll bókun bæjarstjórnar þar sem skorað er á Þórdísi að draga kröfurnar til baka. Þar kemur fram að sérstök lög hafi verið sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Páll segir að í þau 63 ár sem hafi liðið frá þessum kaupsamningi hafi engar deilur risið um efni hans. Aldrei hafi nokkur maður, stofnun eða félag gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til. Enginn véféngt að svona skuli málunum hagað, engar landamerkjadeilur þar til nú. „Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu.“ Páll segir fáránleikann í Eyjum meðal annars birtast í því að ríkið geri kröfur í land sem þegar sé búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standi nú yfir fyrir tugi milljarða. Páll bendir á að að ríkið geri kröfu í Krossey, sem hafi síðan árið 1970 verið hluti af landfyllingu þar sem nú standi fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess. Svör óbyggðanefndar staðfesti ábyrgð Þórdísar „Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli,“ skrifar Páll. Hann vitnar beint til svara óbyggðanefndar sem bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hafi fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og fari skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort lands teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Segir nefndin: „Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Páll segir þessi svör nefndarinnar sýna að fjármálaráðherra hafi fullt vald á þessu máli. Hún eigi að nota það til að afturkalla kröfurnar. „Kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar.“
Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Ráðherrann ræður Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. 26. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ráðherrann ræður Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. 26. febrúar 2024 12:01