Innlent

Al­manna­varnir boða til í­búa­fundar fyrir Grind­víkinga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá íbúafundi Grindvíkinga í Laugardalshöll í janúar.
Frá íbúafundi Grindvíkinga í Laugardalshöll í janúar. Vísir/Sigurjón

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Laugardalshöll fyrir íbúa Grindavíkur næstkomandi mánudag. Markmiðið er að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík.

Þetta kemur fam í tilkynningu á vef Almannavarna. Þar segir að staðan sé ekki góð, og því mikilvægt að íbúar fái réttar upplýsingar í máli og myndum.

Ráðgert er að fundurinn hefjist klukkan 17 og standi til klukkan 19. Fundinum verður streymt.

Dagskrá fundarins:

  1. Háskóli Íslands / Freysteinn Sigmundsson
  2. Veðurstofa Íslands / Kristín Jónsdóttir
  3. Varnargarðar / Vinnan í dag og næstu skref – Ari Guðmundsson
  4. Jarðkönnun / Staðan og framhaldið / Hallgrímur Örn Arngrímsson
  5. Neysluvatn, frárennsli og almennt um stöðuna á innviðum Grindavíkurbæjar / Atli Geir Júlíusson
  6. Rafmagn og heita vatnið / Reynir Sævarsson
  7. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum / Úlfar Lúðvíksson

Auk ofangreindra verða á fundinum fulltrúar frá Vegagerðinni, HS Veitum, HS Orku og Náttúruhamfaratryggingu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×