Fótbolti

Juventus vill Albert í skiptum fyrir ungan Argentínu­mann

Smári Jökull Jónsson skrifar
Albert í leik með Genoa en hann hefur skorað níu mörk og gefið tvær stoðsendingar í ítölsku deildinni á tímabilinu.
Albert í leik með Genoa en hann hefur skorað níu mörk og gefið tvær stoðsendingar í ítölsku deildinni á tímabilinu.

Ítalski miðillinn Tuttosport greinir frá því í dag að stórlið Juventus vilji fá Albert Guðmundsson til liðs við sig í sumar og sé tilbúið að senda ungan Argentínumann til Genoa í skiptum.

Albert hefur verið orðaður við fjölmörg félög að undanförnu en í frétt Tuttosport kemur fram að spænsku liðin Valencia og Girona séu áhugasöm um að fá hann til liðs við sig auk þess sem félög í ensku úrvalsdeildinni fylgist vel með hans málum.

Samkvæmt frétt Tuttosport vill Juventus fá Albert í sumar og senda Argentínumanninn Enzo Barrenchea til Genoa í skiptum. Barrenchea er 22 ára gamall og á láni hjá Frosinone sem einnig leikur í ítölsku úrvalsdeildinni.

Samningur Barrenchea rennur út sumarið 2026 en Juventus er tilbúið að hlusta á tilboð í hann í sumar. Albert er sagður vera metinn á 30 milljónir evra eða tæplega 4,5 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×