Björg fyrsta konan til að verða formaður Keflavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 10:31 Björg Hafsteinsdóttir, nýr formaður Keflavíkur, sést hér með fráfarandi formanni Einari Haraldssyni. Vísir/Garðar Björg Hafsteinsdóttir var í gær kjörin nýr formaður íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur. Þetta eru tímamót enda verður Björg fyrsta konan til að setjast í formannsstólinn hjá Keflavík. Hún tekur við starfinu af Einari Haraldssyni sem hefur verið formaður Keflavíkur frá árinu 1998 eða í 26 ár. Einar Haraldsson var áður varaformaður félagsins í fjögur ár og hefur því verið í forystu félagsins í þrjá áratugi. Björg hefur verið stjórnarmaður í félaginu undanfarin ár. Hún er ein besta körfuboltakonan í sögu Keflavíkur og besta þriggja stiga skytta sinnar kynslóðar. Björg var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í körfunni og varð alls sjö sinnum Íslandsmeistari og átta sinnum bikarmeistari með félaginu. Björg var kosin leikmaður ársins 1990 og var alls sex sinnum valin í úrvalslið ársins. Hún lék 196 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 2559 stig og 377 þriggja stiga körfur. Björg lék einnig knattspyrnu með Keflavík. Hún lék alls 33 landsleiki og átti mjög lengi metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bæði efstu deild kvenna sem og hjá A-landsliðinu. Hún var valin í lið aldarinnar þegar það var valið árið 2000. Birgir Már Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en því starfi hefur Einar einnig sinnt frá árinu 1999. Björg tók við sem formaður á fundinum en Birgir tekur við sem framkvæmdastjóri þegar Einar lætur af störfum 30. apríl. Keflavík ÍF Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
Þetta eru tímamót enda verður Björg fyrsta konan til að setjast í formannsstólinn hjá Keflavík. Hún tekur við starfinu af Einari Haraldssyni sem hefur verið formaður Keflavíkur frá árinu 1998 eða í 26 ár. Einar Haraldsson var áður varaformaður félagsins í fjögur ár og hefur því verið í forystu félagsins í þrjá áratugi. Björg hefur verið stjórnarmaður í félaginu undanfarin ár. Hún er ein besta körfuboltakonan í sögu Keflavíkur og besta þriggja stiga skytta sinnar kynslóðar. Björg var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í körfunni og varð alls sjö sinnum Íslandsmeistari og átta sinnum bikarmeistari með félaginu. Björg var kosin leikmaður ársins 1990 og var alls sex sinnum valin í úrvalslið ársins. Hún lék 196 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 2559 stig og 377 þriggja stiga körfur. Björg lék einnig knattspyrnu með Keflavík. Hún lék alls 33 landsleiki og átti mjög lengi metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bæði efstu deild kvenna sem og hjá A-landsliðinu. Hún var valin í lið aldarinnar þegar það var valið árið 2000. Birgir Már Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, en því starfi hefur Einar einnig sinnt frá árinu 1999. Björg tók við sem formaður á fundinum en Birgir tekur við sem framkvæmdastjóri þegar Einar lætur af störfum 30. apríl.
Keflavík ÍF Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira