Avdívka alfarið í höndum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 16:00 Avdívka hefur svo gott sem verið lögð í rúst. Getty/Kostiantyn Liberov Oleksandr Sirskí, nýr yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði skipað úkraínskum hermönnum að hörfa alfarið frá borginni Avdívka og koma ætti upp nýjum og betri varnarlínum vestur af borginni. Herinn hefur haldið borginni gegn ofurafli frá því í október og er talið að Úkraínumenn hafi valdið gífurlegu mannfalli í hersveitum Rússa og kostað rússneska herinn fjölmarga skrið- og bryndreka. Sirskí sagði í yfirlýsingu sinni að hann hefði skipað hernum að hörfa áður en fjöldi hermanna yrðu umkringdir í borginni. Hann hrósaði hermönnum fyrir að hafa haldið borginni svo lengi gegn bestu hersveitum Rússa og hét því að úkraínski herinn myndi á endanum snúa aftur. Sirskí hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þá ákvörðun hans fyrr í stríðinu að reyna að halda Bakhmut mun lengur en skynsamlegt þótti. Sú ákvörðun hans er talin hafa kostað marga úkraínska hermenn lífið. Aðstæður Úkraínumanna í og við Avdívka hafa versnað töluvert á undanförnum vikum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi. Miðað við fyrstu fregnir frá Austur-Úkraínu, virðist sem undanhaldið hafi gengið vel. Ukraine's retreat from Avdiivka, where troops said they were up against 7 Russian brigades, outnumbered 1 to 15. At Munich, Zelensky said troops were hamstrung by lack of weapons: Our dear friends are ... keeping Ukraine in an artificial deficit" Wounded now being treated: pic.twitter.com/HybbzVNEXx— Isobel Koshiw (@IKoshiw) February 17, 2024 Nú á eftir að koma í ljós hvort Rússar hafi getu til að nýta sér undanhald Úkraínumanna. Svo virðist sem að nýjar varnarlínur hafi ekki verið undirbúnar fyrir undanhaldið. Hafi Rússar varalið til að senda fram gegn Úkraínumönnum og samheldni og þjálfun til að skipuleggja slíka sókn strax eftir fall Avdívka, gæti það reynst Úkraínumönnum erfitt að stöðva þá. Hingað til hafa Rússar þó ekki sýnt fram á mikla getu til að nýta sér veikleika á vörnum Úkraínumanna með stuttum fyrirvara. Sprengjuregn Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi notað mikið magn af stórum gömlum sprengjum sem búið var að bæta við vængjum og stéli á, ásamt staðsetningarbúnaði. Þessum sprengjum hefur verið varpað af flugvélum úr mikilli hæð en þaðan geta þær svifið í allt að hundrað kílómetra áður en þær lenda á jörðinni með tiltölulega mikilli nákvæmni. Úkraínskir hermenn segja að undanfarna daga hafi um sextíu slíkum sprengjum verið varpað á þá á dag í og við Avdívka, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðustu daga hafði Rússum vaxið ásmegin í Avdívka og varð ljóst í gær að Úkraínumenn voru að hörfa frá borginni. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur verið lýst að hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Þetta er fyrsta borgin í Úkraínu sem fellur í hendur Rússa frá því þeir lögðu rústir Bakhmut undir sig í maí í fyrra. Að öðru leyti hefur víglínan í Úkraínu ekki hreyfst mikið á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir umfangsmiklar árásir Rússa. pic.twitter.com/22fNdUp6fw— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 16, 2024 Selenskí biður um aðstoð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því á öryggisráðstefnu í Munchen í morgun að skotfæraskortur Úkraínumanna ógnaði vörnum þeirra. Þeir þurfi meira af skotfærum fyrir stórskotalið og annarskonar langdræg vopn. „Úkraínumenn hafa sýnt að við getum sótt fram gegn Rússum. Við getum frelsað land okkar og Pútín getur tapað. Þetta hefur þegar gerst oftar en einu sinni á vígvellinum,“ sagði Selenskí. Hann sagði það hafa verið rétta ákvörðun að hörfa frá Avdívka og hún hefði bjargað mannslífum. Þá vísaði hann til þess að Rússar hefðu varið gífurlegum mannafla og miklum hergögnum í marga mánuði til að ná Avdívka. Það eina sem þeir hefðu áorkað væri að missa hermenn. „Við erum bara að bíða eftir vopnunum sem okkur skortir.“ Selenskí fór á föstudaginn til bæði Berlínar og Parísar þar sem hann skrifaði undir sitthvorn sáttmálann um hernaðaraðstoð til langs tíma. Í síðasta mánuði skrifaði hann undir sambærilegt samkomulag við yfirvöld í Bretlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Herinn hefur haldið borginni gegn ofurafli frá því í október og er talið að Úkraínumenn hafi valdið gífurlegu mannfalli í hersveitum Rússa og kostað rússneska herinn fjölmarga skrið- og bryndreka. Sirskí sagði í yfirlýsingu sinni að hann hefði skipað hernum að hörfa áður en fjöldi hermanna yrðu umkringdir í borginni. Hann hrósaði hermönnum fyrir að hafa haldið borginni svo lengi gegn bestu hersveitum Rússa og hét því að úkraínski herinn myndi á endanum snúa aftur. Sirskí hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þá ákvörðun hans fyrr í stríðinu að reyna að halda Bakhmut mun lengur en skynsamlegt þótti. Sú ákvörðun hans er talin hafa kostað marga úkraínska hermenn lífið. Aðstæður Úkraínumanna í og við Avdívka hafa versnað töluvert á undanförnum vikum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi. Miðað við fyrstu fregnir frá Austur-Úkraínu, virðist sem undanhaldið hafi gengið vel. Ukraine's retreat from Avdiivka, where troops said they were up against 7 Russian brigades, outnumbered 1 to 15. At Munich, Zelensky said troops were hamstrung by lack of weapons: Our dear friends are ... keeping Ukraine in an artificial deficit" Wounded now being treated: pic.twitter.com/HybbzVNEXx— Isobel Koshiw (@IKoshiw) February 17, 2024 Nú á eftir að koma í ljós hvort Rússar hafi getu til að nýta sér undanhald Úkraínumanna. Svo virðist sem að nýjar varnarlínur hafi ekki verið undirbúnar fyrir undanhaldið. Hafi Rússar varalið til að senda fram gegn Úkraínumönnum og samheldni og þjálfun til að skipuleggja slíka sókn strax eftir fall Avdívka, gæti það reynst Úkraínumönnum erfitt að stöðva þá. Hingað til hafa Rússar þó ekki sýnt fram á mikla getu til að nýta sér veikleika á vörnum Úkraínumanna með stuttum fyrirvara. Sprengjuregn Fregnir hafa borist af því að Rússar hafi notað mikið magn af stórum gömlum sprengjum sem búið var að bæta við vængjum og stéli á, ásamt staðsetningarbúnaði. Þessum sprengjum hefur verið varpað af flugvélum úr mikilli hæð en þaðan geta þær svifið í allt að hundrað kílómetra áður en þær lenda á jörðinni með tiltölulega mikilli nákvæmni. Úkraínskir hermenn segja að undanfarna daga hafi um sextíu slíkum sprengjum verið varpað á þá á dag í og við Avdívka, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðustu daga hafði Rússum vaxið ásmegin í Avdívka og varð ljóst í gær að Úkraínumenn voru að hörfa frá borginni. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur verið lýst að hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Þetta er fyrsta borgin í Úkraínu sem fellur í hendur Rússa frá því þeir lögðu rústir Bakhmut undir sig í maí í fyrra. Að öðru leyti hefur víglínan í Úkraínu ekki hreyfst mikið á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir umfangsmiklar árásir Rússa. pic.twitter.com/22fNdUp6fw— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 16, 2024 Selenskí biður um aðstoð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því á öryggisráðstefnu í Munchen í morgun að skotfæraskortur Úkraínumanna ógnaði vörnum þeirra. Þeir þurfi meira af skotfærum fyrir stórskotalið og annarskonar langdræg vopn. „Úkraínumenn hafa sýnt að við getum sótt fram gegn Rússum. Við getum frelsað land okkar og Pútín getur tapað. Þetta hefur þegar gerst oftar en einu sinni á vígvellinum,“ sagði Selenskí. Hann sagði það hafa verið rétta ákvörðun að hörfa frá Avdívka og hún hefði bjargað mannslífum. Þá vísaði hann til þess að Rússar hefðu varið gífurlegum mannafla og miklum hergögnum í marga mánuði til að ná Avdívka. Það eina sem þeir hefðu áorkað væri að missa hermenn. „Við erum bara að bíða eftir vopnunum sem okkur skortir.“ Selenskí fór á föstudaginn til bæði Berlínar og Parísar þar sem hann skrifaði undir sitthvorn sáttmálann um hernaðaraðstoð til langs tíma. Í síðasta mánuði skrifaði hann undir sambærilegt samkomulag við yfirvöld í Bretlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46
Yfirmaður Svartahafsflotans rekinn Viktor Sókolóv, yfirmaður Svartahafsflota Rússlands, er sagður hafa verið rekinn úr embætti. Er það í kjölfar þess að Úkraínumenn sökktu rússnesku herskipi með drónum undan ströndum Krímskaga. 15. febrúar 2024 15:01
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52
Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07