Deilt um flöggun Palestínufánans á fundi sveitarstjórnar Lovísa Arnardóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:17 Fulltrúar sveitarstjórnar Múlaþings deildu um nýjar fánaleiðbeiningar og flöggun palestínska fánans á fundi í fyrradag. Vísir/Grafík Heitar umræður sköpuðust á sveitarstjórnarfundi Múlaþings í vikunni um flöggun fána palestínsku heimastjórnarinnar á fánastöng við félagsheimilið Herðubeið á Seyðisfirði og nýjar leiðbeiningar um flöggun á fánastöngum sveitarfélagsins. Umræðurnar fóru fram undir umræðum um fundargerðir Byggðaráðs og leiðbeiningar sem ráðið setti við lok síðasta mánaðar um flöggun fána á fánastöngum sveitarfélagsins. Málið má þó rekja til þess að rekstrarstjóri félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði ákvað í október að flagga fána Palestínu. Henni var svo gert við lok síðasta mánaðar, þegar leiðbeiningarnar höfðu verið samþykktar, að taka fánann niður. Þá hafði honum verið flaggað í marga mánuði samfleytt. Flaggstangirnar eru við íþróttahús bæjarins og ekki hluti af félagsheimilinu en í samtali við fréttastofu segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, rekstrarstjóri, að þrátt fyrir það hafi það alltaf verið á hennar ábyrgð að flagga þar. „Ég set upp íslenska þjóðfánann á 17. júní og regnbogafánann á Hinsegin dögum,“ segir Sesselja. Fánana setti hún fyrst upp stuttu eftir að innrás Ísraelshers hófst á Gasa í október en þeir hafi svo verið teknir niður við lok síðasta mánaðar eftir símtal frá starfsmanni. „Ég er núna að vinna að því að setja upp melónulímmiða í alla glugga,“ segir Sesselja Hlín og að henni hafi fundist verulega að sínum rétti vegið í þessari ákvörðun en starfsmaður hafði samband eftir að Byggðaráð samþykki nýjar leiðbeiningar sínar. Sesselja og fáninn sem hún flaggaði í marga mánuði fyrir framan Herðubreið. Aðsendar Málið var rætt ítarlega á sveitarstjórnarfundi í fyrradag og vakti fulltrúi Vinstri grænna, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, meðal annars athygli á því að í kjölfarið á því að fáninn hafi verið tekinn niður við Herðubreið hefðu verið framin skemmdarverk annars staðar þar sem honum var flaggað. „Í skjóli nætur hefur einhver fundinn sig knúinn til að vinna skemmdarverk á fánunum sem þar voru. Sem og annars staðar á Seyðisfirði,“ sagði hún á fundinum og að bæði fáni Palestínu og LungA skólans hafi verið teknir niður, auk fána Palestínu annars staðar í bænum. „Fánar sem eru hafðir sem táknrænn stuðningur við fólk í Palestínu sem gengur í þessum töluðu orðum í gegnum ólýsanlegar þjáningar,“ sagði Ásrún Mjöll. Reglurnar vanhugsaðar Hún sagðist telja leiðbeiningarnar um fánanotkun vanhugsaðar og spurði hvort það væri hægt að krefjast einhvers á grundvelli leiðbeininga. Þær væru takmarkandi og óskýrar. Þá spurði hún einnig hvort að ósæmilegt væri í samræmi við leiðbeiningarnar að flagga regnbogafánanum og bað um að leiðbeiningarnar yrði endurskoðaðar af sveitarstjórn. Eyþór Stefánsson, fulltrúi L-listans, kom nokkrum sinnum upp í pontu og sagði reglurnar „galnar“. Hann benti einnig ítrekað á að ekkert annað sveitarfélag væri með slíkar reglur og sagði verra að hafa þessar reglur en engar reglur. Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson ræddu fánamálið á sveitarstjórnarfundi í fyrradag Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi Vinstri grænna, og Þröstur Jónasson, fulltrúi Miðflokksins, tókust nokkuð hart á. Fram kom á fundinum að leiðbeiningarnar hefðu verið samþykktar og gerðar í kjölfar tölvupósts sem Þröstur sendi. Ekki mátti þó ræða innihald tölvupóstsins þar sem hann væri hluti af trúnaðargögnum Byggðaráðsins. Þröstur sagðist ekki, vegna trúnaðar, farið yfir það hver kvartaði eða hvar fór fram á fundi Byggðaráðs. En að það væri ekkert leyndarmál að málið snerist um einn fána. „Ég held að ég geti alveg sagt það að þetta snerist fyrst og fremst að einu flaggi. Þetta sneri að því að flaggstengur fyrir framan félagsheimilið á Seyðisfirði, sem eru reyndar í eigu íþróttahússins, væru nýttar í pólitísku áróðursskyni,“ sagði Þröstur og að dag og nótt, í nokkra daga, hefði palestínska fánanum verið flaggað þar. „Þar með væri sveitarfélagið að lýsa pólitískri afstöðu sinni,“ sagði Þröstur og að hann gæti alveg tekið undir kvartanir þeirra sem kvörtuðu undan því og að hans mati ættu fánar ríkja ekki að vera flaggað á fánastöngum sveitarfélagsins. „Um það snýst málið,“ sagði hann og að kvartanirnar sem hefðu borist snerust um að flöggunin væri óviðeigandi. „Þröstur skammast sín“ Ef það tóku fjölmargir aðrir sveitarstjórnarfulltrúar til máls. Helgi Hlynur Ásgrímsson tók einnig til máls og sagði mikilvægt að fara ekki í manninn en að það væri ekki hægt í þessu tilfelli og vitnaði í bréf Þrastar til Byggðaráðs en var svo stoppaður því um sé að ræða trúnaðargögn. „En ég er þá búinn að ná pínulitlum árangri hérna. Þröstur Jónsson skammast sín fyrir hvað hann setti inn. Það má ekki koma fram. Það er þá aðeins árangur. Því þetta var þvílík rætni, tilvitnanir í bloggsíður úti í bæ eða einhverjar rasískar umræður sem á ekkert skylt við svona sveitarfélag,“ sagði Helgi Hlynur og að það væri „fyrir neðan allar hellur“ að meirihluti Byggðaráðs hefði brugðist við bréfinu með því að setja umræddar leiðbeiningar um flöggun. Eyþór Stefánsson er annar fulltrúa L-listans í sveitarstjórn. Helgi Hlynur sagði að því loknu að hann hefði verið „algjörlega brjálaður“ á fundi Byggðaráðs og að það væri hans skoðun að þau ættu að vera yfir það hafin að hlusta á „svona öfgarasisma“. Þröstur Jónsson tók aftur til máls að því loknu og sagði mönnum farið að hitna í hamsi „eða hitna í Hamas“ út af þessu máli. Hann spurði hvort að sveitarfélag ætti að sýna afstöðu í svona máli og tók dæmi um Úkraínu og Rússland. Hann sagði það fyrsta sem hverfur í svona deilum vera sannleikann og að íslenskt sveitarfélag eigi ekki að blanda sér í deilurnar. „Flaggið sem allra mest, bara heima í garði hjá ykkur. Sveitarfélagið sem er sveitarfélag allra sem býr í sveitarfélaginu á ekki að taka einhverja afstöðu fyrir alla íbúanna,“ sagði hann og að stór hluti gæti verið ósáttur við þá afstöðu. Hann spurði svo hvernig fólki hefði liðið með það að fána Ísraels hefði verið flaggað hliðina á fána palestínsku heimastjórnarinnar. „Hefði það verið viðeigandi?“ Sveitarfélagið ætti ekki að blanda sér í deilur annarra ríkja Hvað varðar tölvupóstinn sem hann sendi, og ekki mætti ræða á fundinum, sagði Þröstur að hann hefði verið sendur til að sýna fram á að sveitarfélagið ætti ekki að blanda sér í svo hræðilegar deilur. Hann hefði aðeins verið að benda á staðreyndir í tölvupóstinum sínum. „Að koma hér upp fokvondur. Að kalla mig rasista og öllum illum nöfnum, sem sko græt yfir þessari deilu, nánast á hverjum degi. Á ég að koma hér upp og kalla, sem er kannski sínu verra, kalla Helga Hlyn Ásgrímsson gyðingahatara? Er kannski gyðingahatur orðið landlægt á Íslandi?“ spurði Þröstur og hvort að Múlaþing ætti að kynda undir það. Hann árétti að það þyrfti að gæta að innrætingu í samfélaginu og að fólk verði að vera á varðbergi. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir tók þá aftur til máls og árétti að hún væri ekki mótfallin því að setja reglur um flöggun fána en sagði að það ætti ekki að vera að blanda þessum tveimur málum saman. Afstöðu hvað varðar innrás Ísraela í Palestínu og svo flöggun fána í Múlaþingi. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna eins og Helgi Hlynur. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður Byggðaráðs, tók þá til máls og sagði nefndina ekki hafa rætt afstöðu til einstakra mála heldur almennt um flöggun og að það ætti að flagga oftar fána Múlaþings og íslenska þjóðfánanum. Helgi Hlynur tók þá aftur til máls og sagðist frekar hafa átt að tala um síónisma en rasisma en hann hefði ekkert til að styðja sitt mál því hann mætti ekki vitna í tölvupóstinn sem hann vildi vísa í. Hann ítrekaði skoðun sína á því að ákvarðanir Byggðaráðs hefðu verið teknar á grundvelli hans. Þröstur kom þá aftur í pontu og sagði leiðbeiningarnar vinsæl tilmæli og að þær hafi komið til vegna þarfar á því að setja reglur um málið. Eyþór Stefánsson tók aftur til máls og sagði innihald leiðbeininganna „algert frat“. Þá tók til máls Jónína Brynjólfsdóttir sagði það til umræðu meðal starfsfólk sveitarfélagsins um verklag um það hvernig eigi að svara fyrirspurnum frá fólki sem vill flagga eða setja upp skraut á ruslatunnur eða aðra innviði. Í lok tók Þröstur aftur til máls og sagði það á forræði sveitarfélagsins að sjá um fánastangirnar og að því væri forræðishyggja í þessu tilliti ekki fráleit. Hún væri það ef leiðbeiningarnar fjölluðu um einkalóðir íbúa. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar, lokaði að því loknu umræðum um þennan dagskrárlið. Hægt er að horfa á umræðurnar í upptöku af fundinum hér að neðan. Um er að ræða dagskrárlið 9,10 og 11. Múlaþing Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslenski fáninn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Saurmengað vatn á Seyðisfirði Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu. 2. febrúar 2024 09:53 Vanhæfur Þröstur neitaði að yfirgefa fund: „Ég mun sitja sem fastast“ Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, neitaði að yfirgefa fund sveitarstjórnar í gær, en þá höfðu tíu meðlimir stjórnarinnar kosið með vanhæfistillögu gegn Þresti sem kaus einn á móti. 14. september 2023 15:01 Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins. 24. janúar 2023 21:23 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Umræðurnar fóru fram undir umræðum um fundargerðir Byggðaráðs og leiðbeiningar sem ráðið setti við lok síðasta mánaðar um flöggun fána á fánastöngum sveitarfélagsins. Málið má þó rekja til þess að rekstrarstjóri félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði ákvað í október að flagga fána Palestínu. Henni var svo gert við lok síðasta mánaðar, þegar leiðbeiningarnar höfðu verið samþykktar, að taka fánann niður. Þá hafði honum verið flaggað í marga mánuði samfleytt. Flaggstangirnar eru við íþróttahús bæjarins og ekki hluti af félagsheimilinu en í samtali við fréttastofu segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, rekstrarstjóri, að þrátt fyrir það hafi það alltaf verið á hennar ábyrgð að flagga þar. „Ég set upp íslenska þjóðfánann á 17. júní og regnbogafánann á Hinsegin dögum,“ segir Sesselja. Fánana setti hún fyrst upp stuttu eftir að innrás Ísraelshers hófst á Gasa í október en þeir hafi svo verið teknir niður við lok síðasta mánaðar eftir símtal frá starfsmanni. „Ég er núna að vinna að því að setja upp melónulímmiða í alla glugga,“ segir Sesselja Hlín og að henni hafi fundist verulega að sínum rétti vegið í þessari ákvörðun en starfsmaður hafði samband eftir að Byggðaráð samþykki nýjar leiðbeiningar sínar. Sesselja og fáninn sem hún flaggaði í marga mánuði fyrir framan Herðubreið. Aðsendar Málið var rætt ítarlega á sveitarstjórnarfundi í fyrradag og vakti fulltrúi Vinstri grænna, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, meðal annars athygli á því að í kjölfarið á því að fáninn hafi verið tekinn niður við Herðubreið hefðu verið framin skemmdarverk annars staðar þar sem honum var flaggað. „Í skjóli nætur hefur einhver fundinn sig knúinn til að vinna skemmdarverk á fánunum sem þar voru. Sem og annars staðar á Seyðisfirði,“ sagði hún á fundinum og að bæði fáni Palestínu og LungA skólans hafi verið teknir niður, auk fána Palestínu annars staðar í bænum. „Fánar sem eru hafðir sem táknrænn stuðningur við fólk í Palestínu sem gengur í þessum töluðu orðum í gegnum ólýsanlegar þjáningar,“ sagði Ásrún Mjöll. Reglurnar vanhugsaðar Hún sagðist telja leiðbeiningarnar um fánanotkun vanhugsaðar og spurði hvort það væri hægt að krefjast einhvers á grundvelli leiðbeininga. Þær væru takmarkandi og óskýrar. Þá spurði hún einnig hvort að ósæmilegt væri í samræmi við leiðbeiningarnar að flagga regnbogafánanum og bað um að leiðbeiningarnar yrði endurskoðaðar af sveitarstjórn. Eyþór Stefánsson, fulltrúi L-listans, kom nokkrum sinnum upp í pontu og sagði reglurnar „galnar“. Hann benti einnig ítrekað á að ekkert annað sveitarfélag væri með slíkar reglur og sagði verra að hafa þessar reglur en engar reglur. Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson ræddu fánamálið á sveitarstjórnarfundi í fyrradag Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi Vinstri grænna, og Þröstur Jónasson, fulltrúi Miðflokksins, tókust nokkuð hart á. Fram kom á fundinum að leiðbeiningarnar hefðu verið samþykktar og gerðar í kjölfar tölvupósts sem Þröstur sendi. Ekki mátti þó ræða innihald tölvupóstsins þar sem hann væri hluti af trúnaðargögnum Byggðaráðsins. Þröstur sagðist ekki, vegna trúnaðar, farið yfir það hver kvartaði eða hvar fór fram á fundi Byggðaráðs. En að það væri ekkert leyndarmál að málið snerist um einn fána. „Ég held að ég geti alveg sagt það að þetta snerist fyrst og fremst að einu flaggi. Þetta sneri að því að flaggstengur fyrir framan félagsheimilið á Seyðisfirði, sem eru reyndar í eigu íþróttahússins, væru nýttar í pólitísku áróðursskyni,“ sagði Þröstur og að dag og nótt, í nokkra daga, hefði palestínska fánanum verið flaggað þar. „Þar með væri sveitarfélagið að lýsa pólitískri afstöðu sinni,“ sagði Þröstur og að hann gæti alveg tekið undir kvartanir þeirra sem kvörtuðu undan því og að hans mati ættu fánar ríkja ekki að vera flaggað á fánastöngum sveitarfélagsins. „Um það snýst málið,“ sagði hann og að kvartanirnar sem hefðu borist snerust um að flöggunin væri óviðeigandi. „Þröstur skammast sín“ Ef það tóku fjölmargir aðrir sveitarstjórnarfulltrúar til máls. Helgi Hlynur Ásgrímsson tók einnig til máls og sagði mikilvægt að fara ekki í manninn en að það væri ekki hægt í þessu tilfelli og vitnaði í bréf Þrastar til Byggðaráðs en var svo stoppaður því um sé að ræða trúnaðargögn. „En ég er þá búinn að ná pínulitlum árangri hérna. Þröstur Jónsson skammast sín fyrir hvað hann setti inn. Það má ekki koma fram. Það er þá aðeins árangur. Því þetta var þvílík rætni, tilvitnanir í bloggsíður úti í bæ eða einhverjar rasískar umræður sem á ekkert skylt við svona sveitarfélag,“ sagði Helgi Hlynur og að það væri „fyrir neðan allar hellur“ að meirihluti Byggðaráðs hefði brugðist við bréfinu með því að setja umræddar leiðbeiningar um flöggun. Eyþór Stefánsson er annar fulltrúa L-listans í sveitarstjórn. Helgi Hlynur sagði að því loknu að hann hefði verið „algjörlega brjálaður“ á fundi Byggðaráðs og að það væri hans skoðun að þau ættu að vera yfir það hafin að hlusta á „svona öfgarasisma“. Þröstur Jónsson tók aftur til máls að því loknu og sagði mönnum farið að hitna í hamsi „eða hitna í Hamas“ út af þessu máli. Hann spurði hvort að sveitarfélag ætti að sýna afstöðu í svona máli og tók dæmi um Úkraínu og Rússland. Hann sagði það fyrsta sem hverfur í svona deilum vera sannleikann og að íslenskt sveitarfélag eigi ekki að blanda sér í deilurnar. „Flaggið sem allra mest, bara heima í garði hjá ykkur. Sveitarfélagið sem er sveitarfélag allra sem býr í sveitarfélaginu á ekki að taka einhverja afstöðu fyrir alla íbúanna,“ sagði hann og að stór hluti gæti verið ósáttur við þá afstöðu. Hann spurði svo hvernig fólki hefði liðið með það að fána Ísraels hefði verið flaggað hliðina á fána palestínsku heimastjórnarinnar. „Hefði það verið viðeigandi?“ Sveitarfélagið ætti ekki að blanda sér í deilur annarra ríkja Hvað varðar tölvupóstinn sem hann sendi, og ekki mætti ræða á fundinum, sagði Þröstur að hann hefði verið sendur til að sýna fram á að sveitarfélagið ætti ekki að blanda sér í svo hræðilegar deilur. Hann hefði aðeins verið að benda á staðreyndir í tölvupóstinum sínum. „Að koma hér upp fokvondur. Að kalla mig rasista og öllum illum nöfnum, sem sko græt yfir þessari deilu, nánast á hverjum degi. Á ég að koma hér upp og kalla, sem er kannski sínu verra, kalla Helga Hlyn Ásgrímsson gyðingahatara? Er kannski gyðingahatur orðið landlægt á Íslandi?“ spurði Þröstur og hvort að Múlaþing ætti að kynda undir það. Hann árétti að það þyrfti að gæta að innrætingu í samfélaginu og að fólk verði að vera á varðbergi. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir tók þá aftur til máls og árétti að hún væri ekki mótfallin því að setja reglur um flöggun fána en sagði að það ætti ekki að vera að blanda þessum tveimur málum saman. Afstöðu hvað varðar innrás Ísraela í Palestínu og svo flöggun fána í Múlaþingi. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna eins og Helgi Hlynur. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður Byggðaráðs, tók þá til máls og sagði nefndina ekki hafa rætt afstöðu til einstakra mála heldur almennt um flöggun og að það ætti að flagga oftar fána Múlaþings og íslenska þjóðfánanum. Helgi Hlynur tók þá aftur til máls og sagðist frekar hafa átt að tala um síónisma en rasisma en hann hefði ekkert til að styðja sitt mál því hann mætti ekki vitna í tölvupóstinn sem hann vildi vísa í. Hann ítrekaði skoðun sína á því að ákvarðanir Byggðaráðs hefðu verið teknar á grundvelli hans. Þröstur kom þá aftur í pontu og sagði leiðbeiningarnar vinsæl tilmæli og að þær hafi komið til vegna þarfar á því að setja reglur um málið. Eyþór Stefánsson tók aftur til máls og sagði innihald leiðbeininganna „algert frat“. Þá tók til máls Jónína Brynjólfsdóttir sagði það til umræðu meðal starfsfólk sveitarfélagsins um verklag um það hvernig eigi að svara fyrirspurnum frá fólki sem vill flagga eða setja upp skraut á ruslatunnur eða aðra innviði. Í lok tók Þröstur aftur til máls og sagði það á forræði sveitarfélagsins að sjá um fánastangirnar og að því væri forræðishyggja í þessu tilliti ekki fráleit. Hún væri það ef leiðbeiningarnar fjölluðu um einkalóðir íbúa. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar, lokaði að því loknu umræðum um þennan dagskrárlið. Hægt er að horfa á umræðurnar í upptöku af fundinum hér að neðan. Um er að ræða dagskrárlið 9,10 og 11.
Múlaþing Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslenski fáninn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Saurmengað vatn á Seyðisfirði Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu. 2. febrúar 2024 09:53 Vanhæfur Þröstur neitaði að yfirgefa fund: „Ég mun sitja sem fastast“ Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, neitaði að yfirgefa fund sveitarstjórnar í gær, en þá höfðu tíu meðlimir stjórnarinnar kosið með vanhæfistillögu gegn Þresti sem kaus einn á móti. 14. september 2023 15:01 Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins. 24. janúar 2023 21:23 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Saurmengað vatn á Seyðisfirði Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu. 2. febrúar 2024 09:53
Vanhæfur Þröstur neitaði að yfirgefa fund: „Ég mun sitja sem fastast“ Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, neitaði að yfirgefa fund sveitarstjórnar í gær, en þá höfðu tíu meðlimir stjórnarinnar kosið með vanhæfistillögu gegn Þresti sem kaus einn á móti. 14. september 2023 15:01
Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins. 24. janúar 2023 21:23
Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24
Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi. 15. maí 2022 04:13