Ráðleggja sambandinu að reka Klinsmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 11:00 Allt lítur út fyrir að framtíð Jürgen Klinsmann sem þjálfara suður-kóreska landsliðsins sé ráðin. AP/Thanassis Stavrakis Sérstök ráðgjafanefnd hefur ráðlagt suður-kóreska knattspyrnusambandinu að reka landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann. Suður-kóreska landsliðið datt út í undanúrslitum í Asíukeppninni eftir 2-0 tap á móti Jórdaníu. Jórdanía tapaði síðan fyrir Katar í úrslitaleiknum. Suður-Kórea hefur ekki orðið Asíumeistari í 64 ár eða síðan 1960. Liðið komst síðast í úrslitaleik keppninnar fyrir níu árum. Klinsmann tók við landsliði Suður-Kóreu fyrir aðeins ári síðan. Hann er með samning fram yfir heimsmeistaramótið árið 2026. Fréttir frá Suður-Kóreu herma að allt bendi til þess að Klinsmann verði rekinn. Ástæður eru margar þar á meðal slök frammistaða í Asíukeppninni. Það hefur líka verið mikil ólga í leikmannahópnum en leikmennirnir Son Heung-min og Lee Kang-in lentu saman eftir að liðið datt úr leik. Klinsmann varð bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með Þýskalandi á sínum tíma. Hann hætti að spila árið 2004 og tók fljótlega við þýska landsliðinu sem hann stýrði á HM á heimavelli árið 2006. Liðið vann bronsið undir hans stjórn en hann hætti með landsliðið tveimur árum síðar og aðstoðarmaður hans Joachim Löw tók við. Klinsmann þjálfaði líka bandaríska landsliðið í fimm ár og var þjálfari þess þegar Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska. Suður-Kórea Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Suður-kóreska landsliðið datt út í undanúrslitum í Asíukeppninni eftir 2-0 tap á móti Jórdaníu. Jórdanía tapaði síðan fyrir Katar í úrslitaleiknum. Suður-Kórea hefur ekki orðið Asíumeistari í 64 ár eða síðan 1960. Liðið komst síðast í úrslitaleik keppninnar fyrir níu árum. Klinsmann tók við landsliði Suður-Kóreu fyrir aðeins ári síðan. Hann er með samning fram yfir heimsmeistaramótið árið 2026. Fréttir frá Suður-Kóreu herma að allt bendi til þess að Klinsmann verði rekinn. Ástæður eru margar þar á meðal slök frammistaða í Asíukeppninni. Það hefur líka verið mikil ólga í leikmannahópnum en leikmennirnir Son Heung-min og Lee Kang-in lentu saman eftir að liðið datt úr leik. Klinsmann varð bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með Þýskalandi á sínum tíma. Hann hætti að spila árið 2004 og tók fljótlega við þýska landsliðinu sem hann stýrði á HM á heimavelli árið 2006. Liðið vann bronsið undir hans stjórn en hann hætti með landsliðið tveimur árum síðar og aðstoðarmaður hans Joachim Löw tók við. Klinsmann þjálfaði líka bandaríska landsliðið í fimm ár og var þjálfari þess þegar Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska.
Suður-Kórea Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira