Fótboltafólk vill fjögurra vikna sumarfrí: „Lítið að frétta í júlí hvort eð er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 07:31 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, vill fá umræðu í gang og að raddir leikmanna fái að heyrast við ákvörðunartöku. Vísir/Einar Forseti Leikmannasamtaka Íslands segir að meirihluti leikmanna í efstu deildum karla og kvenna vilji sumarfrí yfir hásumarið. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar. Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar.
Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira